Fleiri fréttir Þröngskífa frá Changer Rokksveitin Changer hefur gefið út þröngskífuna Breed the Lies sem hefur að geyma fjögur lög. Changer hefur áður gefið út tvær breiðskífur og eina þröngskífu síðan hún var stofnuð árið 1999. 3.6.2006 13:00 Veit hvað hann syngur Paul Smith var aðeins 15 ára gamall þegar hann hóf störf í tískuheiminum. Smith byrjaði sem sendill í vöruhúsi en hefur jafnt og þétt unnið sig uppá við, svo hægt sé til orða tekið. Hann er í dag meðal fremstu hönnuða Bretlands, þekktur fyrir vandaða og flotta vöru. 3.6.2006 12:00 Útrás íslenskra listamanna Íslendingar eru áberandi bæði í Kaupmannahöfn og London um hvítasunnuhelgina. Fjöldi íslenskra hönnuða tekur þátt í hönnunarsýningu í London sem kallast Grand design. 3.6.2006 11:30 Tvöfalt frá Mannakornum Hljómsveitin Mannakorn gefur út plötuna Ekki dauðir enn á næstunni. Á plötunni, sem tvöföld, eru upptökur frá þrjátíu ára afmælistónleikum sveitarinnar í Salnum í Kópavogi þar sem fjögurra manna strengjasveit var henni til halds og trausts. Bæði eru gömul og ný lög með Mannakornum á plötunni. Þetta er fyrsta platan sem Sögur útgáfa gefur út. 3.6.2006 11:00 Syndafall í stiganum Nýjasti bar bæjarins, Barinn við Laugaveg 22, skartar skemmtilegum veggskreytingum sem vakið hafa ómælda eftirtekt gesta. Listamennirnir sem heiðurinn eiga af verkunum heita Guðmundur Hallgrímsson og Friðrik Svanur Sigurðarson, betur þekktir sem Mundi og Morri, en þeir nema báðir grafískra hönnun við Listaháskóla Íslands. 3.6.2006 10:45 Sveitamarkaður í sláturhúsi Í sumar verður starfræktur sveitamarkaður í gamla sláturhúsinu við Laxá í Leirársveit. Markaðurinn verður opinn alla sunnudaga í sumar frá kl. 13-18. Fyrsti opnunardagur er um helgina en hann lendir reyndar á laugardegi. 3.6.2006 10:30 Sextíu aukalög frá Bubba Í tilefni af fimmtugsafmæli Bubba Morthens þann 6. júní munu Íslenskir tónar gefa út níu af fyrstu sólóplötum Bubba í veglegum afmælisbúningi þennan sama dag. 3.6.2006 10:00 Orðinn frískur Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, hefur náð fullum bata eftir að hafa gengist undir heilaskurðaðgerð á dögunum. Stones hefja tónleikaferð sína um Evrópu í Mílan þann 11. júlí næstkomandi en ferðin átti upphaflega að hefjast í Barcelona fyrir viku síðan 3.6.2006 09:45 Oasis á toppnum Fyrsta plata ensku hljómsveitarinnar Oasis, Definitely Maybe frá árinu 1994, hefur verið kjörin besta plata allra tíma. Um 40 þúsund tónlistaráhugamenn tóku þátt í valinu sem tímaritin NME og British Hit Singles and Albums stóðu fyrir. 3.6.2006 09:00 Ný myndasaga hefur göngu sína Eins og glöggir lesendur Fréttablaðsins tóku eftir í morgun hefur myndasagan Pú&Pa verið kvödd. Í staðin er komin verðlaunasagan Handan við hornið eða Insanity Streak eftir Tony Lopes. 3.6.2006 08:30 Lánað tónlist í fjörtíu ár Í árslok verða fjörutíu ár ár liðin frá því að tónlistardeild Bókasafns Hafnarfjarðar hóf að lána út plötur. Deildin, sem sú stærsta sinnar tegundar, var lengi vel sú eina sem gerði slíkt á íslensku almenningsbókasafni. 3.6.2006 08:00 Lady & Bird spila í kvöld Hljómsveitin Lady & Bird,spilar á Barnum í kvöld en tónleikarnir eru lokahnykkurinn á frönsk/íslenskum skemmtikvöldum. Þess má geta að fyrsta breiðskífa Lady & Bird verður gefin út í Bandaríkjunum í júní en hún kom út hér á landi fyrir þremur árum. 3.6.2006 08:00 Flottar skólapeysur Menntaskólinn Hraðbraut hefur eignast óvenju flottar skólapeysur. Um er að ræða hettupeysur í þremur litum með skemmtilegu grafísku merki að framan og aftan og nafni skólans á hettunni. Flestir framhalds- og menntaskólar eru með eigin peysur en ég held mér sé óhætt að fullyrða að okkar peysur séu mest hipp og kúl. segr Sigríður Stella Guðbransdóttir, nemi í skólanum og hvatamaður að tilvist peysanna. 3.6.2006 07:45 Djöfullinn holdi klæddur Anna Wintour er mikill áhrifavaldur innan tískuheimsins enda ritstýrir hún einu þekktasta tískuriti í dag, ameríska Vouge. Hún á því greiða leið að þekktustu hönnuðunum og á ekki erfitt með að klæða sig samkvæmt nýjustu straumum og stefnum. Það má segja að hún fái tískuna beint í æð á hverjum degi. 3.6.2006 07:30 Aukaefni frá Depeche Þrjár gamlar plötur með hljómsveitinni Depeche Mode verða endurútgefnar þann 6. júní bæði á geisladiskum og DVD-mynddiskum. Um er að ræða fyrstu plötu sveitarinnar, Speak & Spell frá árinu 1981, Music for the Masses frá 1987, og Violator frá 1990. Heilmikið af aukaefni verður á hverjum disk fyrir sig auk þess sem hljómurinn hefur verið endurbættur. 3.6.2006 07:00 Ragnheiður Gröndal er söluhæsti listamaður á tónlist.is frá upphafi 2.6.2006 17:00 Kompás á sunnudag - kveður í bili Tvö ólík mál verða tekin fyrir í Kompási á sunnudaginn: Fegrunaraðgerðir á Íslandi og Lögreglukórinn í Rússlandi. Hvernig er eftirliti með slíkum aðgerðum háttað. Er eitthvað eftirlit? Er vitað hvað fegrunaraðgerðir kosta hér á landi? Hvað kostar að fylla í varir? Stækka brjóst eða sjúga fitu úr rassi? 2.6.2006 16:30 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sigrar í Madríd Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona vann á fimmtudagskvöld til aðalverðlaunanna í alþjóðlegu tónlistarkeppninni "Concurso Internacional Joaquín Rodrigo" sem staðið hefur yfir í Madríd undanfarna viku. 2.6.2006 14:30 Dýnamískur kraftur Bandaríska kvennatríóið Sleater-Kinney heldur tónleika á Nasa á sunnudaginn. Sveitin hefur verið á ferð um Evrópu og haldið tónleika fyrir fullu húsi hvar sem hún hefur komið. Freyr Bjarnason ræddi við Corin Tucker, annan gítarleikara og söngvara sveitarinnar, og trommuleikarann Janet Weiss. 2.6.2006 10:30 Greifarnir farnir að spila á ný Greifarnir fengu frábærar viðtökur á Players í síðustu viku og spiluðu fyrir fullu húsi. Greinilegt var að gestir höfðu engu gleymt og tóku svo hraustlega undir að húsið lék á reiðiskjálfi. 1.6.2006 16:30 Iceland Airwaves á Distortion festival Tónlistarhátíðin Distortion er nú um helgina haldin í áttunda sinn á samtals 27 skemmtistöðum og klúbbum víðsvegar um Kaupmannahöfn. Búist er við að um 6.000 manns sæki hátíðina, sem hófst á miðvikudaginn og lýkur sunnudagskvöld. 1.6.2006 16:00 Dalvíkurbyggð opnar nýja heimasíðu Ný og uppfærð heimasíða Dalvíkurbyggðar var opnuð í dag. Nýja síðan ákveðin andlitslyfting á eldri síðu sveitarfélagsins en hlutverk hennar er einnig að auka rafræna þjónustu sveitarfélagsins við íbúa þess. 1.6.2006 14:30 Steinunn Sigurðardóttir sýnir á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn Laugardaginn 10. júní kl. 16.00 verður opnuð sýninga á verkum Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. 1.6.2006 14:00 Stíll Silvíu þriðji neðsti Búningur Silvíu Nætur í Eurovision lenti í þriðja sæti yfir þá verstu. Portúgölsku stúlkurnar í Nonstop sigruðu Barbara Dex verðlaunin, sem eru verðlaun aðdáenda keppninnar yfir versta klæðnaðinn á sviði keppninnar. Verðlaunin kallast Barbara Dex eftir belgíska kynnirnum árið 1993, en hún Barbara saumaði kjólinn sinn sjálf og þótti hann ekki til fyrirmyndar. 1.6.2006 13:15 Einvígi háð í Kringlunni í dag Núverandi og fyrrverandi Norður-Evrópumeistarar í borðtennis munu heyja einvígi í Kringlunni í dag klukkan hálf sex. Leikurinn er í tilefni Norðurlandamóts sem fram fer í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog í Reykjavík nú um helgina. 31.5.2006 15:27 Bíllinn fundinn Rauðum Subaru Legacy sem sagt var frá hér á Vísi fyrr í dag að hefði verið stolið af plani við NFS í Skaftahlíð er fundinn. Bílnum var stolið aðfaranótt sunnudags en athugull lesandi Vísis þekkti bílinn af mynd á vefnum og lét vita af honum. Þjófarnir höfðu ekki farið lengra en upp að Sjómannaskóla og skildu bílinn þar eftir, svo til óskemmdan. 31.5.2006 15:16 Platan Vorvindar komin verslanir Tríó Björns Thoroddsen og Andrea Gylfadóttir hafa sent frá sér þrettán laga plötu sem ber heitið Vorvindar. Á henni syngur Andrea dáðustu alþýðusöngva þjóðarinnar frá síðustu öld. 31.5.2006 10:45 Ragnheiður Gröndal og Helgi Valur með tónleika Hin ástsæla söngkona Ragnheiður Gröndal og trúbadorinn Helgi Valur Ágeirsson halda tónleika í Hveragerðiskirkju, þriðjudagskvöldið 30. maí. 30.5.2006 12:15 Loach fékk Gullpálmann Kvikmyndin „The Wind That Shakes the Barley", í leikstjórn breska leikstjórans Ken Loach, fékk Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í gærkvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Loach fær þessi virtu verðlaun en hann hefur sjö sinnum áður átt mynd á hátíðinni. 29.5.2006 08:30 Sif keppir í Miss Universe Sif Aradóttir, nýkjörin Ungfrú Ísland, mun veða fulltrúi Íslands í Miss Universe í Los Angeles 23. júlí næstkomandi. Enginn íslensku keppandi hefur verið sendur í keppnina síðan árið 2003 þegar Manúela Ósk Harðardóttir fór utan en þurfti að hætta keppni vegna veikinda, aðeins tveimur dögum fyrir aðalkeppnina. 26.5.2006 18:08 Jon Spencer og félagar í Heavy Trash á Íslandi Í kvöld verður blásið til mikillar veislu á Nasa í Reykjavík. Þar mun snillingurinn Jon Spencer, úr Jon Spencer Blues Explosion og Pussy Galore, koma fram með rokkabillýbandi sínu Heavy Trash. 26.5.2006 15:01 Jónas Örn meistari og 5 milljónum ríkari Jónas Örn Helgason 21 árs gamall verkfræðinemi fór með sigur úr bítum í spurningaþættinum Meistaranum - en úrslitaþátturinn var sýndur á Stöð 2 fyrr í kvöld. Þar lagði Jónas Örn Ingu Þóru Ingvarsdóttur í hörkuspennandi og bráðskemmtilegri viðureign, og hlaut að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum og nafnbótina Meistarinn. 25.5.2006 22:00 Ný plata frá Láru væntanleg Hin unga og hæfileikaríka söngkona, Lára Rúnarsdóttir, sendir frá sér sína aðra sólóplötu þann 26. maí næstkomandi. Ber platan heitið Þögn og kemur út hjá Senu undir merkjum Dennis Records. 24.5.2006 16:45 Hlustunar-útgáfupartý á Grand Rokk Reykjavík! og 12 Tónar bjóða í hlustunar-útgáfupartý Reykjavíkur! á Grand Rokk og hörku tónleika meððí! 24.5.2006 11:00 Íslensk tónlist í dreifingu í Kanada Dimma ehf. hefur samið um dreifingu á íslenskri tónlist útgáfunnar í Kanada. Samningurinn er við dreifingarfyrirtækið PHD Canada distributing, sem er staðsett í Vancouver og með söludeildir í Quebec og Montreal. 24.5.2006 10:15 Styrktartónleikar fyrir konur í Palestínu Samstöðu- og styrktartónleikar verða haldnir fyrir konur í hertekinni Palestínu á morgun. Það eru Félagið Ísland-Palestína og UNIFEM á Íslandi standa fyrir tónleikunum. 24.5.2006 09:49 Viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar Viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar voru veittar í 19. skipti í dag. Það er samtökin IBBY sem stóðu fyrir viðurkenningunum. 24.5.2006 09:34 Nick Cave á leið til landsins Tónlistarmaðurinn Nick Cave er aftur á leið til landsins. Áætlað er að hann haldi tónleika í Laugardalshöllinni 16. september. 24.5.2006 09:11 Hver vinnur Meistarann? Inga Þóra og Jónas Örn etja kappi í úrslitum Meistarans að kveldi uppstigningardags. Athygli vekur að þau eru með yngstu keppendum í Meistaranum. 23.5.2006 15:45 Dúx með 9,4 í meðaleinkunn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði útskrifaði nemendur sl. laugardag. Dúx skólans kláraði námið á þremur árum með 9, 4 í meðaleinkunn. 23.5.2006 15:00 Ópera frumflutt í porti Hafnhússins 22.5.2006 16:45 Samstöðu- og styrktartónleikar á Grand Rokk Samstöðu- og styrktartónleikar fyrir konur í Palestínu verða haldnir á Grand rokk, nk. fimmtudagskvöld kl. 21.00 22.5.2006 16:30 Stjórnmálamenn gáfu blóð Fulltrúum úr framboðum stjórnmálaflokkanna í Reykjavík fyrir bæjar- og sveitastjórnarkosningar var boðið að gefa blóð í morgun. Þar klæddust fulltrúar flokkanna skikkjum sem einkenna nýjustu auglýsingaherferð Og Vodafone og Blóðbankans. 22.5.2006 16:00 NYLON á toppi íslenska listans Lagið Losing a Friend með Nylon er komið á topp Íslenska listans. Listinn er unnin af útvarpstöðinni FM957 og endurspeglar smekk hlustenda hverju sinni. Laginu hefur verið gríðarlega vel tekið af íslenskum hlustendum eins og árangur lagsins á listanum gefur til kynna. 22.5.2006 15:15 Idol styrkir Barnaspítala Hringsins Í úrslitaþætti Idol Stjörnuleitar ákváðu Stöð 2, OgVodafone og Síminn að efna til aukakosningar um eftirminnilegasta keppanda Idol 3 og rann ágóðinn til Barnaspítala Hringsins. 22.5.2006 14:45 Sjá næstu 50 fréttir
Þröngskífa frá Changer Rokksveitin Changer hefur gefið út þröngskífuna Breed the Lies sem hefur að geyma fjögur lög. Changer hefur áður gefið út tvær breiðskífur og eina þröngskífu síðan hún var stofnuð árið 1999. 3.6.2006 13:00
Veit hvað hann syngur Paul Smith var aðeins 15 ára gamall þegar hann hóf störf í tískuheiminum. Smith byrjaði sem sendill í vöruhúsi en hefur jafnt og þétt unnið sig uppá við, svo hægt sé til orða tekið. Hann er í dag meðal fremstu hönnuða Bretlands, þekktur fyrir vandaða og flotta vöru. 3.6.2006 12:00
Útrás íslenskra listamanna Íslendingar eru áberandi bæði í Kaupmannahöfn og London um hvítasunnuhelgina. Fjöldi íslenskra hönnuða tekur þátt í hönnunarsýningu í London sem kallast Grand design. 3.6.2006 11:30
Tvöfalt frá Mannakornum Hljómsveitin Mannakorn gefur út plötuna Ekki dauðir enn á næstunni. Á plötunni, sem tvöföld, eru upptökur frá þrjátíu ára afmælistónleikum sveitarinnar í Salnum í Kópavogi þar sem fjögurra manna strengjasveit var henni til halds og trausts. Bæði eru gömul og ný lög með Mannakornum á plötunni. Þetta er fyrsta platan sem Sögur útgáfa gefur út. 3.6.2006 11:00
Syndafall í stiganum Nýjasti bar bæjarins, Barinn við Laugaveg 22, skartar skemmtilegum veggskreytingum sem vakið hafa ómælda eftirtekt gesta. Listamennirnir sem heiðurinn eiga af verkunum heita Guðmundur Hallgrímsson og Friðrik Svanur Sigurðarson, betur þekktir sem Mundi og Morri, en þeir nema báðir grafískra hönnun við Listaháskóla Íslands. 3.6.2006 10:45
Sveitamarkaður í sláturhúsi Í sumar verður starfræktur sveitamarkaður í gamla sláturhúsinu við Laxá í Leirársveit. Markaðurinn verður opinn alla sunnudaga í sumar frá kl. 13-18. Fyrsti opnunardagur er um helgina en hann lendir reyndar á laugardegi. 3.6.2006 10:30
Sextíu aukalög frá Bubba Í tilefni af fimmtugsafmæli Bubba Morthens þann 6. júní munu Íslenskir tónar gefa út níu af fyrstu sólóplötum Bubba í veglegum afmælisbúningi þennan sama dag. 3.6.2006 10:00
Orðinn frískur Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, hefur náð fullum bata eftir að hafa gengist undir heilaskurðaðgerð á dögunum. Stones hefja tónleikaferð sína um Evrópu í Mílan þann 11. júlí næstkomandi en ferðin átti upphaflega að hefjast í Barcelona fyrir viku síðan 3.6.2006 09:45
Oasis á toppnum Fyrsta plata ensku hljómsveitarinnar Oasis, Definitely Maybe frá árinu 1994, hefur verið kjörin besta plata allra tíma. Um 40 þúsund tónlistaráhugamenn tóku þátt í valinu sem tímaritin NME og British Hit Singles and Albums stóðu fyrir. 3.6.2006 09:00
Ný myndasaga hefur göngu sína Eins og glöggir lesendur Fréttablaðsins tóku eftir í morgun hefur myndasagan Pú&Pa verið kvödd. Í staðin er komin verðlaunasagan Handan við hornið eða Insanity Streak eftir Tony Lopes. 3.6.2006 08:30
Lánað tónlist í fjörtíu ár Í árslok verða fjörutíu ár ár liðin frá því að tónlistardeild Bókasafns Hafnarfjarðar hóf að lána út plötur. Deildin, sem sú stærsta sinnar tegundar, var lengi vel sú eina sem gerði slíkt á íslensku almenningsbókasafni. 3.6.2006 08:00
Lady & Bird spila í kvöld Hljómsveitin Lady & Bird,spilar á Barnum í kvöld en tónleikarnir eru lokahnykkurinn á frönsk/íslenskum skemmtikvöldum. Þess má geta að fyrsta breiðskífa Lady & Bird verður gefin út í Bandaríkjunum í júní en hún kom út hér á landi fyrir þremur árum. 3.6.2006 08:00
Flottar skólapeysur Menntaskólinn Hraðbraut hefur eignast óvenju flottar skólapeysur. Um er að ræða hettupeysur í þremur litum með skemmtilegu grafísku merki að framan og aftan og nafni skólans á hettunni. Flestir framhalds- og menntaskólar eru með eigin peysur en ég held mér sé óhætt að fullyrða að okkar peysur séu mest hipp og kúl. segr Sigríður Stella Guðbransdóttir, nemi í skólanum og hvatamaður að tilvist peysanna. 3.6.2006 07:45
Djöfullinn holdi klæddur Anna Wintour er mikill áhrifavaldur innan tískuheimsins enda ritstýrir hún einu þekktasta tískuriti í dag, ameríska Vouge. Hún á því greiða leið að þekktustu hönnuðunum og á ekki erfitt með að klæða sig samkvæmt nýjustu straumum og stefnum. Það má segja að hún fái tískuna beint í æð á hverjum degi. 3.6.2006 07:30
Aukaefni frá Depeche Þrjár gamlar plötur með hljómsveitinni Depeche Mode verða endurútgefnar þann 6. júní bæði á geisladiskum og DVD-mynddiskum. Um er að ræða fyrstu plötu sveitarinnar, Speak & Spell frá árinu 1981, Music for the Masses frá 1987, og Violator frá 1990. Heilmikið af aukaefni verður á hverjum disk fyrir sig auk þess sem hljómurinn hefur verið endurbættur. 3.6.2006 07:00
Kompás á sunnudag - kveður í bili Tvö ólík mál verða tekin fyrir í Kompási á sunnudaginn: Fegrunaraðgerðir á Íslandi og Lögreglukórinn í Rússlandi. Hvernig er eftirliti með slíkum aðgerðum háttað. Er eitthvað eftirlit? Er vitað hvað fegrunaraðgerðir kosta hér á landi? Hvað kostar að fylla í varir? Stækka brjóst eða sjúga fitu úr rassi? 2.6.2006 16:30
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sigrar í Madríd Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona vann á fimmtudagskvöld til aðalverðlaunanna í alþjóðlegu tónlistarkeppninni "Concurso Internacional Joaquín Rodrigo" sem staðið hefur yfir í Madríd undanfarna viku. 2.6.2006 14:30
Dýnamískur kraftur Bandaríska kvennatríóið Sleater-Kinney heldur tónleika á Nasa á sunnudaginn. Sveitin hefur verið á ferð um Evrópu og haldið tónleika fyrir fullu húsi hvar sem hún hefur komið. Freyr Bjarnason ræddi við Corin Tucker, annan gítarleikara og söngvara sveitarinnar, og trommuleikarann Janet Weiss. 2.6.2006 10:30
Greifarnir farnir að spila á ný Greifarnir fengu frábærar viðtökur á Players í síðustu viku og spiluðu fyrir fullu húsi. Greinilegt var að gestir höfðu engu gleymt og tóku svo hraustlega undir að húsið lék á reiðiskjálfi. 1.6.2006 16:30
Iceland Airwaves á Distortion festival Tónlistarhátíðin Distortion er nú um helgina haldin í áttunda sinn á samtals 27 skemmtistöðum og klúbbum víðsvegar um Kaupmannahöfn. Búist er við að um 6.000 manns sæki hátíðina, sem hófst á miðvikudaginn og lýkur sunnudagskvöld. 1.6.2006 16:00
Dalvíkurbyggð opnar nýja heimasíðu Ný og uppfærð heimasíða Dalvíkurbyggðar var opnuð í dag. Nýja síðan ákveðin andlitslyfting á eldri síðu sveitarfélagsins en hlutverk hennar er einnig að auka rafræna þjónustu sveitarfélagsins við íbúa þess. 1.6.2006 14:30
Steinunn Sigurðardóttir sýnir á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn Laugardaginn 10. júní kl. 16.00 verður opnuð sýninga á verkum Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. 1.6.2006 14:00
Stíll Silvíu þriðji neðsti Búningur Silvíu Nætur í Eurovision lenti í þriðja sæti yfir þá verstu. Portúgölsku stúlkurnar í Nonstop sigruðu Barbara Dex verðlaunin, sem eru verðlaun aðdáenda keppninnar yfir versta klæðnaðinn á sviði keppninnar. Verðlaunin kallast Barbara Dex eftir belgíska kynnirnum árið 1993, en hún Barbara saumaði kjólinn sinn sjálf og þótti hann ekki til fyrirmyndar. 1.6.2006 13:15
Einvígi háð í Kringlunni í dag Núverandi og fyrrverandi Norður-Evrópumeistarar í borðtennis munu heyja einvígi í Kringlunni í dag klukkan hálf sex. Leikurinn er í tilefni Norðurlandamóts sem fram fer í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog í Reykjavík nú um helgina. 31.5.2006 15:27
Bíllinn fundinn Rauðum Subaru Legacy sem sagt var frá hér á Vísi fyrr í dag að hefði verið stolið af plani við NFS í Skaftahlíð er fundinn. Bílnum var stolið aðfaranótt sunnudags en athugull lesandi Vísis þekkti bílinn af mynd á vefnum og lét vita af honum. Þjófarnir höfðu ekki farið lengra en upp að Sjómannaskóla og skildu bílinn þar eftir, svo til óskemmdan. 31.5.2006 15:16
Platan Vorvindar komin verslanir Tríó Björns Thoroddsen og Andrea Gylfadóttir hafa sent frá sér þrettán laga plötu sem ber heitið Vorvindar. Á henni syngur Andrea dáðustu alþýðusöngva þjóðarinnar frá síðustu öld. 31.5.2006 10:45
Ragnheiður Gröndal og Helgi Valur með tónleika Hin ástsæla söngkona Ragnheiður Gröndal og trúbadorinn Helgi Valur Ágeirsson halda tónleika í Hveragerðiskirkju, þriðjudagskvöldið 30. maí. 30.5.2006 12:15
Loach fékk Gullpálmann Kvikmyndin „The Wind That Shakes the Barley", í leikstjórn breska leikstjórans Ken Loach, fékk Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í gærkvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Loach fær þessi virtu verðlaun en hann hefur sjö sinnum áður átt mynd á hátíðinni. 29.5.2006 08:30
Sif keppir í Miss Universe Sif Aradóttir, nýkjörin Ungfrú Ísland, mun veða fulltrúi Íslands í Miss Universe í Los Angeles 23. júlí næstkomandi. Enginn íslensku keppandi hefur verið sendur í keppnina síðan árið 2003 þegar Manúela Ósk Harðardóttir fór utan en þurfti að hætta keppni vegna veikinda, aðeins tveimur dögum fyrir aðalkeppnina. 26.5.2006 18:08
Jon Spencer og félagar í Heavy Trash á Íslandi Í kvöld verður blásið til mikillar veislu á Nasa í Reykjavík. Þar mun snillingurinn Jon Spencer, úr Jon Spencer Blues Explosion og Pussy Galore, koma fram með rokkabillýbandi sínu Heavy Trash. 26.5.2006 15:01
Jónas Örn meistari og 5 milljónum ríkari Jónas Örn Helgason 21 árs gamall verkfræðinemi fór með sigur úr bítum í spurningaþættinum Meistaranum - en úrslitaþátturinn var sýndur á Stöð 2 fyrr í kvöld. Þar lagði Jónas Örn Ingu Þóru Ingvarsdóttur í hörkuspennandi og bráðskemmtilegri viðureign, og hlaut að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum og nafnbótina Meistarinn. 25.5.2006 22:00
Ný plata frá Láru væntanleg Hin unga og hæfileikaríka söngkona, Lára Rúnarsdóttir, sendir frá sér sína aðra sólóplötu þann 26. maí næstkomandi. Ber platan heitið Þögn og kemur út hjá Senu undir merkjum Dennis Records. 24.5.2006 16:45
Hlustunar-útgáfupartý á Grand Rokk Reykjavík! og 12 Tónar bjóða í hlustunar-útgáfupartý Reykjavíkur! á Grand Rokk og hörku tónleika meððí! 24.5.2006 11:00
Íslensk tónlist í dreifingu í Kanada Dimma ehf. hefur samið um dreifingu á íslenskri tónlist útgáfunnar í Kanada. Samningurinn er við dreifingarfyrirtækið PHD Canada distributing, sem er staðsett í Vancouver og með söludeildir í Quebec og Montreal. 24.5.2006 10:15
Styrktartónleikar fyrir konur í Palestínu Samstöðu- og styrktartónleikar verða haldnir fyrir konur í hertekinni Palestínu á morgun. Það eru Félagið Ísland-Palestína og UNIFEM á Íslandi standa fyrir tónleikunum. 24.5.2006 09:49
Viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar Viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar voru veittar í 19. skipti í dag. Það er samtökin IBBY sem stóðu fyrir viðurkenningunum. 24.5.2006 09:34
Nick Cave á leið til landsins Tónlistarmaðurinn Nick Cave er aftur á leið til landsins. Áætlað er að hann haldi tónleika í Laugardalshöllinni 16. september. 24.5.2006 09:11
Hver vinnur Meistarann? Inga Þóra og Jónas Örn etja kappi í úrslitum Meistarans að kveldi uppstigningardags. Athygli vekur að þau eru með yngstu keppendum í Meistaranum. 23.5.2006 15:45
Dúx með 9,4 í meðaleinkunn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði útskrifaði nemendur sl. laugardag. Dúx skólans kláraði námið á þremur árum með 9, 4 í meðaleinkunn. 23.5.2006 15:00
Samstöðu- og styrktartónleikar á Grand Rokk Samstöðu- og styrktartónleikar fyrir konur í Palestínu verða haldnir á Grand rokk, nk. fimmtudagskvöld kl. 21.00 22.5.2006 16:30
Stjórnmálamenn gáfu blóð Fulltrúum úr framboðum stjórnmálaflokkanna í Reykjavík fyrir bæjar- og sveitastjórnarkosningar var boðið að gefa blóð í morgun. Þar klæddust fulltrúar flokkanna skikkjum sem einkenna nýjustu auglýsingaherferð Og Vodafone og Blóðbankans. 22.5.2006 16:00
NYLON á toppi íslenska listans Lagið Losing a Friend með Nylon er komið á topp Íslenska listans. Listinn er unnin af útvarpstöðinni FM957 og endurspeglar smekk hlustenda hverju sinni. Laginu hefur verið gríðarlega vel tekið af íslenskum hlustendum eins og árangur lagsins á listanum gefur til kynna. 22.5.2006 15:15
Idol styrkir Barnaspítala Hringsins Í úrslitaþætti Idol Stjörnuleitar ákváðu Stöð 2, OgVodafone og Síminn að efna til aukakosningar um eftirminnilegasta keppanda Idol 3 og rann ágóðinn til Barnaspítala Hringsins. 22.5.2006 14:45