Pílagrímsferð Nexusnörda til Alans Moore 23. október 2006 09:46 Pétur Yngvi og Alan Moore Nexus-liðar náðu langþráðum fundi hins sérvitra myndasöguhöfundar Alans Moore og færðu goðinu sýnishorn af íslenskum bókmenntum fyrr og síðar. Hann var mjög almennilegur og tók okkur íslensku nördunum mjög vel, segir Pétur Yngvi Yamagata í myndasögubúðinni Nexus um hinn goðsagnakennda myndasöguhöfund Alan Moore sem hann hitti á Englandi nýlega. Starfsfólk búðarinnar lagði land undir fót og fór í pílagrímsferð til þess að hitta Moore sem er óumdeildur risi á sínu sviði. Þetta var sannkölluð pílagrímsferð og allt starfsliðið fór þannig að við þurftum að þjálfa upp afleysingafólk til þess að standa vaktina á meðan. Moore er höfundur sígildra myndasagna eins og The Watchmen, V for Vendetta, From Hell og The League of Extraordinary Gentlemen og þykir með þeim allra beittustu í bransanum og Pétur og félagar hafa því eðlilega lengi alið þann draum í brjósti að ná fundi hans. Hópurinn hitti meistarann á málþingi þar sem hann ræddi um nýjustu bók sína, hina klámfengnu Lost Girls, og svaraði spurningum áheyrenda. Þetta var í raun bara Alan Moore að tala um kynlíf í klukkutíma og var mjög gaman, segir Pétur sem er að vonum hæstánægður með að hafa hitt höfundinn þar sem hann er þekktur einfari og gefur sjaldan færi á sér. Ég reyndi á sínum tíma að bjóða honum að koma til Íslands en hann afþakkaði það kurteisslega og sagðist ekki fara úr landi og helst ekki út úr húsi. Pétur segir nýjustu bók Moores hafa fengið mjög blendnar móttökur enda sé bókin í grófari kantinum. Hún kemur ekki út í Bretlandi fyrr en eftir ár vegna höfundarréttarmála en í sögunni er Pétur Pan mjög virkur í kynlífinu og bókin fæst því ekki útgefinn í landinu fyrr en einkaréttur Great Ormond-barnaspítalans á sögunni um Pétur Pan eftir J.M. Barrie, rennur út á næsta ári. Moore áritaði verk sín eftir fyrirlesturinn en Íslendingarnir höfðu ekkert handa honum að skrifa á. Við vorum þó með gjafir handa honum og færðum honum Eddukvæði, Íslendingasögurnar og Avoid Us eftir Hugleik sem við sögðum honum að væru Wathcmen okkar Íslendinga. Hann hafði að vísu lesið hana þar sem dóttir hans er á kafi í myndasögum og hafði bent honum á hana og hann lét það fljóta með að Hugleikur væri mjög geðveikur og mjög, mjög fyndinn. Menning Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Hann var mjög almennilegur og tók okkur íslensku nördunum mjög vel, segir Pétur Yngvi Yamagata í myndasögubúðinni Nexus um hinn goðsagnakennda myndasöguhöfund Alan Moore sem hann hitti á Englandi nýlega. Starfsfólk búðarinnar lagði land undir fót og fór í pílagrímsferð til þess að hitta Moore sem er óumdeildur risi á sínu sviði. Þetta var sannkölluð pílagrímsferð og allt starfsliðið fór þannig að við þurftum að þjálfa upp afleysingafólk til þess að standa vaktina á meðan. Moore er höfundur sígildra myndasagna eins og The Watchmen, V for Vendetta, From Hell og The League of Extraordinary Gentlemen og þykir með þeim allra beittustu í bransanum og Pétur og félagar hafa því eðlilega lengi alið þann draum í brjósti að ná fundi hans. Hópurinn hitti meistarann á málþingi þar sem hann ræddi um nýjustu bók sína, hina klámfengnu Lost Girls, og svaraði spurningum áheyrenda. Þetta var í raun bara Alan Moore að tala um kynlíf í klukkutíma og var mjög gaman, segir Pétur sem er að vonum hæstánægður með að hafa hitt höfundinn þar sem hann er þekktur einfari og gefur sjaldan færi á sér. Ég reyndi á sínum tíma að bjóða honum að koma til Íslands en hann afþakkaði það kurteisslega og sagðist ekki fara úr landi og helst ekki út úr húsi. Pétur segir nýjustu bók Moores hafa fengið mjög blendnar móttökur enda sé bókin í grófari kantinum. Hún kemur ekki út í Bretlandi fyrr en eftir ár vegna höfundarréttarmála en í sögunni er Pétur Pan mjög virkur í kynlífinu og bókin fæst því ekki útgefinn í landinu fyrr en einkaréttur Great Ormond-barnaspítalans á sögunni um Pétur Pan eftir J.M. Barrie, rennur út á næsta ári. Moore áritaði verk sín eftir fyrirlesturinn en Íslendingarnir höfðu ekkert handa honum að skrifa á. Við vorum þó með gjafir handa honum og færðum honum Eddukvæði, Íslendingasögurnar og Avoid Us eftir Hugleik sem við sögðum honum að væru Wathcmen okkar Íslendinga. Hann hafði að vísu lesið hana þar sem dóttir hans er á kafi í myndasögum og hafði bent honum á hana og hann lét það fljóta með að Hugleikur væri mjög geðveikur og mjög, mjög fyndinn.
Menning Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira