Lífið

Dauðlegur draumabransi

Súpermódelið Jodie Kidd er óánægð með þróun fyrirsætubransans
Súpermódelið Jodie Kidd er óánægð með þróun fyrirsætubransans

Mikil umræða hefur verið innan tískuheimsins undanfarið um holdafar fyrirsætna og hvort ekki sé rétt að setja ákveðin þyngdarlágmörk sem þær verði að uppfylla. The Daily Mail greindi frá því að úrúganska fyrirsætan, hin 18 ára Eliana Ramos, hafi látist vegna vannæringar. Aðeins hálfu ári áður lést 22 ára systir hennar Luisel, sem einnig starfaði sem fyrirsæta, af sömu orsökum.

Luisel hafði verið sagt að hún ætti góða framtíð fyrir sér í fyrirsætubransanum ef hún léttist umtalsvert. Hún var því undir miklu álagi þegar dauða hennar bar að en hún lést á sýningarpalli á tískusýningu. Það sorglega er að Eliana virðist hafa reynt að feta í fótspor eldri systur sinnar.

Súpermódelið Jodie Kidd hefur í kjölfar þesssa gagnrýnt noktun ungra fyrirsætna á tískuvikunni sem nú stendur yfir í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.