Ánægður með fatastíl Íslendinga 22. október 2006 12:00 „Ég er eins og veiðimaður í leit að ferskum fatastíl," segir hinn 29 ára gamli Yvan Rodic sem hefur skotist hratt upp metorðastigann en vefsíða hans www.facehunter.blogspot.is er ein vinsælasta tískusíða í heiminum. Hann er nú staddur hér á landi í tengslum við Airwaves-tónlistarhátíðina til að taka út íslensku tískusenuna og menninguna hérlendis fyrir nokkur af stærstu tímaritum heims. Yvan er í draumastarfi margra en hann er sendur á hina ýmsu tískuviðburði í heiminum, meðal annars allar tískuvikurnar, til að taka myndir af fólki. Hans sérgrein er að finna fólk með skemmtilegan fatastíl og mynda það, eins konar götutísku. „Jú, þetta er auðvitað skemmtileg atvinna en það er stundum erfitt að blanda svona saman skemmtun og vinnu. Eins og maður væri allan daginn að vinna í partíi," segir Yvan en það eru aðeins níu mánuðir síðan hann stofnaði vefsíðuna sína. Hann byrjaði fyrst á því að taka portrettmyndir af fólki með skrítinn svip en þróaðist út frá því í að skoða persónulegan fatastíl fólks enda er hann sammála orðatiltækinu góða að fötin skapi manninn. Tímarit á borð við franska Elle, DQ og danska blaðið Cover settu sig í samband við hann og núna sér hann mánaðarlega um opnur í þessum blöðum ásamt því að birta myndirnar sínar í fleiri blöðum í heiminum. Yvan hefur alltaf litla Canon digital myndavél í vasanum sem hann segist taka með sér hvert sem hann fer og oftast nær fær hann góðar viðtökur frá fólki enda ekki amaleg viðurkenning að fá að komast á tískusíðu hjá einhverju af ofangreindum tímaritum. „Flest fólkið sem ég tek myndir af eru orðnir vinir og kunningjar mínir í dag. Maður reynir alltaf að spjalla og kynnast fólkinu áður en maður tekur myndina." Þetta er ekki fyrsta sinn sem Yvan kemur til Íslands en hann kom hingað árið 2000 til að skoða náttúruna. „Ég var ekki með neitt sérstaklega háar væntingar um tískusenuna í þessu litla landi en mikið svakalega tókst ykkur að koma mér á óvart. Hér er fólk með sérstakan og flottan fatastíl á hverju götuhorni," segir Yvan og er greinilega ánægður með veru sína hér. Myndirnar af íslenskri götutísku munu birtast í desemberheftum danska tímaritsins Cover og í franska jaðarritinu WAD. Menning Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira
„Ég er eins og veiðimaður í leit að ferskum fatastíl," segir hinn 29 ára gamli Yvan Rodic sem hefur skotist hratt upp metorðastigann en vefsíða hans www.facehunter.blogspot.is er ein vinsælasta tískusíða í heiminum. Hann er nú staddur hér á landi í tengslum við Airwaves-tónlistarhátíðina til að taka út íslensku tískusenuna og menninguna hérlendis fyrir nokkur af stærstu tímaritum heims. Yvan er í draumastarfi margra en hann er sendur á hina ýmsu tískuviðburði í heiminum, meðal annars allar tískuvikurnar, til að taka myndir af fólki. Hans sérgrein er að finna fólk með skemmtilegan fatastíl og mynda það, eins konar götutísku. „Jú, þetta er auðvitað skemmtileg atvinna en það er stundum erfitt að blanda svona saman skemmtun og vinnu. Eins og maður væri allan daginn að vinna í partíi," segir Yvan en það eru aðeins níu mánuðir síðan hann stofnaði vefsíðuna sína. Hann byrjaði fyrst á því að taka portrettmyndir af fólki með skrítinn svip en þróaðist út frá því í að skoða persónulegan fatastíl fólks enda er hann sammála orðatiltækinu góða að fötin skapi manninn. Tímarit á borð við franska Elle, DQ og danska blaðið Cover settu sig í samband við hann og núna sér hann mánaðarlega um opnur í þessum blöðum ásamt því að birta myndirnar sínar í fleiri blöðum í heiminum. Yvan hefur alltaf litla Canon digital myndavél í vasanum sem hann segist taka með sér hvert sem hann fer og oftast nær fær hann góðar viðtökur frá fólki enda ekki amaleg viðurkenning að fá að komast á tískusíðu hjá einhverju af ofangreindum tímaritum. „Flest fólkið sem ég tek myndir af eru orðnir vinir og kunningjar mínir í dag. Maður reynir alltaf að spjalla og kynnast fólkinu áður en maður tekur myndina." Þetta er ekki fyrsta sinn sem Yvan kemur til Íslands en hann kom hingað árið 2000 til að skoða náttúruna. „Ég var ekki með neitt sérstaklega háar væntingar um tískusenuna í þessu litla landi en mikið svakalega tókst ykkur að koma mér á óvart. Hér er fólk með sérstakan og flottan fatastíl á hverju götuhorni," segir Yvan og er greinilega ánægður með veru sína hér. Myndirnar af íslenskri götutísku munu birtast í desemberheftum danska tímaritsins Cover og í franska jaðarritinu WAD.
Menning Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira