Enginn húmor fyrir Hirti 31. október 2006 15:00 Dr. Sigrún Stefánsdóttir. „Ég leit á þetta sem mislukkaða tilraun. Mér fannt þetta vera mjög mislukkað allt. Já, og þessi ummæli fannst mér óvarleg og algerlega óviðeigandi," segir Dr. Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri Rásar 2. Sigrún rak Hjört Howser útvarpsmann með meiru af Rás 2 eftir aðeins einn þátt. Hjörtur hafði verið fenginn til þess, ásamt hinum reynda Magnúsi Einarssyni, að stýra þættinum Helgarútgáfunni sem er á dagskrá Rásar 2 á sunnudögum eftir hádegi frá klukkan eitt til fjögur. Brottreksturinn er einkum rekinn til ummæla sem þeir Hjörtur og Magnús létu falla um Gus Gus fjöllistaflokkinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins móðguðust listamennirnir Einar Örn Benediktsson og Ragnar Kjartansson mjög fyrir hönd Gus Gus manna og mótmæltu eindregið. Eftir því sem næst verður komist er verulegur urgur innan Rásar tvö vegna brottvikningarinnar því ummælin teljast tæplega af alvarlegra taginu. Þrátt fyrir að maður gengi undir manns hönd, Jakob Frímann Magnússon, sem formaður FTT talaði máli Hjartar við Pál Magnússon útvarpsstjóra og svo virtist sem tekist hefði að ná lendingu í málinu kom allt fyrir ekki. Sigrún tók upp þykkjuna fyrir hönd Gus Gus flokksins og vék Hirti umsvifalaust frá störfum. Auk þess sem hún ræddi málið á alvarlegum nótum við Magnús. Sigrún segist reyndar ekki vita til þess að neinn urgur sé í útvarpshúsinu við Efstaleiti en hún stýrir Rás tvö frá Akureyri. „Það urðu talverð viðbrögð við þessum ummælum," segir Sigrún aðspurð en brottreksturinn hafi þó alfarið verið hennar ákvörðun. „Fólk var mjög óánægt með þessi umræddu ummæli. Og ég vil geta treyst fólki með hvað lætur út úr sér á Rás 2." Hún segir Hjört ekki hafa verið á samning en það sé Magnús hins vegar. „Hann veit mína skoðun á þessu. Ég ræddi við hann." Sigrún segist nú vinna að endurskipulagningu þáttarins en Magnús er þegar mjög atkvæðamikill á Rás 2. „Ég er að leita að „partner" fyrir Magnús. Og innspýtingu. Ég var á fundi með Tvíhöfða sem hugsanlega koma þarna inn með honum. En allt er þetta í deiglunni." Hörtur Howser segir einkennilegt að tala um tilraun þegar í hlut eiga dagskrárgerðarmenn með margar áratugareynslu í útvarpi að baki. Jafnvel saman. „Menn sem hafa stýrt þáttum af ýmsu tagi undantekningalaust við góðan orðstýr." Hjörtur segir að vissulega hafi mönnum orðið á smávægileg mistök. „En að hætti sannra heiðursmanna voru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á því, bæði skriflega og með símtali. Aðrir sem að málinu komu töldu að með því væri málinu lokið. Það kom okkur því í opna skjöldu þessi ýktu og óskiljanlegu viðbrögð Doktor Sigrúnar. Ýmislegt hefur verið látið flakka í útvarpi í gegnum tíðina án þess að menn hafi farið af límingunum þess vegna," segir Hjörtur sem bæði undrast þessi snöggu málalok og er leiður. Hann skilur ekki við hvað núverandi dagskrárgerðarmenn Rásar 2 eiga að miða ef þetta klaufalega spjall þeirra Magnúsar telst brottrekstrarsök sem hann vill meina að hafi ekki verið rætið. Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Ég leit á þetta sem mislukkaða tilraun. Mér fannt þetta vera mjög mislukkað allt. Já, og þessi ummæli fannst mér óvarleg og algerlega óviðeigandi," segir Dr. Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri Rásar 2. Sigrún rak Hjört Howser útvarpsmann með meiru af Rás 2 eftir aðeins einn þátt. Hjörtur hafði verið fenginn til þess, ásamt hinum reynda Magnúsi Einarssyni, að stýra þættinum Helgarútgáfunni sem er á dagskrá Rásar 2 á sunnudögum eftir hádegi frá klukkan eitt til fjögur. Brottreksturinn er einkum rekinn til ummæla sem þeir Hjörtur og Magnús létu falla um Gus Gus fjöllistaflokkinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins móðguðust listamennirnir Einar Örn Benediktsson og Ragnar Kjartansson mjög fyrir hönd Gus Gus manna og mótmæltu eindregið. Eftir því sem næst verður komist er verulegur urgur innan Rásar tvö vegna brottvikningarinnar því ummælin teljast tæplega af alvarlegra taginu. Þrátt fyrir að maður gengi undir manns hönd, Jakob Frímann Magnússon, sem formaður FTT talaði máli Hjartar við Pál Magnússon útvarpsstjóra og svo virtist sem tekist hefði að ná lendingu í málinu kom allt fyrir ekki. Sigrún tók upp þykkjuna fyrir hönd Gus Gus flokksins og vék Hirti umsvifalaust frá störfum. Auk þess sem hún ræddi málið á alvarlegum nótum við Magnús. Sigrún segist reyndar ekki vita til þess að neinn urgur sé í útvarpshúsinu við Efstaleiti en hún stýrir Rás tvö frá Akureyri. „Það urðu talverð viðbrögð við þessum ummælum," segir Sigrún aðspurð en brottreksturinn hafi þó alfarið verið hennar ákvörðun. „Fólk var mjög óánægt með þessi umræddu ummæli. Og ég vil geta treyst fólki með hvað lætur út úr sér á Rás 2." Hún segir Hjört ekki hafa verið á samning en það sé Magnús hins vegar. „Hann veit mína skoðun á þessu. Ég ræddi við hann." Sigrún segist nú vinna að endurskipulagningu þáttarins en Magnús er þegar mjög atkvæðamikill á Rás 2. „Ég er að leita að „partner" fyrir Magnús. Og innspýtingu. Ég var á fundi með Tvíhöfða sem hugsanlega koma þarna inn með honum. En allt er þetta í deiglunni." Hörtur Howser segir einkennilegt að tala um tilraun þegar í hlut eiga dagskrárgerðarmenn með margar áratugareynslu í útvarpi að baki. Jafnvel saman. „Menn sem hafa stýrt þáttum af ýmsu tagi undantekningalaust við góðan orðstýr." Hjörtur segir að vissulega hafi mönnum orðið á smávægileg mistök. „En að hætti sannra heiðursmanna voru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á því, bæði skriflega og með símtali. Aðrir sem að málinu komu töldu að með því væri málinu lokið. Það kom okkur því í opna skjöldu þessi ýktu og óskiljanlegu viðbrögð Doktor Sigrúnar. Ýmislegt hefur verið látið flakka í útvarpi í gegnum tíðina án þess að menn hafi farið af límingunum þess vegna," segir Hjörtur sem bæði undrast þessi snöggu málalok og er leiður. Hann skilur ekki við hvað núverandi dagskrárgerðarmenn Rásar 2 eiga að miða ef þetta klaufalega spjall þeirra Magnúsar telst brottrekstrarsök sem hann vill meina að hafi ekki verið rætið.
Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira