Lífið

Fína kryddið í Disneylandi

Victoria Beckham og fjölskylda virðast vera að skemmta sér í Bandaríkjunum
Victoria Beckham og fjölskylda virðast vera að skemmta sér í Bandaríkjunum MYND/AP
Fyrrum kryddpían Victoria Beckham fór með strákana sína í Disneyland um helgina. Hún og maðurinn hennar, knattspyrnuleikmaðurinn knái David Beckham, eru að leita sér að heimili í Bandaríkjunum en David er að fara að spila fyrir Los Angeles Galaxy. Beckham fjölskyldunni virðist því takast vel að venjast bandarískri afþreyingu.

Elstu synir Beckham hjónanna, þeir Romeo og Brooklyn, virtust skemmta sér vel en þeir voru duglegir að fara í hin ýmsu tæki og borðuðu ógrynni sælgætis. Ekki sást þó til Viktoríu fylgja fordæmi drengja sinna og smakka gotteríið, en hún trallaði um garðinn á háum hælum. Victoría slapp þó við að bera gríðarstóru Prada handtöskuna sína um garðinn því hún var með aðstoðarfólk með sér sem sá um slíkan burð. Það hefur því verið líf og fjör hjá Beckham fjölskyldunni um helgina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.