Fleiri fréttir

Rokkland í beinni frá Hróarskeldu

Óli Palli, forseti Rokklands, er með lausn fyrir þá tónlistarunnendur sem líður vel á tónlistarhátíðum, en geta þó ómögulega hugsað sér að fara í rigninguna á Hróarskeldu í ár. Hann ætlar nefnilega að senda beint út frá hátíðinni í Rokkland, þætti sínum á Rás 2, næstkomandi sunnudag.

Slipknot á Hróarskeldu

Harðkjarnasveitin grímuklædda Slipknot hefur verið bætt á dagskrá Hróarskelduhátíðarinnar í ár. Þeir eiga að verða nokkurs konar sárabót fyrir það að David Bowie skyldi hafa hætt við tónleika sína á hátíðinni vegna meiðsla.

Tekist á í máli Michael Jacksons

Lögmenn tónlistarmannsins Michael Jackson hafa nú beðið dómara í máli Jacksons að loka fjölmörgum tillögum í málinu. Þar á meðal vilja þeir henda út formlegu ákærunni á hendur poppstjörnunni. Einnig vilja þeir loka og halda leynilegum leitarheimildum og eiðfestum yfirlýsingum vitna og tónlistarmannsins.

Geimveran Alf aftur á skjáinn

Alf, geimveran frá plánetunni Melmac, mun stjórna nýjum spjallþætti sem fer í loftið 7. júlí á sjónvarpsstöðinni TV Land vestanhafs. Alf mun koma í stað hins fræga Johnny Carson og mun þátturinn verða hálftíma langur. 

Vinsælir á homma- og lesbíuhátíðum

Framleiðslufyrirtækið Lortur hefur unnið að heimilda- og stuttmyndagerð um árabil og tekið þátt í fjölmörgum kvikmyndahátíðum um heim allan. Lortur stefnir að viðburðaríku sumri á sviði kvikmyndagerðar og myndlistar.

Góðir rokktónleikar alltaf sexý

Tónlistarkonan Peaches er frá Kanada og hefur verið kölluð drottning undirheimatónlistarinnar. Hún heldur tónleika í Klink & Bank í kvöld.

Reddaði byssum gegnum netið

Rottweiler hundarnir verða eitt af upphitunarböndum rapparans 50 cent og félaga hans í G-Unit á tónleikum þeirra í Egilshöll í ágúst. Erpur Eyvindarson er nú staddur í Köben þar sem hann ætlar í dag að leika í myndbandi við nýtt lag Rottweiler hundanna.

Óttar Felix kýlir plötuverð niður

"Sonet ríður á vaðið og lækkar verð á nýjum hljómplötum niður í 1990 krónur frá og með 1. júlí," segir Óttar Felix Hauksson hjá Sonet útgáfunni.

Hefur fitnað í sjónvarpinu

"Ég hef fitnað rosalega síðan ég byrjaði í sjónvarpi og held mér eiginlega ekki í formi," segir Hugi Halldórsson, dagskrágerðarmaður á sjónvarpsstöðinni Popptíví.

Vamm tónlistar og tísku

"Okkur fannst vanta tímarit sem stílar bæði inn á stráka og stelpur," segir Hlédís Sigurðardóttir en fyrsta eintak tímaritsins Vamm, sem hún ritstýrir ásamt Halldóru Þorsteinsdóttur, kom út í síðustu viku.

Krabbameinsskrá 50 ára

Í tilefni 50 ára afmælis krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands hefur félagið gefið út vandaða og veglega bók sem nefnist "Krabbamein á Íslandi".

Nýir orkudrykkir

Tveir nýir orkudrykkir eru komnir á markað frá Purdey's.

Fiskilýs í blóðinu

Læknar geta betur sagt til um hvort sjúklingur sé líklegur til að fá hjartaáfall, mæli þeir magn fiskilýsis í blóði, að því er kemur fram í niðurstöðum bandarískrar könnunar.

Draga úr sæðisframleiðslu

Ný rannsókn leiðir í ljós að farsími í vasa eða belti karlmanna getur dregið úr sæðisframleiðslu um allt að 30%.

Áhrif umhverfis á sköpunargáfu

Gervigreindarrannsóknir Hrafns Þorra Þórissonar á sköpunargáfunni hafa vakið athygli út fyrir landsteinana.Honum hefur verið boðið að kynna hugmyndir sínar á vísindaráðstefnu á Spáni í ágúst en heldur til Írlands í september til að keppa við unga vísindamenn.

Líkami og sál

Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um hvernig við nýtum orkuna okkar

Scarlett leysir Kate af hólmi

Kate Winslet hefur hætt við að leika í nýjustu mynd Woody Allen. Myndin verður sú fyrsta sem Allen gerir í London en ástæðan fyrir brotthvarfi Winslet er sú að hún kýs frekar að eyða tíma með börnum sínum.

Ís í hita

Ís og kaldir drykkir freista margra í heitri sumarsól. Þessar köldu vörur geta þó verið varhugaverðar því þær geta leitt til skyndilegs höfuðverkjar.

Þegar sjónvarpið tekur völdin

Að meðaltali eyðir fólk í hinum iðnvædda heimi þremur tímum á dag í að horfa á sjónvarpið. Ætla mætti að það væri vegna þess að fólk teldi tíma sínum best varið á þennan hátt.

Aðdáendur fúlir út í Britney

Britney Spears hefur sætt gagnrýni vegna frétta um trúlofun hennar og dansarans Kavin Federline. Unnusti Britneyjar var áður kenndur við leikkonuna Shar O. Jackson og gengur hún nú með annað barn þeirra undir belti sem von er á í júlí.

Mikill sykur í drykkjum

Ótrúlegt en satt, þú gætir allt eins brutt 15 sykurmola eins og að drekka tvö glös af djúsi og í þessum tveimur glösum er nærri því hámarkssykurmagn sem mælt er með fyrir þriggja ára barn.

Aguilera opnar útsölu

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Christina Aguilera opnaði útsöluna í Harrods í gær. Mikill troðningur myndaðist þegar hundruðir aðdáenda og kaupglaðra Breta reyndi að berja Christinu augum.

Eggert Kaaber gerði kjarakaup

Eggert Kaaber leikari fjárfesti í hjóli í fyrra og sér aldeilis ekki eftir því. "Ég var búinn að fá nóg af bílnum og vildi bæði koma mér í form og komast út á sumrin svo ég keypti mér Giant-hjól og tók til við að hjóla.

Bowie klemmir taug

David Bowie var lagður inn á spítala í Þýskalandi eftir að hafa kvartað undan klemmdri taug í öxlinni. Í kjölfarið þurfti að aflýsa tónleikum sem áttu að fara fram daginn eftir.

Gervilyf fyrir Íslendinga

Það er nánast orðinn vikulegur viðburður að stór erlend sveit haldi tónleika hér á landi. Um helgina verður haldin stærsta rokkhátíð Íslandssögunnar í Egilshöll, er Metallica leikur fyrir framan 18 þúsund rokkþyrsta Íslendinga. Strax eftir að rokkarar hafa jafnað sig á þeim hausverk heldur Placebo tónleika í Laugardalshöll.

Verðsamanburður á ostum

Neytendasamtökin hafa ítrekað óskað eftir verðsamanburði á ostum hérlendis og í nágrannalöndum okkar vegna hás verðlags á Íslandi.

Verð á varahlutum

Verð á varahlutum er meðal þess sem fólk ætti að íhuga þegar það fjárfestir í nýjum bíl, því verðmunurinn getur verið umtalsverður þó að bílarnir tilheyri nokkurn veginn sama gæða- og stærðarflokki.

Útlitið slæmt fyrir Hróarskeldu

Gamla goðið David Bowie hefur aflýst þátttöku sinni í Hróarskelduhátíðinni í ár. Hann hefur neyðst til þess að aflýsa þremur tónleikum til viðbótar síðustu vikuna vegna klemmdrar taugar í baki. Hann er undir lækniseftirliti og barst hátíðarhöldurum tilkynning í gær um að Bowie yrði ekki nægilega hraustur til þess að geta troðið upp.

Rekstur húsfélaga

Hjá auka.is er hægt að fá upplýsinar og þjónustu tengda rekstri húsfélaga.

Bensínverð hærra útá landi

Bensínverð er mun hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu þar sem samkeppnin kemur neytendum til góða.

Lífshlaup í 32 töktum

Aðdáendur Quarashi geta fylgst með gerð nýju plötunnar á quarashi.simblogg.is. "Reglulega setjum við inn nýjar myndir eða myndbrot af okkur í hljóðverinu," segir Sölvi. "Núna erum við með svona karaókekerfi. Fólk getur sungið textana sjálft og sent inn, öðrum til áheyrnar."

Sparnaður og fjárfestingar

Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson, félagsfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðum Fjármála heimilanna, skrifar um fjárfestingar fyrir sparnað.

Besta fjárfestingin

Jóhanna Jónas fjárfesti í sjálfri sér fyrir átján árum og hefur aldrei iðrast þess. "Besta fjárfestingin sem ég hef gert var leiklistarnámið sem ég fór í til Bandaríkjanna.

Hvað kostar útlandaferðin

Spánn er vinsæll frístaður fyrir Íslendinga og á undanförnum árum hafa fluggjöld þangað sem og til annarra vinsælla áfangastaða lækkað til muna í verði.

Verð á hráolíu lækkar

Verð á hráolíu lækkaði í fyrradag og hefur því ekki verið lægra í tvo mánuði.

Tónleikasumarið

Tónleikasumarið mikla 2004 stendur nú sem hæst og þegar hafa einhverjir tónleikar átt sér stað en annarra er beðið með mikill óþreyju.

Sparnaður í stórmarkaði

Mörgum blöskrar verð á matvælum og skilja ekkert af hverju buddan er alltaf tóm eftir vikulegu ferðina í stórmarkaðinn.

Ódýrari bragðarefur

Hver er ekki orðinn leiður á því að keyra fram hjá hverri einustu ísbúð í bænum á heitum sumarkvöldum og alls staðar fullt út úr dyrum?

Skrattakollurinn góði

<strong>Hellboy: Seed of Destruction Mike Mignola, John Byrne</strong> Þessi bók kynnir til sögunnar rauða tröllið með afsöguðu hornin sem kallar sig Hellboy. Nafnið er býsna viðeigandi þar sem allt bendir til þess að hann komi einmitt beint upp úr neðra.

Nútímastúlka á fornum slóðum

<strong>Inu Yasha: Vol. 1 Höfundur: Rumiko Takahashi</strong> <strong>Rumiko Takahashi er</strong> víst einn ástsælasti myndasöguhöfundur Japans og ástæðurnar fyrir vinsældum hennar eru vel skiljanlegar við lestur á ævintýrinu um púkann <strong>Inu Yasha</strong> sem er hálfur maður og hálfur hundur.

Efast um að fá að hitta 50 Cent

Íslenska rappsveitin Quarashi hitar upp fyrir 50 Cent á tónleikum hans í Egilshöll í ágúst. Egill Ólafur Thorarensen er nýjasti meðlimur Quarashi og er orðinn spenntur fyrir tónleikunum. Hann ræðir í viðtali við DV um lífið í bandinu og það sem er framundan hjá þeim.

Vinsælasta heimildamynd sögunnar

Vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum þessa helgina er heimildamynd Michaels Moores, Fahrenheit 9/11, en hún var frumsýnd vestanhafs fyrir helgi. Þrjár milljónir kvikmyndahúsagesta sáu myndina.

Íslenskur tuddablús

Gítarleikarinn Smári Tarfur og söngvarinn Jenni úr Brain Police skipa hljómsveitina Hot Damn! Strákarnir spila rokkaðan blús og fyrsta lag þeirra hefur þegar fengið nokkra spilun. Lagið heitir hvorki meira né minna en Hot Damn That Woman is a Man.

Sjá næstu 50 fréttir