Lífið

Sköllótt Britney: Mamma á eftir að fríka út

Britney vildi greinilega prófa eitthvað nýtt og fór alla leið með það
Britney vildi greinilega prófa eitthvað nýtt og fór alla leið með það MYND/AP

Söngkonan Britney Spears kom öllum að óvörum þegar hún rakaði allt hárið af höfði sér nú um helgina. Hún labbaði inn á hárgreiðslustofu ásamt tveimur lífvörðum um klukkan sjö á föstudagskvöldið og óskaði eftir því að láta raka hárið af sér.

Esther Tognozzi, eigandi stofunnar, segir í viðtali við People að hún hafi reynt að telja henni hugarhvarf. Það tókst þó ekki betur en svo að Britney tók þá málin í sínar hendur og rakaði sig sjálf sköllótta.

Ester segir Britney ekki hafa sýnt nein viðbrögð þegar hárið fauk en hún hafi þó glott til ljósmyndara sem höfðu komið sér fyrir hjá stofunni. Þegar hárið var farið sagði hin nýsköllótta Britney síðan: ,,Mamma á eftir að fríka út".

Var Britney ekki látin greiða fyrir klippinguna sem venjulega kostar 20 dollara, enda sá hún sjálf um verkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.