Lífið

Nasistavín undir hamarinn

Adolf hitler var 56 ára þegar hann framdi sjálfsmorð.
Adolf hitler var 56 ára þegar hann framdi sjálfsmorð.
Flaska af Nasistavíni með mynd af Hitler verður boðin upp í Plymouth í Bretlandi á næstunni. Rauðvínsflaskan "Fuhrerwein" er frá árinu 1943 og markaði 54 ára afmæli Hitlers.

Á miðanum á flöskunni er mynd af Hitler í hátísku jakkafötum með bindi. Annar miði á hálsinum skartar mynd af erni sem situr ofan á hakakrossinum.

Á fréttavef Ananova kemur fram að flaskan hafi fundist nýlega í bílskúr í Frakklandi.

Vínflaskan er innsigluð, en ekki er talið ráðlegt að drekka 12 prósent vínið vegna aldurs.

Uppboðshaldarinn Paul Keen sagði að flaskan væri geysilega sjaldgæf; "Ég hef hvorki séð, né heyrt, af nokkru þessu líkt á mínum 20 ára ferli sem uppboðshaldari."

Búist er við að flaskan fari á 70 þúsund íslenskar krónur, í það minnsta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.