Fleiri fréttir

Enginn formannsfiðringur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi er fimmtug í dag. "Ég hélt nú upp á fertugsafmælið í Norræna húsinu og mér finnst stórafmæli ágæt til þess að hitta þá sem ég hef verið samferða og unnið með og fagna með þeim. Núna langar mig til þess að hitta vini, ættingja og samferðafólk í dag í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu," segir afmælisbarn dagsins.

Bára bleika nútímans

Í Ingólfsstræti 8 opnaði verslunin og testofan Frú fiðrildi á dögunum. Nafnið kom að sjálfu sér því eigandanum finnst fátt skemmtilegra en að flögra um og gera umhverfið enn fallegra. Marta María Jónasdóttir lét Frú fiðrildi dekra við sig með ilmandi tei, marengstoppum og góðum hugmyndum fyrir heimilið.

Jólaseríur allt árið

Það leiðist víst flestum að taka niður jólin og margir vilja halda í þau eins lengi og kostur er. Aðrir ganga rösklega til verks og pakka jólunum saman á einum eftirmiðdegi og henda ýmsum óþarfa og forgengilegu drasli eins og jólaseríunum. 

Af hverju ekki rjúpu í forrétt?

Gordon Lee Winship, matreiðslumaður á Einari Ben, er Breti frá Newcastle sem hefur búið á Íslandi í tæp sex ár. Hann unir hag sínum vel og finnst jólaundibúningur Íslendinga skemmtilegur og spennandi.

Bænastund í hádeginu

Bæna- og minningarstund hefst í Árbæjarkirkju klukkan tólf. Þar verður beðið fyrir fórnarlömbum náttúruhamfaranna við Indlandshaf, fyrir látnum, týndum og aðstandendum fólks á hörmungarsvæðunum. Í tilkynningu frá séra Þór Haukssyni segir að þetta verði kyrrlát stund með söng, ritningarlestri og bæn.

Mugison á langbestu plötu ársins

Tónlistarmaðurinn Mugison á langbestu plötu ársins. Í árlegri könnun DV meðal tónlistarsérfræðinga landsins fær plata hans, Mugimama (is this Monkeymusic?) næstum því þrisvar sinnum fleiri stig en plata Bjarkar Guðmundsdóttur. Sjálfur segir Mugison að þessi niðurstaða sé gott klapp á bakið.

Íslandsspil leggja til 5 milljónir

Íslandsspil afhentu í dag Rauða krossi Íslands fimm milljónir króna til hjálparstarfsins vegna hamfaranna sem urðu við Indlandshaf á annan í jólum. Hjálparstarf Rauða krossins á svæðinu er það umfangsmesta sem hreyfingin hefur ráðist í um áratugaskeið. Samkvæmt hjálparbeiðni sem Alþjóða Rauði krossinn sendi út í gær er þörf á um þremur milljörðum króna til hjálparstarfs hreyfingarinnar.

Leitað að ástvinum á netinu

Á vefsíðunni www.p-h-u-k-e-t.com. fer nú fram áköf leit að ástvinum á Netinu. Þar hefur meðal annars verið settur inn dálkur fyrir Íslendinga sem kunna að vera á hamfarasvæðinu og þeir beðnir um að láta vita af sér. Á síðunni hafa þegar margir ferðamenn á hamfarasvæðunum látið vita af sér en einnig eru þar margar orðsendingar þar sem fólk leitar horfinna ástvina.

67 ára ólétt

67 ára gömul kona í Rúmeníu er ólétt að tvíburum eftir að hafa gengist undir frjósemisaðgerð. Fari fæðingin að óskum verður rithöfundurinn og fræðikonan Adriana Iliescu elsta nýbakaða móðir sem um getur, en metið á nú indversk kona sem í fyrra eignaðist dreng á 66. aldursári.

Styðja hjálparstarf

Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hafa ákveðið að verja milljón hvort fyrirtæki til hjálparstarfs Rauða krossins vegna hamfaranna í Asíu, sem kostað hafa tugþúsundir mannslífa. Jafnframt skora Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar á önnur stærri fyrirtæki landsins að láta ekki sitt eftir liggja vegna hörmulegra afleiðinga flóðanna í kjölfar jarðskjálftans á annan dag jóla.

Verðlaunuð af Alþjóðahúsinu

Félagsþjónustan í Reykjavík, Kári Tran veitingamaður og Hólmfríður Gísladóttir fyrrverandi starfsmaður Rauða krossins fá í dag viðurkenningar Alþjóðahúss fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda og fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi.

11 brennur á höfuðborgarsvæðinu

Kveikt verður í ellefu brennum í höfuðborginni annað kvöld. Söfnun í bálkestina hófst í fyrradag og lýkur um miðjan dag á morgun. Gamlársbrennur höfuðborgarinnar verða á gamalkunnum stöðum. Sjö þeirra eru í umsjá Gatnamálastofu og fjórar í umsjá félags- og íbúasamtaka og verður kveikt í þeim öllum um klukkan hálfníu annað kvöld.

Skýtur upp fram á morgun

Flugeldafíklar skjóta margir upp flugeldum fyrir milljónir króna, að sögn eins þeirra, sem viðurkennir fúslega að þetta sé náttúrulega bilun. Hann byrjar að skjóta fyrir miðnætti á gamlárskvöld og er að fram á nýársmorgun.

Búrfiskar í baðlóni

Fiskar af erlendum uppruna, og algengir eru í fiskabúrum á Íslandi, virðast lifa góðu lífi og fjölga sér ört í baðlóninu við Kaldbak sunnan Húsavíkur. Á huldu er hvernig þeir komust í lónið en getgátur eru um að einhver á Húsavík hafi sleppt þeim þar í tilraunaskyni.

Beiðni Fischers tekin til skoðunar

Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, féllst í gær á að taka til skoðunar beiðni skákmeistarans Bobbys Fischer um að fá að fara til Íslands í stað þess að vera vísað úr landi til Bandaríkjanna.

Rísandi atvinnuvegur

Nýjar byggingar stóru fyrirtækjanna á höfuðborgarsvæðinu hafa vakið athygli fyrir miklar glerklæðningar. Því kemur það ekki á óvart að samhliða fjölgun "speglabygginga" glæðast viðskipti gluggahreinsunarmanna.

Leið til að bæta líðan

Þeir sem þurfa að kljást við kvíða í daglegu lífi geta farið inn á heimasíðu Mímis símenntunar mimir.is og farið þar í gegnum námskeiðið Kvíði í lífi og starfi. Tölvan leiðir fólk í gegnum námsefnið sem á að hjálpa því að skilja eigin tilfinningar og erfiða líðan og í framhaldi af því að finna úrræði til að ná stjórn á kvíða og depurð.

Betra að hafa herbergið þrifalegt

Eflaust snúast áramótaheitin hjá mörgum um að bæta árangur sinn í skólanum á nýju ári, skipuleggja sig enn betur en áður og koma sér upp hentugum vinnuaðferðum. Gísli Baldvinsson er námsráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri og hann lumar á hollráðum um þessi efni. " 

Flugprófið í höfn á undan bílprófi

"Ég er á leið í Flugskóla í Oxford eftir áramót og reikna með að námið taki tæpt ár og svo geta prófin sjálf tekið hátt í ár í viðbót," segir Hildur Kristín, sem lauk einkaflugmannsprófi meðfram stúdentsprófi fyrir ári.

Bætir ímynd og eflir öryggi

"Á námskeiðinu verður fjallað um að tjá sig fyrir framan hóp og öðlast öryggi.Fólki er leiðbeint um hvernig það á að koma fram og búa til ímynd sem aðrir sjá, til dæmis með raddbeitingu, líkamstjáningu og klæðaburði. 

Fann partí innra með sér

Valdimar Flygenring leikari hefur orðið flugeldaglaðari með aldrinum en hann segist á árum áður aðallega hafa haldið sína áramótabrennu og flugeldasýningu í hausnum á sér. "Það hefur sem betur fer breyst og í staðinn tek ég þátt í flugeldagríninu af lífi og sál.

Bara fjórir dvergar

Jólaleikrit leikfélagsins í þýska bænum Stendal heitir því frumlega nafni Mjallhvít og dvergarnir fjórir. Ástæðan er ekki vankunnátta leikhúsmanna á hinu sígilda ævintýri um prinsessuna fögru og stjúpuna vondu, heldur er fjárhagsstaða leikfélagsins svo slæm að einungis voru fjárráð til að ráða fjóra dverga í stykkið.

Vill sófann mjúkan

"Mér finnst gott að kasta mér í sófann minn að loknum vinnudegi og glápa á sjónvarp og góðar bíómyndir," segir Eggert Kaaber leikari sem segist vegna vinnu sinnar einnig nota sófann til að lesa yfir handrit. "Svo er líka voðalega gott að sofna í honum yfir sjónvarpinu," segir Eggert og hlær.

Byrjar nýtt og bleikt líf

Helga Thorberg er að losa sig við allt á heimilinu sínu, alla gamla hluti, styttur, bækur, föt - allt. "Ég er að hreinsa allt út af harða disknum og byrja upp á nýtt og það er svo gaman að það er dýrðlegt. Nú er ég að byrja nýtt skvísulíf.

Miðasala gengur mjög vel

Miðasala á árlega styrktartónleika styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í Háskólabíói fer gríðarlega vel af stað og þegar miðasalan lokaði í gærkvöldi var innan við helmingur miðanna eftir. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói þriðjudagskvöldið 30. desember og hefjast þeir stundvíslega klukkan 19:30

Bænarstund í Árbæjarkirkju

Bæna- og minningarstund verður í Árbæjarkirkju í hádeginu á morgun og hefst klukkan tólf. Þar verður beðið fyrir fórnarlömbum náttúruhamfaranna við Indlandshaf, fyrir látnum, týndum og aðstandendum fólks á hörmungarsvæðunum. Í tilkynningu frá séra Þór Haukssyni verður þetta kyrrlát stund með söng, ritningarlestri og bæn.

Sjötíu þúsund til Rauða krossins

"Þessar hamfarir snerta okkur öll á einn eða annan hátt," segir Eilífur Friður Edgarsson, sem í gær afhenti Rauða krossinum sjötíu þúsund krónur til styrktar fórnarlömbum hamfaranna við Indlandshaf.

Anselmo harmi lostinn

Philip Anselmo, fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Pantera hefur sent fjölmiðlum tilfinningaþrungna yfirlýsingu í formi myndbandsupptöku. Hljómsveitarbróðir hans fyrrverandi, Dimebag Darrell var myrtur á tónleikum á dögunum.

Flugeldar fyrir 400 milljónir?

Búist er við að landsmenn skjóti upp flugeldum fyrir allt að fjögur hundruð milljónir króna um áramótin. Reiknað er með góðri flugeldasölu þrátt fyrir slæma veðurspá. Fluttir voru inn 30 gámar af flugeldum fyrir áramótin, eða um 500 tonn, en langmest, um 400 tonn, er flutt inn af slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, sem með sölu á varningnum aflar fjár fyrir starfsemi sína.

Stefnt að opnun Hlíðarfjalls í dag

Ef veður leyfir verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri opnað klukkan 11 í dag. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns skíðastaða, er kominn þokkalegur snjór í fjallið en þó minni en niður í byggð á Akureyri.

Fasteignamat hækkar um 13%

Fasteignamat íbúða hækkar um 13% víðast hvar suðvestanlands um áramótin. Fasteignamat sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkar þó um 20%. Mest hækkar matið um 30% í Fjarðabyggð og á sérbýli á Seltjarnarnesi.

Aftaka á Öxinni og jörðinni

Jólaleikrit Þjóðleikhússins fær afar óblíðar viðtökur gagnrýnenda. Þeir segja verkið steindautt, gamaldags og andvana fætt og að það skorti þá stemmningu og spennu sem fyrirmynd leikgerðarinnar hafði. Sýningin sé dapurlegur viðskilnaður núverandi þjóðleikhússtjóra við Þjóðleikhúsið.

Hressir hjólamenn

"Við erum nokkrir galvaskir hjólreiðakappar sem keppum innanlands og erum að reyna að koma okkur allhressilega á kortið. Við erum með bikarmeistara í hjólreiðum síðasta árs í okkar röðum og þessi klúbbur er fullur af ungum og efnilegum hjólreiðamönnum," segir Guðni Dagur Kristjánsson, stjórnarformaður félagsins.

Laus við allt stress

Linda Pétursdóttir er 35 ára í dag. Hún tekur því rólega í faðmi fjölskyldunnar. Linda vill njóta þess að vera á Íslandi með fjölskyldunni yfir jólin. Eftir fríið hefur hún nýtt nám í Bandaríkjunum í auglýsingagerð.</font /></b /> </font /></b />

Styrkir ónæmiskerfið

Sólhattur er ein þeirra jurta sem menn hafa gripið til í þeim tilgangi að styrkja ónæmiskerfið og þá sérstaklega á veturna þegar kvef og flensa er algengt vandamál. Indíánar Norður-Ameríku þekktu Echinacea eða sólhatt vel og notuðu hann til að lækna sár, skordýrabit og sjúkdóma. 

Nýtt lyf við sykursýki 1

Nýtt lyf sem gæti læknað sykursýki 1 verður prófað á sjúklingum innan tíðar. Vísindamenn við Kings College í Lundúnum og Bristol-háskóla hafa valið 72 sjúklinga sem munu reyna lyfið í vor. Vonir standa til að lyfið stöðvi eyðileggingu á frumunum sem framleiða insúlín, en insúlín er manninum nauðsynlegt til að brjóta niður sykur. 

Djúpsteikt Mars vinsælt

Greint er frá rannsókn á matarvenjum Skota á heilsuvef Yahoo. Fylgst var með þrjú hundruð skoskum verslunum sem selja fisk og franskar en djúpsteikt Mars-súkkulaði er mjög vinsælt á þessum slóðum.

Tvöföld nýársgleði á Sögu

Á Hótel Sögu verður árlegur nýársfagnaður í ár samkvæmt venju en þetta er í 15. skipti sem hann er haldinn. "Það má eiginlega segja að við séum með tvo nýársfagnaði þetta kvöld," segir Hafsteinn Egilsson, veislu- og ráðstefnustjóri á Hótel Sögu. 

Húsdýr í sprengjuregni

Dýr bera lítið skynbragð á það hvort hvellir, sprengingar og eldglæringar eru eldgos, stríðsátök eða gamlárskvöld. Gælu- og húsdýraeigendur verða því að sinna dýrunum sínum sérstaklega vel þegar áramótasprengingarnar ganga í garð. Sif Traustadóttir hjá Dýralæknastofu Dagfinns gefur góð ráð varðandi dýrin okkar yfir áramótin: 

Hjálpum Hinriki

Söfnun er hafin fyrir læknismeðferð tveggja ára drengs.

Nýr vaxtarstuðull ungbarna

Allir sem þekkja til ungbarnaeftirlits hér á landi kannast við vaxtarkúrfuna sem notuð er til að mæla hæð og þyngd barna. Vaxtarstuðullinn kemur frá Svíþjóð og þótt hann eigi ágætlega við íslensk börn er ekki sömu sögu að segja um börn af erlendum uppruna sem iðulega ná ekki upp í lægstu staðalfrávik.

Ákvörðunar að vænta eftir áramót

Ekki er talið að hreyfing komist á mál skákmeistarans Bobbys Fischer í Japan fyrr en eftir áramót, að sögn Sæmundar Pálssonar, fyrrverandi lögreglumanns og vinar Fischers.

Fékk 16 milljónir

Íslenska lottóið færði einum Íslendingi jólagjöf í stærri kantinum í gærkvöld. Aðeins einn var með allar tölur réttar og fær fyrsta vinning óskiptan eða réttar 16 milljónir króna. Fjórir voru með fjórar tölur og bónustöluna og fær hver þeirra hundrað og ellefu þúsund krónur. Lottótölur jólanna voru 3, 7, 10, 11, 29. Bónustalan var 21.

Sjá næstu 50 fréttir