Lífið

Kafteinninn kveður

Keppnir harðnar með hverri vikunni.
Keppnir harðnar með hverri vikunni.

Úrslitakeppni X Factor harðnar með hverjum þætti. Eftir að úrslit atkvæðagreiðslu voru kunngjörð var ljóst að Siggi, kapteininn trausti frá Akureyri og söngdúettinn Gís höfðu verið tvö atkvæðisfæstu atriði kvöldsins.

Það kom því í hlutverk hlutlausa dómarans, Ellý, í þriðja skiptið að skera úr um hvort atriðið fengi að halda áfram keppni og hvaða atriði yrði sent heim. Bæði atriðin lögðu allt í sölurnar þegar þau fengu að flytja lög kvöldsins aftur á meðan Ellý gerði upp hug sinn. Eftir erfiðar vangaveltur og erfitt val ákvað Ellý síðan að Siggi hafði fært það sem hann hafði upp á að bjóða í keppninni nú þegar - en að söngdúettinn Gís, sem skipaður er af hinum ungu stúlkum Írisi (17) og Guðnýju (24), ættu skilið annað tækifæri.

Siggi (36) frá Akureyri er tvímælalaust einn af sterkari söngvurum sem komu fram í X Factor í vetur - og hefur hann verið borið saman við helstu ballöðusöngvara landsins s.s. Pál Rósinkrans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.