Fleiri fréttir

Brynja til liðs við Björgólf eldri

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Brynja Gunnarsdóttir, markaðs og þjónustustjóri hjá útgáfufélaginu Eddu, verið ráðin til starfa hjá Landsbankanum en þau hafa verið hæg heimatökin hjá Björgólfi Guðmundssyni, stjórnarformanni bankaráðs bankans, að fá Brynju yfir því hann er sem kunnugt er einn aðaleigandi útgáfunnar. Ekki er enn ljóst hvert hlutverk hennar hjá bankanum verður en Brynja og Samson - hópurinn höfðu skrifstofur hlið við hlið um tíma.

Fimmtudagsforleikur

Hitt húsið tekur virkan þátt í tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og rokkar stíft með Fimmtudagsforleik í dag. Ung og upprennandi bönd eiga athvarf sitt í Pósthús­strætinu og þar ríða á vaðið sveitirnar Furstaskyttan, The Ministry of Foreign Affairs og Sudden Weather Change. Tónleikarnir hefjast kl. 20, það er algjörlega ókeypis inn en 16 ára aldurstakmark. Aðrir tónleikar verða haldnir á laugardagskvöldið en þá mæta Jamie"s Star, Nögl, ÚT*Exit og sveitin Sudden Weather Change á sviðið. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.hitthusid.is.

Kaurismaki bannar mynd sína í Óskar

Ari Kaurismaki, finnski leikstjórinn góðkunni, hefur lagt blátt bann við að kvikmynd hans Ljós í svartamyrkri fari í forval til Óskarsverðlauna fyrir Finnlands hönd. Það þýðir að engin kvikmynd verður lögð fram af hálfu Finna til Óskarsverðlauna eftir ára­mótin.

Fimmbræðrasaga og meistari Voltaire

Nútíma Íslendingum er oft talin trú um að hér á landi hafi fyrr á öldum ríkt fátækleg bókmennt. Jón Oddsson Hjaltalín (1749–1835) var lengst af prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var afkastamikill rithöfundur, sálmaskáld og þýðandi, en aðeins sálmar hans birtust á prenti meðan hann lifði.

Gísli Súrsson sunnan heiða

Kómedíuleikhúsið sýnir einleikinn um Gísli Súrsson sunnan heiða nú um helgina. Höfundur verksins og leikstjóri er Elfar Logi Hannesson sem nú ferðast í þriðja leikárið í röð með þennan fræga kappa í farteskinu.

Lay Low lætur að sér kveða

Fyrsta plata söngkonunnar Lay Low, Please Don"t Hate Me, kemur út í dag. Lay Low, sem heitir réttu nafni Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, spilar jafnframt á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld.

Leiktjöldin úr hljóðum

Leikverkið Suzannah er óvenjulegt fyrir margra hluta sakir en það mætti með sanni kallast tónleikrit. Sænska leikhúsið Cinnober sýnir verkið í Þjóðleikhúsinu í kvöld en tónskáldið Atli Ingólfsson á heiðurinn af músíkinni sem á köflum tekur völdin í verkinu.

Á báðum áttum

Fótboltafrúin Victoria Beckham er að íhuga það að afþakka boð bandarískrar sjónvarpsstöðvar um að stjórna sínum eigin raunveruleikaþætti sem tengdur verður tísku. Victoria er á báðum áttum hvort hún eigi að halda til Bandaríkjanna eða vera í Madrid hjá fjölskyldu sinni. Breska dagblaðið Daily Express greinir frá þessu og segir ákvörðunina valda Victoriu miklu hugarangri, fjölskyldan eða framinn?

Leynilögreglan snýr aftur

Á laugardagskvöldið var hátíð í Royal Albert Hall: endurvakin var fræg hátíð til styrktar Amnesty International. „The Secret Policemans Ball“-hátíðin var haldin aftur eftir sautján ára hlé en fyrst var hún haldin fyrir þremur áratugum.

Læti á Laugaveginum

Þær stöllur Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir ætla að loka Laugaveginum um sexleytið á morgun. Löggan er með í ráðum um að í ljósaskiptunum verða þær með gjörning. Tilefnið er hátíðahald myndlistarmanna í Reykjavík um þessar mundir.

McCartney sagður ofbeldishneigður

Í skjölum sem breska götublaðið The Mirror komst yfir er greint frá því að Heather Mills haldi því fram að McCartney hafi verið drykkfelldur og ofbeldishneigður síðustu ár hjónabandsins. Samkvæmt frétt The Mirror á bítillinn fyrrverandi að hafa lamið Mills á meðan hún var ólétt, tekið hana hálstaki, hent í hana vínglasi og ýtt henni ofan í tómt baðkar.

Líf og fjör í London

Kvikmyndahátíðin í London hófst í gær en þetta er í fimmtugasta sinn sem hátíðin er haldin í borginni. Gala-opnunarmynd hátíðarinnar er The Last King of Scotland þar sem Forest Whitaker þykir fara á kostum í hlutverki Idi Amins, fyrrverandi einræðisherra í Úganda.

Með ástríðu fyrir Ástríði

Leikkonan Edda Björgvinsdóttir mun taka sér örstutt skólaleyfi til þess að sýna nokkrar sýningar á verkinu Alveg brilljant skilnaði í Borgarleikhúsinu enda kveðst hún komin með ástríðu fyrir Ástríði.

Mexíkó á Laugaveginum

Mexíkóskur matur er í uppáhaldi hjá mörgum Íslendingum. Í versluninni Plaza Mexico, sem er til húsa að Laugavegi 70, kennir ýmissa grasa. Auk skartgripa og gjafavöru má þar finna ýmsa hápunkta úr mexíkóskri matargerð.

MTV og Airwaves-hljómsveit í draugagöngu

Tökulið frá MTV og meðlimir rokksveitarinnar We are Scientists reimuðu á sig gönguskóna í gærdag og héldu í tveggja tíma draugagöngu um Reykjavík með Jónasi Freydal, sem staðið hefur fyrir slíkum göngum í sumar.

Berst fyrir hatti sínum

Bono stendur þessa dagana í stappi við fyrrverandi stílista U2, sem vill ekki afhenda meðlimum U2 klæðnað sem þeir segja hann hafa hnuplað þegar hann vann fyrir þá.

Ótrúleg lífsreynslusaga

Rúandski rithöfundurinn Immaculée Ilibagiza er væntanlegur hingað til lands í tilefni af útkomu bókarinnar Ein til frásagnar. Í bók þeirri er rakin saga hennar og ótrúleg lífsreynsla af þjóðarmorðunum í heimalandi hennar árið 1994.

Snipes í vandræðum

Leikarinn Wesley Snipes hefur verið ákærður fyrir skattsvik. Alls eru ákærurnar átta talsins. Er Snipes meðal annars sakaður um að hafa komið sér undan því að borga rúmar 800 milljónir króna í skatt á árunum 1996 til 1997. Gefin hefur verið út handtökuskipun á hendur leikaranum. Snipes, sem er 44 ára, er þekktastur fyrir hlutverk sín í Blade-myndunum, Demolition Man og White Man Can"t Jump.

Stelpan úr GusGus orðin fullorðin

Það eru komin 12 ár síðan Hafdís Huld Þrastardóttir byrjaði að hoppa um á sviði í magabol með hljómsveitinni GusGus. Ýmislegt hefur breyst en stærstu tíðindin eru að fyrsta sólóplata Hafdísar er komin út. Platan er persónuleg og Hafdís segist heyra sig fullorðnast í gegnum plötuna.

Versló-waves vinsæl

Tónlistarvikunni Verslówaves lýkur í Verslunarskólanum í dag með tónleikum Kalla sem áður var í Tenderfoot og Mugison. Alla vikuna hafa listamenn sem koma fram á Airwaves-hátíðinni spilað í Verslunarskólanum í frímínútum við góðar undirtektir. Þegar hafa Æla, Original Melody, Forgotten Lores og Pétur Ben komið fram.

Versti dúett allra tíma

„Fjórar mínútur og fimmtán sekúndur í helvíti.“ Svona lýsir vefútgáfa Ekstrabladets dúett Peter Andre og unnustu hans, Jordan, en útgáfa þeirra af Disney-smellinum A Whole New World hefur farið eins og eldur í sinu um netið eftir að ástralska blaðið The Daily Telegraph leyfði lesendum sínum að hlusta á „herlegheitin“. Greinarhöfundur fer engum silkihönskum um flutninginn og segir varla hægt að lýsa frammistöðu hjónakornanna með öðru en að vísa til misþyrmingar dýra eða annars þaðan af verra.

Sony sker hagnað niður um helming

Japanski raftækjaframleiðandinn Sony hefur lækkað afkomuspá sína á yfirstandandi rekstrarári um rúman helming og lagt til hliðar 51 milljarð jena, jafnvirði 29,5 milljarða íslenskra króna, vegna gríðarmikilla innikallana á rafhlöðum undir merkjum fyrirtækisins á heimsvísu.

Vill annað barn

Kanadíski söngfuglinn Celine Dion er farin að huga að því að eignast sitt annað barn. Dion er nú að ljúka tónleikaröð sinni á Caesar Palace hótelinu í Las Vegas en hún hefur verið gríðarlega vinsæl vestanhafs. Hún á eitt ár eftir á samningi síðan þar og svo hyggst hún láta reyna á að eignast annað barn. Dion er gift upptökustjóranum Réne Angélil og eiga þau saman eina dóttur. Dion segist þó munu sjá eftir tónleikum sínum. „Það verður erfitt að kveðja fólkið og aðdáendurna en það er aldrei að vita hvenær ég kem aftur.“

Vill verða rokkstjarna

Hin eitursvala Amanda Blank spilar á laugardagskvöld á Airwaves. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Amöndu af því tilefni en hún þykir með mest spennandi kvenkyns röppurum í Bandaríkjunum nú um stundir. Það lá ekki beint við hjá Amöndu að fara út í hiphop en það var Naeem Juwan, aðalmaðurinn á bakvið hiphop-sveitina Spank Rock, sem sá að Amanda var miklum hæfileikum gædd. „Hann bað mig um að gera lag með sér og ég sagði einfaldlega ókei.“

Ætlar líka að ættleiða stelpu

Söngkonan Madonna hefur nú svarað fyrir gagnrýni fjölmiðla á ættleiðingu sinni en hún ættleiddi á dögunum ársgamlan dreng frá Malaví sem kom til Bretlands í vikunni. Einnig segist hún vilja ættleiða unga telpu sem var á sama munaðarleysingjahæli og drengurinn. „Þegar stúlkan horfði á mig með sorgmæddum augum fékk ég sting í hjartað og ég verð að fara og sækja hana líka," segir bjargvætturinn Madonna.

Hlýlegur haustfagnaður

Félagar í Óperukór Hafnarfjarðar kunna ráð við íslenskum kuldaköstum og hyggjast í kvöld flytja söngdagskrá í Hafnarborg sem bæði yljar og gleður. Um er að ræða stutta tónleikaröð sem hefur yfirskriftina „Haustfagnaður“ enda er það fagnaðarefni fyrir kórinn að koma saman á ný eftir sumarfrí.

Íslenskt á danskri menningarnótt

Íbúar Kaupmannahafnar eru ekkert síður hrifnir af fyrirbærinu menningarnótt en Reykvíkingar. Því var mikill fjöldi fólks samankominn í miðbæ borgarinnar á föstudagskvöld enda efnt til alls kyns listatburða út um allan bæ. Á vinnustofu listakonunnar Sossu Björnsdóttur var gestum boðið upp á að virða fyrir sér íslenska list og hönnun. En ásamt Sossu sýndu þær Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður og Halla Bogadóttir gullsmiður hönnun sína. Verslunarmennirnir í 12 Tónum og Indriði voru einnig í hátíðarskapi og buðu Dönum upp á hangikjöt og flatkökur í tilefni dagsins sem mæltist vel fyrir.

Fabolous skotinn

Bandaríski rapparinn Fabolous var skotinn í lærið í bílakjallara á Manhattan á þriðjudagsmorgunn.

Frankenstein allur

Flestir kannast við söguna um Frankenstein, óða vísindamanninn sem í þráhyggju sinni skapar skrímsli sem ekki getur átt samskipti við nokkra aðra lifandi veru. Þessi fræga hryllingssaga er nú loksins komin út í óstyttri útgáfu hér á landi. Bókin ber heitið Frankenstein eða hinn nýi Prómóþeus en forlagið JPV gefur út þýðingu Böðvars Guðmundssonar á verkinu.

Gjörningaveður í Reykjavík

Kanadíski myndlistarmaðurinn og arkitektinn Andrew Burgess mun láta hrikta í stoðum Alþingishússins í kvöld en gjörningur hans. „Another Þing“ fer fram kl. 21 í kvöld. Burgess mun varpa manngerðri eftirmynd af arkitektúr hússins á bygginguna sem þá breytir um ásýnd og verður án efa allt annað þing. Gjörningurinn varir í hálfa klukkustund en hann er liður í listahátíðinni Sequences í Reykjavík en fjölbreytt dagskrá hennar stendur til 28. október.

Í fótspor föðurins

Bindi Irwin, átta ára dóttir krókódílafangarans Steves Irwin, sem lést í síðasta mánuði, mun feta í fótspor föður síns í nýjum dýraþætti sem nefnist Bindi, The Jungle Girl.

Keppir til úrslita um montbíl ársins 2006

Ég keypti bílinn á eBay árið 2002 og flutti hann með flugi til landsins, segir Sigfús B. Sverrisson, stoltur eigandi glæsibifreiðarinnar Ford Mustang Fastback árgerð 1966. Billinn er kominn í fimm bíla úrslit í keppni bandarísku heimasíðunnar www.cardomain.com þar sem hann keppir um titilinn Show Off of the Year 2006 sem gæti útlagst Montbíll ársins 2006 eða eitthvað á þá leið.

Ferskir frá Köben

Hiphop-sveitin Forgotten Lores spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni á Nasa í kvöld. Tveir meðlimir sveitarinnar, Class B og Dj Intro, hafa verið búsettir í Kaupmannahöfn að undanförnu og því er ekki á hverjum degi sem hún spilar hér á landi.

Ómþýðir tónar í útgáfuteiti

Tónlistarmaðurinn Toggi hélt útgáfuteiti á Hverfisbarnum um síðustu helgi í tilefni af útkomu sinnar fyrstu plötu, Puppy. Platan hefur fengið góða dóma gagnrýnenda og hafa lögin Heart in Line og Turn Your Head Around hlotið mikla spilun í útvarpi. Lag Togga, Sexy Beast, hefur jafnframt verið notað í auglýsingu Coca Cola Light að undanförnu sem margir hafa veitt athygli. Toggi tók að sjálfsögðu lagið í útgáfuteitinu og kunnu gestirnir vel að meta frammistöðu kappans.

Lay Low sendir frá sér sína fyrstu plötu

Fyrsta plata tónlistarkonunnar Lay Low er komin til landsins og er að detta í verzlanir þessa dagana, en formlegur útgáfudagur er 19. október eða sama dag og Lay Low spilar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.

Rokkklúbbnum CBGB lokað

Rokkklúbburinn frægi í New York, CBGB, lokaði á sunnudagskvöldið eftir þrjátíu ára aðsetur í Bowery. Patti Smith kvaddi með stuttu setti og smellti mynd af lúnum innréttingum klúbbsins áður en hún taldi í.

Hátíðin byrjar í kvöld

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves byrjar með pompi og prakt í kvöld. Á Nasa er Kronik kvöld og meðal þeirra sem koma fram þar eru Bent, Fræ og Forgotten Lores.

Scarlett syngur lög Tom Waits

Scarlett Johansson hefur skrifað undir plötusamning við Atco, sem er á vegum Rhino Records. Hún dvelst þessa dagana í stúdíói þar sem hún syngur lög Tom Waits, en platan, sem ætti að líta dagsins ljós með vorinu, heitir einmitt Scarlett Sings Tom Waits. Scarlett er eins og allir vita ekki fyrsta Hollywood-daman sem daðrar við frama í söngheiminum.

Eldheitir aðdáendur Take That á Íslandi

Eins og kunnugt er var breska strákabandið Take That statt hér á landi í byrjun mánaðarins við upptökur á nýju myndbandi. Take That-menn eru nýkomnir í gang eftir langt hlé og hafa meðlimir hennar nú lýst reynslu sinni af Íslandi við breska dagblaðið Daily Star.

Munu umbylta bresku rokki

Aðalnúmerið á sérstöku Moshi Moshi kvöldi á Airwaves í ár er hljómsveitin Klaxons. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Jamie Reynolds, bassaleikar og söngvara sveitarinnar, um komu Klaxons hingað og rísandi veldi sveitarinnar.

Ingvi Hrafn verður sjónvarpsstjóri

Það eru svona 10 þúsund sem elska mig. Eru Hrafnaþingsfíklar. Svo eru 20 þúsund sem hata mig. Þú deilir í þetta með 2 og og þá færðu út svona sirka 15 þúsund manna hóp. Það er ágætt, segir Ingvi Hrafn Jónsson, meistari ljósvakans sem jafnframt telst nú nýjasti sjónsvarpsstjóri Íslands.

Leika ástkonur í nýrri bíómynd

Leikkonurnar ungu Keira Knightley og Lindsey Lohan munu leika lesbískar ástkonur í nýrri mynd sem byggist á ævi breska ljóðskáldsins Dylan Thomas. Leikkonurnar eiga það sameiginlegt að vera afar vinsælar um þessar mundir en Lohan hefur verið gagnrýnd mikið fyrir partílifnað upp á síðkastið og að mæta of seint á tökustaði.

Spaugelsi í Neskirkju

Lúðrasveit Reykjavíkur heldur sína árlegu hausttónleika í Neskirkju í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir