Fleiri fréttir

Gæludýr í tölvuleik

Tölvuleikurinn Sims 2 Pets er kominn út fyrir PC og Playstation 2. Leikurinn er ótrúlega raunverulegur og fræðandi. Hér geta börn og unglingar lært heilmikið um hvernig umgangast á gæludýr, segir Odd Harald Eidsmo hjá dýraverndunarsamtökum Noregs um leikinn

Pílagrímsferð Nexusnörda til Alans Moore

Hann var mjög almennilegur og tók okkur íslensku nördunum mjög vel, segir Pétur Yngvi Yamagata í myndasögubúðinni Nexus um hinn goðsagnakennda myndasöguhöfund Alan Moore sem hann hitti á Englandi nýlega.

Kílóin fokin af Árna Johnsen

Tökum á raunveruleikaþáttaröðinni Frægir í formi er lokið, en hún mun fara í loftið á Skjá Einum um leið og sýningum á Celebrity Overhaul, sem byggir á sömu hugmynd, lýkur. Árni Johnsen var einn frægra þátttakenda í yfirhalningunni. „Allir skiluðu fínum árangri og nokkur kíló fuku af fólki,“ sagði hann, en má ekki gefa upp nákvæman fjölda fokinna kíló

Vill börn

Nú hefur óskarsverðlaunaleikkonan Nicole Kidman lýst því yfir að hana langi til að fara að eignast börn. Eftir aðeins nokkurra mánaða hjónaband hennar og kántrísöngvarans Keiths Urban hefur Kidman sett sig í samband við frjógvunarstöð í Los Angeles og er byrjuð að taka lyf til að auka líkur sínar á að eignast börn.

Ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson

Hvíslað er um það í bókabransanum að bókmenntatíðindi ársins verði útgáfa nýrrar ljóðabókar eftir Hannes Pétursson skáld. Forleggjarar Hannesar eru um þessar mundir Edda - miðlun og útgáfa, en þar á bæ eru menn orðvarir og vilja ekki mikið tjá sig um nýtt ljóðasafn Hannesar.

Loftskip frá Óskari

Óskar Árni Óskarsson rithöfundur, þýðandi og bókavörður sendir frá sér sína níundu ljóðabók, Loftskip, um þessar mundir. Höfundurinn hefur einkum fengist við ljóðagerð og ljóðaþýðingar og meðal annars sent frá sér þrjár bækur með japönskum hækuþýðingum. Hann ritstýrði og gaf út bókmenntatímaritið Ský sem kom út á árunum 1990-1994. Ljóð eftir Óskar Árna hafa birst í fjölmörgum tímaritum og sýnisbókum, íslenskum sem erlendum.

Labb um Listasafn

Tveir forkólfar nýja málverksins, Hallgrímur Helgason og Helgi Þorgils Friðjónsson, sem báðir eiga sér djúpar rætur í sígildum sniðum myndlistarinnar fylgja gestum Listasafns Íslands um sýninguna „Málverkið eftir 1980“ kl. 14 í dag. Á sýningunni er rakin þróun íslenska málverksins frá upphafi níunda áratugs tuttugustu aldar fram til dagsins í dag. Á sýningunni eru á annað hundrað verk eftir 56 listamenn. Sýningarstjóri er Laufey Helgadóttir, listfræðingur og aðstoðarsýningarstjóri dr. Halldór B. Runólfsson

Boðið upp á pitsu með sviðum

Æði sérstök hátíð verður haldin á Hótel Framtíð á Djúpavogi 28. október, svokölluð Sviðamessa. Messan hefur verið haldin frá árinu 1997 en þá koma saman bæjarbúar á öllum aldri auk aðkomufólks og gæðir sér á þessu séríslenska en ljúffenga mat.

Maðurinn er gestur

Lokahnykkurinn á kanadísku menningarhátíðinni í Kópavogi er heimsókn skáldsins Michaels Ondaatje og samræður hans við Gunnþórunni Guðmundsdóttur bókmenntafræðing kl. 13 í dag í Salnum. Á eftir spjalli þeirra verður kvikmynd eftir sögu hans, The English Patient, sýnd.

Afþakkaði næstum því

Leikarinn Daniel Craig var næstum því búin að afþakka hlutverk James Bond vegna þess að hann vildi ekki vera talinn vera ein ákveðin týpa af aðdáendum sínum. Craig tekur í fyrsta sinn við hlutverki njósnara hennar hátignar í nýju Bond myndinni Casino Royale sem frumsýnd verður í Nóvember.

Ánægður með fatastíl Íslendinga

„Ég er eins og veiðimaður í leit að ferskum fatastíl," segir hinn 29 ára gamli Yvan Rodic sem hefur skotist hratt upp metorðastigann en vefsíða hans www.facehunter.blogspot.is er ein vinsælasta tískusíða í heiminum. Hann er nú staddur hér á landi í tengslum við Airwaves-tónlistarhátíðina til að taka út íslensku tískusenuna og menninguna hérlendis fyrir nokkur af stærstu tímaritum heims.

Kynnti Brim sem næsta verk

Árni Ólafur Ásgeirsson kynnti nýjustu hugmynd sína fyrir evrópskum framleiðendum á kvikmyndahátíðinni í Róm á sérstakri messu þar sem ungu kvikmyndagerðarfólki gafst kostur á að tjá sig um næstu verk og hugmyndir. Um er ræða hugsanlega kvikmyndagerð eftir leikritinu Brim sem Jón Atli Jónasson samdi en það gerist um borð í línuskipi sem veltist um í lífsins ólgusjó.

Heillandi og truflandi

Skáldin Jesse Ball og Þórdís Björnsdóttir fá góða dóma fyrir sagnasafn sitt Veru & Linus hjá útgáfumálgagninu Publishers Weekly sem gagnrýndi bókina í vikunni. Bókin heitir eftir aðalpersónunum, hinu slóttuga en hrífandi pari, sem býr í næsta landamæralausum heimi þar sem allt getur gerst.

Er Mary ólétt aftur?

Dönsk slúðurblöð velta því nú mikið fyrir sér hvort Mary Donaldson sé ólétt á nýjan leik. Sögusagnirnar fengu byr undir báða vængi þegar fát kom á prinsessuna þegar blaðamenn gengu hreint til verks og spurðu hvort hún væri eigi kona einsömul. Uhm svaraði Mary þegar gengið var á hana á þriðjudaginn hún var þá á leiðinni heim frá opnun Copenhagen Studio, nýrrar tísku - og hönnunarverslun í höfuðborginni.

Annar Kristall

Aðrir kammertónleikar félaga í Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem kenndir eru við Kristal, fara fram í Listasafni Íslands síðdegis í dag. Á efnisskránni eru verk sem öll eru samin í hefð Vínarklassíkurinnar en þar má finna tónsmíðar eftir Johann Matthias Sperger, Mozart, og Franz Danzi.

Frumbyggjar og landnemar

Málþing um kanadíska frumbyggja- og landnemamenningu verður haldið í Salnum í Kópavogi í dag í tilefni af Kanadískri menningarhátíð sem þar stendur yfir. Þar verður fjallað um menningu frumbyggja og landnema í Kanada og samskipti þeirra í fjölda áhugaverðra erinda.

Fræðsla í máli og myndum

Nú standa yfir serbneskir dagar í Borgarbókasafninu og af því tilefni eru skipulagðir fyrirlestrar og kvikmyndasýningar í safninu. Meðal viðfangsefna fyrirlestranna er serbnesk miðaldalist og arkitektúr auk þess sem forstöðukona Nikola Tesla-safnsins í Belgrad fjallar um þann heimsþekkta vísindamann.

Játast í Armani

Katie Holmes hefur nú ákveðið að það verði kjóll frá hönnuðnum Armani sem hún mun klæðast við brúðkaupið. Búið er að ákveða að Tom Cruise og Holmes munu ganga í það heilaga á Ítalíu í næsta mánuði. Ekki nóg með að Armani hafi hannað brúðarkjólinn sjálfan heldur hefur hann hannað fimm mismunandi dress sem hún getur verið í alla brúðkaupshelgina.

Lífvörðurinn látinn

Merrick McDonald, fyrrverandi lífvörður Beckham hjónanna lést á dögunum í bílasprengju í Írak. McDonald var yfirlífvörður hjónanna í tvö ár og í miklu uppáhaldi hjá Victoriu, en hún treysti á hann fullkomlega.

Leikhúsmenn í útrás

Þorleifur Örn Arnarsson kom heim í gær frá Finnlandi en hann vakti nokkra athygli þar fyrir sviðsetningu sína, leikmynd og leikgerð á Clockworks fyrir virtan sjálfstæðan leikhóp þar í landi, Virus, á dögunum. Fékk sú sýning góða dóma.

Party Zone fram á nótt

Heljarinnar Party Zone-kvöld verður haldið á skemmtistaðnum Pravda á laugardagskvöld í tilefni af Iceland Airwaves.

Átök í Ásatrúarfélaginu

Í fyrra seldi Óttar Ottósson, nú lögréttumaður, vini sínum húsnæði Ásatrúarfélagsins úti á Granda á einhverjar 90 milljónir. Eignin er nú metin á 400 milljónir króna, segir Torfi Geirmundsson, hárskerinn góðkunni við Hlemm.

Löggan þjarmar að Jóhannesi

Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Kompáss, hefur verið yfirheyrður hjá fíkniefnadeild Lögreglunnar með réttarstöðu sakbornings vegna eiturlyfjaviðskiptaviðskipta sem hann stóð fyrir og sýndi í fréttaskýringaþættinum í síðustu viku. Varsla fíkniefna er ölögleg og þó ég hafi ekki keypt efnin sjálfur má segja að ég sé höfuðpaurinn í málinu, segir Jóhannes sem fékk unga tálbeitu til þess að kaupa eiturlyf sem hann skilaði síðan til lögreglu.

McCartney brjálaður út í Mills

Paul McCartney er brjálaður út í fyrrverandi eiginkonu sína, Heather Mills, vegna ásakana um að hann hafi beitt hana ofbeldi meðan á hjónabandi þeirra stóð. Dómskjölum var lekið í fjölmiðla en þar kom fram að Mills ætlar að bera vitni um að McCartney hafi lamið hana, neytt áfengis og ólöglegra lyfja.

Prinsessan hans Andys Warhol

Edie Sedgwick var mikill áhrifavaldur á sjöunda áratugnum þrátt fyrir sorglega stutta ævi. Hún var oftast kölluð skemmtun listamannsins fræga Andy Warhol eða „Andy Warhol"s muse“. Hún lék í fjöldan öllum af stuttmyndum fyrir kappann og gengdi lykilhlutverki í fylgdarliði listamannsins sem var valdamikill í partýsenu New York borgar á þessum árum.

Góðir gestir

Fjölskylduhátíð verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind í tilefni af Kanadískri menningarhátíð í Kópavogi sem hófst 14. október og lýkur á morgun.

Fundin verk eftir Túbals

Á sunnudag verður opnuð sýning á verkum Ólafs Túbals (1897-1964) í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Davíð Oddson seðlabankastjóri opnar sýninguna kl. 14 og síðan segir Sigríður Hjartar húsfreyja í Múlakoti frá Ólafi og leiðir fólk um sýninguna.

Mozart mættur á svið

Ýmsum hnykkti við þegar tilkynnt var síðastliðið vor að Leikfélag Reykjavíkur hygðist setja Amadeus eftir Peter Shaffer á svið. Þekktu ekki allir kvikmynd Miosar Forman, bæði í stuttri og langri gerð? Róbert Arnfinnsson og Sigurður Sigurjónsson höfðu leikið þá fjandvinina Salieri og Mozart snemma á níunda áratugnum og var verkið svo merkilegt að það ætti erindi á svið?

Vendipunktar Valgerðar

Valgerður Hauksdóttir grafíklistamaður sýnir verk sín í sölum Hafnarborgar þessa dagana. Sýningin „Vendipunktar“ ber nafn sitt með rentu en á sýningunni hefur listamaðurinn valið verk sem hafa haft áhrif á þróun hennar.

Flýr hverfið sitt

Svíinn Jens Lekman treður upp í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en honum var bætt við dagskrá Airwaves á síðustu stundu.

Saman á ný

Leikararnir og fyrrverandi kærustuparið Brad Pitt og Gwyneth Paltrow munu sameinast á ný á hvíta tjaldinu. Þau eru bæði búin að samþykkja að leika í mynd byggðri á ævi Richards Nixon Bandaríkjaforseta sem ber nafnið Dirty Tricks og fjallar meðal annars um Watergate-hneykslið.

Postulleg kveðja

Góður rómur hefur verið gerður að sýningunni Pakkhús postulanna í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur, en henni lýkur á morgun. Sýningin markaði upphaf nýrrar sýningarstefnu hússins sem samtímalistasafns en að henni lokinni verður hugað að uppsetningu sýningarinnar „Uncertain States of America – American Art in the 3rd Millennium“ þar sem rjómi bandarískra samtímalistamanna sýnir verk sín.

Silfurkirkjugarður

Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leikmyndahöfundur hefur átt langt og gott samstarf með Stefáni Baldurssyni leikstjóra. Hún hefur unnið á mörgum sviðum landsins en er að gera sína fyrstu leikmynd fyrir stærsta leiksvið á landinu. Raunar er þetta í annað sinn sem hún vinnur fyrir Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Aðspurð hvernig hafi verið svarar hún: „Ágætt bara.“

Öfund og undirferli

Stefán Baldursson leikstjóri hefur ekki starfað í Borgarleikhúsinu síðan hann setti opnunarsýninguna á svið 1989. Hann hafði þá starfað í hartnær tvo áratugi fyrir Leikfélag Reykjavíkur og var leikhússtjóri þar árin meðan Borgarleikhúsið var í byggingu.

Píramídi ástar og kærleika

Snorri Ásmundsson varð nýverið fyrir andlegri vakningu eins og athugult andans fólk hefur tekið eftir. Snorri hefur smíðað fallegan píramída úr plexigleri sem hann kallar “Pyramid of Love”. Snorri hyggst dvelja inni í píramídanum í Lótusstellingunni og biðja um ást og kærleika öllum til handa.

Ég borga fyrir áheyrn

Hljómsveitin Ég mun halda tónleika í kvöld á Barnum kl. 23:00 og ætla Ég að greiða fólki fyrir að koma og hlusta á skemmtileg lög. Hljómsveitin vakti mikla athygli þegar hún fékk þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistaverðlaunanna í fyrra, meðal annars fyrir Plötu ársins sem kom út á síðasta ári.

Vill forræði

Söngdívan Whitney Houston, sem sótti um skilnað við eiginmann sinn Bobby Brown fyrir mánuði, hefur lagt fram skilnaðarskjöl sín hjá dómstólum í Orange-sýslu.

Spamalot í London

Meðlimir gamanleikhópsins Monty Python voru viðstaddir frumsýningu söngleiksins Spamalot í London. Er hann byggður á kvikmynd Python, Holy Grail, frá árinu 1975.

Laminn á Laugaveginum

Hinn geðþekki fréttamaður hjá NFS og Stöð 2, Kristinn Hrafnsson, lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu um helgina. Maður réðst að honum þar sem hann var í mestu makindum sínum að spóka sig á Laugaveginum að næturlagi og sló til hans með þeim afleiðingum að Kristinn slasaðist í andliti.

Samið um samstarf í kringum Airwaves til fjögurra ára

Icelandair, Reykjavíkurborg og viðburðafyrirtækið Herra Örlygur undirrituðu í dag fjögurra ára samstarfssamning um tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1999 og stendur einmitt yfir þessa dagana.

Hjörtur á metið

Hljómsveitirnar Gavin Portland og Botnleðja eru ekki þær einu sem hafa tekið upp plötur á mettíma, því tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson tók upp fyrstu plötu sína á aðeins tólf klukkutímum árið 2001. Nýverið greindum við frá líklegu Íslandsmeti Gavins Portland, sem kláraði nýjustu plötu sína III. Views of Distant Towns á fjórtán tímum.

Good Morning America beint frá Jökulsárlóni

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dveljast útsendarar frá hinum feikivinsæla morgunþætti ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, Good Morning America, hér á landi þessa dagana í því skyni að undirbúa beina útsendingu frá Jökulsárlóni sem fara mun fram í nóvember.

Á vit nýrra ævintýra

Robbie Williams hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Breta undanfarin ár og ef mið er tekið af plötusölu síðustu ára sennilega vinsælasti erlendi popparinn á Íslandi í dag. Hans sjöunda hljóðversplata, Rudebox, kemur út á mánudaginn. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn. Það verður seint sagt um Robbie Williams að hann sitji auðum höndum.

Borðaði indverskan mat og drakk viskí á Dillon

Hollywood-stjarnan Harrison Ford er mætt til landsins og gerði leikarinn allt brjálað á Nasa á fyrsta kvöldi Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kvisaðist fljótlega út meðal gesta á staðnum að Ford væri á staðnum og voru kvenkynsaðdáendur leikarans ekki lengi að þefa hann uppi þar sem stórstjarnan stóð í mestu makindum.

Sjá næstu 50 fréttir