Fleiri fréttir

Tók upp á Írlandi

Will.i.am, meðlimur Black Eyed Peas, tók nýverið upp nokkur lög með popparanum Michael Jackson á Írlandi. Verður þau væntanlega að finna á næstu plötu Jacksons sem kemur út á næsta ári.

Stjörnurnar styðja Paul

Vinir og kunningjar Pauls McCartney, Heather Mills eða jafnvel Lindu heitinnar McCartney spretta nú upp eins og gorkúlur til að lýsa yfir stuðningi við sinn mann.

Snertir furðulítið

Framsetning bókarinnar bendir til að sögumaður hafi færst of mikið í fang. Þrátt fyrir að fjalla um einhverja hryllilegustu atburði seinni tíma snertir Ein til frásagnar furðulítið við lesandanum.

Sameinaðir Bítlar

Platan Love með Bítlunum kemur út þann 20. nóvember. Á plötunni er að finna lög sem Sir George Martin, sem var upptökustjóri Bítlanna, og sonur hans Giles endurhljóðblönduðu fyrir sýninguna Cirque du Soleil í Las Vegas.

Samdi við Universal

Sacha Baron Cohen, maðurinn á bak við Borat og Ali G, hefur skrifað undir tæplega þriggja milljarða samning við Universal um að fyrirtækið framleiði og eignist dreifingarréttinn að næstu mynd hans. Verður hún byggð á samkynhneigðu tískulöggunni Bruno sem gerði garðinn frægan í þáttunum Ali G.

Pönkuð ástarsaga í Austurbæ

Tvær einmana sálir hittast á bar. Þær hata allt og alla en komast ekki hjá því að falla hvor fyrir annarri. Það er ekki að spyrja að ástinni. Leikritið Danny and the deep Blue Sea ferðast frá Lundúnum yfir í Norðurmýri Reykjavíkur og verður frumsýnt annað kvöld.

Mínus tekur upp nýja plötu í LA

Strákarnir í rokksveitinni Mínus halda á vit ævintýranna síðar í mánuðinum. Þeir taka upp næstu plötu sína í Los Angeles undir stjórn mannsins sem tók upp síðustu plötur Tool og Queens of the Stone Age. "Við förum út 27. nóvember og verðum í tvær vikur í Borg englanna, Los Angeles,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður hljómsveitarinnar Mínuss um fyrirhugaðar upptökur á næstu plötu hljómsveitarinnar.

Leikur tónsmíðar Lars Jansson

Stórsveit Reykjavíkur heldur aðra tónleika sína á þessu starfsári í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20.30. Tónskáld kvöldsins, stjórnandi og einleikari á píanó er sænski tónlistarmaðurinn Lars Jansson.

Kvöld söngvaskálda

Efnt verður til söngvaskáldakvölds á veitingastaðnum Domo í Þingholtsstræti í kvöld. Þar munu tónskáld, textahöfundar og flytjendur ólíkra kynslóða skiptast á að prufukeyra nýtt frumsamið efni og síðan verður efnt til spunatíðar þar sem Eyþór Gunnarsson, Einar Scheving, Óskar Guðjónsson og Róbert Þórhallsson annast undir- eða meðleik.

Hinn heilagi Megas

Tónlistarkonan Magga Stína hefur gefið út plötuna Magga Stína syngur Megas. Magga Stína segir að platan hafi legið í loftinu síðan hún söng Megasarlagið Fílahirðirinn frá Súrín á afmælistónleikum Megasar í Austurbæ á síðasta ári. Eftir að lagið fór að hljóma í útvarpinu hlaut það fádæma viðtökur og varð það Möggu Stínu hvatning til að taka upp fleiri lög eftir meistarann.

Listaháskólinn vill þagga niður umdeilt atvik

„Mér finnst þetta persónulega ógeðfellt miðað við það sem ég hef lesið og heyrt um atriðið og ég sé engan tilgang með þessu,“ segir Randver Þorláksson, formaður félags íslenskra leikara, um gjörning sem framkvæmdur var í Fræði og framkvæmd, námi sem er hluti af námi í leiklistardeild Listaháskóla Íslands.

Fyrsta sinn í níu ár

Poppkóngurinn Michael Jackson mun koma í fyrsta skiptið fram í Bretlandi í níu ár á World Music Awards sem haldið verður í Lundúnum í næsta mánuði. Jackson mun taka þar á móti demantaverðlaunum en þau eru gefin tónlistarmönnum sem hafa selt meira en 100 milljónir platna á ferlinum.

Fulltrúar Íslands í ham

Boðið var upp á rokktónlist frá núverandi og fyrrverandi nýlendum Dana á tónlistarhátíð á Norðuratlantshafsbryggju í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld. Það kom í hlut hljómsveitarinnar Ham að kynna íslenskt rokk fyrir tónleikagestum og tókst það vel.

Friðrik Ómar sneri niður ölvaðan ofbeldismann

Söngvararnir Friðrik Ómar Hjörleifsson og Guðrún Gunnarsdóttir lentu í heldur betur óþægilegri uppákomu þegar þau komu fram á árshátíð hjá Lyfjum og heilsu á Nordica um síðustu helgi.

Brúðkaup á felustað Mussolinis

Miklar vangaveltur hafa verið yfir meintu brúðkaupi stjörnuparsins Tom Cruise og Katie Holmes. Nú hefur verið staðfest að parið muni gifta sig á Ítalíu en ekki í húsi leikarans George Clooney við Como-vatn eins og fjölmiðlar voru búnir að greina frá. Holmes mun hafa fundið lúxushótel við Gardavatn og búið er að panta staðinn fyrir stjörnubrúðkaupið, sem fer fram 17. nóvember næstkomandi.

Brian Jonestown Massacre til Íslands

Bandaríska rokksveitin Brian Jonestown Massacre heldur tónleika á Nasa þann 29. nóvember næstkomandi. Forsprakki sveitarinnar, Anton Newcombe, hefur tvívegis komið hingað til lands og hefur lengi staðið til að hljómsveit hans myndi spila hér. Hjálpar þar til vinskapur hans við liðsmenn Singapore Sling, sem hafa spilað með hljómsveitinni á tónleikum erlendis.

Glöggt er gests augað

Við Íslendingar höfum óendanlegan áhuga á okkur sjálfum og þar með á viðhorfi annarra til okkar. Viðfangsefni sýningarinnar Best í heimi eru samskipti Íslendinga við útlendinga þar sem flett er ofan af ýmiss konar fordómum, látalátum og heimóttarskap. Þarna er á ferðinni meinfyndið verk sem samanstendur af stuttum þáttum eða frásögnum af fólki sem fléttast saman. Fjörið hefst og endar í flugvél en persónurnar eru allra landa farþegar og auðvitað séríslensk áhöfn sem kallar fram ófáar brosviprur hjá þurrlyndustu þjóðernissinnum.

Árni fékk á baukinn hjá Bubba

Bubbi Morthens vakti ekki mikla kátínu meðal Eyjamanna þegar hann hélt tónleika í Höllinni fyrir hálfum mánuði en þar lét tónlistamaðurinn Árna Johnsen óspart heyra það og taldi það með ólíkindum að "glæpon færi á þing," svo vitnað sé til umsagnar um tónleikanna á Eyjar.net.

Einar Ágúst á sviði með Skítamóral

Ekki hefur mikið spurst til söngvarans Einars Ágústs að undanförnu og því brutust út mikil fagnaðarlæti þegar hann steig á svið með fyrrum félögum sínum í Skítamóral á Nasa um helgina.

Enginn húmor fyrir Hirti

„Ég leit á þetta sem mislukkaða tilraun. Mér fannt þetta vera mjög mislukkað allt. Já, og þessi ummæli fannst mér óvarleg og algerlega óviðeigandi,“ segir Dr. Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri Rásar 2.

Frumlegur finnskur túlkandi

Finnski píanóleikarinn Olli Mustonen hefur verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í dag en á efnisskrá kvöldsins eru tveir píanókonsertar Beethovens og sinfónía eftir Brahms.

Fær slæma dóma

Gagnrýnendur í Bandaríkjunum hafa skotið í kaf nýjan söngleik á Broadway með lögum Bobs Dylan.

Færeyskir meistarar

Nýlega var tilkynnt að Deutsche Bank ætti fimmtíu þúsund myndlistarverk: íslensku bankarnir eiga eitthvað færri og flest eru eftir íslenska listamenn, en um helgina var opnuð sýning í aðalsal gamla Landsbankans í Austurstræti á verkum þriggja færeyskra meistara.

Gangandi kálhaus

Söngvarinn Liam Gallagher hefur nú sagt álit sitt á rokkstjörnunni Pete Doherty og eiturlyfjaneyslu hans. Gallagher segir að rokkarinn frægi sé gangandi kálhaus og vælukjói.

Hvíta rósin Sophie Scholl

Í kvöld verður sýning á þýsku kvikmyndinni Sophie Scholl – Síðustu dagarnir eftir Marc Rothemund í sal Þjóðarbókhlöðunnar og hefst kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Myndin var framleidd 2005 og hefur ekki verið sýnd hér á landi.

Jackson heiðraður

Fyrrverandi konungur poppsins, Michael Jackson, mun taka á móti heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til tónlistarinnar á heimstónlistarhátíðinni í London.

Ný plata frá Eminem

Ný plata frá rapparanum Eminem, The Re-Up, er væntanleg í verslanir 4. desember næstkomandi. Um er að ræða mix-plötu sem Eminem gerði með Dj Whoo Kid.

París bönnuð

Fyrir ekki svo löngu síðan slógust skemmtistaðirnir í Bandaríkjunum um að partýljónið Paris Hilton mundi reka inn nefið en nú er öldin önnur og greinilegt að það er farið að halla undan fæti hjá Hilton.

Stella vildi drepa Mills

Skilnaður Pauls McCartney og Heather Mills tekur á sig sífellt undarlegri myndir. Nú eru rifjuð upp ummæli dóttur McCartney um eiginkonuna og framkoma Paul við Lindu heitna McCartney.

Þægilegt og áreynslulaust

Þægileg og áreynslulaus plata sem ætti að geta náð til fjöldans þó hér sé hvorki nýstárlegt né framúrskarandi efni á ferð.

Mýrin með metaðsókn

Mýrina sáu tæplega 12.500 einstaklingar um helgina í kvikmyndahúsum landsins. Er þetta næst stærsta helgi ársins, en sú stærsta var opnunarhelgi Mýrarinnar um síðustu helgi.

Stórhuga Ólafur Jóhannesson í New York

Gengið hefur verið frá fjármögnun á kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið, sem byggð verður á sögu Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans. "Við erum búnir að liggja yfir handritinu í fimm ár og nú er loksins komið að stóru stundinni," segir Ólafur spenntur en leikstjórinn var staddur í New York þegar Fréttablaðið hafði upp á honum.

Gáfu eftirstöðvar bílasamnings

Lýsing fagnaði 20 ára afmæli sínu í september í ár og hefur staðið að ýmiss konar uppákomum í tilefni þess. Meðal annars voru allir þeir sem gengu frá bílasamningi við Lýsingu á titleknu tímabili settir í pott, einn heppinn skuldari var síðan dreginn úr pottinum og samningur hans greiddur upp.

Óvenjulegur afli

Það er ekki allt fiskur sem kemur í veiðarfæri skipa eins og þeir á Kleifaberginu komust að í gær á hinum frægu Halamiðum. Þegar verið var að vinna aflann úr einu holinu kom ökuskírteini rúllandi eftir færibandi í átt að hausara, frekar en ekkert.

Kvikur pallíettufoss á gafli húss

Ung kona sem hér hefur starfað um hríð tekur þátt í vakningu myndlistarmanna þessa dagana með óvenjulegum hætti. Hún hefur gert veggmynd á gaflinn á Bankastræti 6 úr pallíettum. Verkið kallar Theresa Himmer Sequinfall og vísar þar til vakningarhátíðar starfssystkina sinna Sequences.

Þræddi minni og stærri staði

David Fricke, einn ritstjóra Rolling Stone sem heimsótti Iceland Airwaves í annað sinn nú um helgina, er hæstánægður með hátíðina og þá listamenn sem þar koma fram í grein sinni "Rolling Stone Goes native at Airwaves Music Fest".

Martröð rómantíska bítilsins

Bresku blöðin kalla þetta skilnað aldarinnar og aðrar fréttir hafa gjörsamlega fallið í skuggann af máli Paul McCartney og Heather Mills. Fréttablaðið skellti sér baksviðs á sápuóperuna sem virðist vera í uppsiglingu.

Ljóðabókaflóð Bjarts

Hjá Bjarti hafa nýlega komið út þrjár glæsilegar ljóðabækur, sannkallað ljóðabókaflóð í lok október. Af því tilefni verður haldin ljóðahátíð á Næsta bar, Ingólfsstræti 1a, í kvöld 25. október, klukkan 20.00, þar sem lesið verður upp úr þessum nýju dúndurbókum.

Þorvaldur ekki með í Eurovision

Ríkissjónvarpið auglýsir nú eftir lögum í undankeppni Eurovision. Þekktir lagahöfundar og tónlistarmenn vega og meta hvort þeir eigi að vera með.

Heimsyfirráð eða dauði

Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin Sykurmolarnir gaf út smáskífu með laginu AMMÆLI ætlar hljómsveitin að koma saman aftur og spila á einum tónleikum í Laugardalshöll föstudaginn 17. nóvember. Miðasala á tónleikana hefst á morgun - miðvikudaginn 25. október.

Verðmætum stolið frá Rauða krossinum

Brotist var inn í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði aðfaranótt mánudags og þaðan stolið verðmætum. Innbrotsþjófsins er leitað en lögreglan á Selfossi hefur engan grunaðan um innbrotið. Áfall, segir svæðisstjóri Rauða krossins.

Stílisti U2 gefst ekki upp

Eins og áður hefur komið fram heyja nú U2-menn og fyrrverandi stílisti þeirra, Lola Cashman, stríð fyrir dómstólum um yfirráð yfir flíkum sem U2-menn segja Lolu hafa stolið af þeim.

Sjá næstu 50 fréttir