Lífið

Britney Spears orðin skollótt

Hárlaus Britney Spears
Hárlaus Britney Spears MYND/AP

Poppstjarnan Britney Spears heldur áfram að hneyksla og nú með nýrri og óvæntri klippingu en hún krúnurakaði sig á húðflúrsstofu í gærkvöldi.

Britney Spears má sig hvergi hræra án þess að landar hennar taki andköf af hneykslan. Poppstjarnan sást á húðflúrsstofu í gærkvöldi þar sem hún fékk sér húðflúr á úlniðinn. En mesta athygli vakti höfuðprýði hinnar 25 ára gömlu söngkonu. Gylltir lokkar voru foknir út í hafsauga og í staðinn birtist forvitnum aðdáendum krúnurakað höfuð henanr.

Britney skaust upp á alþjóðlegan stjörnuhimin árið 1998 með poppsmellinum Baby One More Time og hafa plötur hennar selst um allan heim í meira en 60 milljónum eintaka.

Einkalíf hennar hefur ekki verið neinn dans á rósum að undanförnu því frá hún skildi við barnsföður sinn á síðasta ári, hafa slúðurtímarit verið iðin við að greina frá útstáelsi hennar og drykkjulátum sem ekki virðast sæma tveggja barna móður. Hvort hin nýja klipping sé liður í nýju heilsusamlegu líferni skal ósagt en ekki virtist poppdívan vilja flagga skallanum á útleið frá húðflúrstofunni heldur huldi hann vandlega.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.