Lífið

Er Mary ólétt aftur?

Mary Donaldsson Sögusagnir hafa verið á kreiki um hvort krónprinsessan sé ólétt aftur en það þykir heldur ólíklegt.
Mary Donaldsson Sögusagnir hafa verið á kreiki um hvort krónprinsessan sé ólétt aftur en það þykir heldur ólíklegt.

Dönsk slúðurblöð velta því nú mikið fyrir sér hvort Mary Donaldson sé ólétt á nýjan leik. Sögusagnirnar fengu byr undir báða vængi þegar fát kom á prinsessuna þegar blaðamenn gengu hreint til verks og spurðu hvort hún væri eigi kona einsömul. Uhm svaraði Mary þegar gengið var á hana á þriðjudaginn hún var þá á leiðinni heim frá opnun Copenhagen Studio, nýrrar tísku - og hönnunarverslun í höfuðborginni.

Dönsk og erlend slúðurblöð hafa að undanförnu greint frá óléttu innan einhverrar konungsfjölskyldunnar í Evrópu en Mary þagði venju samkvæmt. Hún var einnig spurð um fríið sitt til Tasmaníu sem er á næsta leyti og sagðist prinsessan vera ákaflega spennt. Að því loknu brosti Mary, veifaði til almennings og lét sig síðan hverfa inní einkabifreið sína með þeirri spurningu ósvarað hvort hún bæri nýjan erfingja undir belti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.