Efast um að fá að hitta 50 Cent 29. júní 2004 00:01 "Ég hef ábyggilega verið svona tíu ára þegar ég byrjaði að hafa áhuga rappi og er því að fíla þetta alveg í tætlur," segir Egill Ólafur Thorarensen, nýjasti meðlimur hljómsveitarinnar Quarashi, sem er betur þekktur undir nafninu Tiny. "Ég var alltaf lítill miðað við aldur og því festist þetta nafn við mig. Fólk er þó ekkert að kalla mig þetta heldur er Tiny frekar svona sviðsnafn." Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi farið ungur að hlusta á rapp hafi hann þó alls ekki verið eitthvað á undan öllum öðrum í tónlistinni og átt allar nýjustu plöturnar heldur að hann hafi heillast strax og hiphop bylgjan byrjaði að ryðja sér braut. Egill Ólafur gekkst til liðs við Quarashi núna um áramótin og segir samstarfið ganga vel. "Ég er náttúrlega lang yngstur og minnstur en þeir láta mig ekkert finna fyrir því," segir Tiny og bætir við að nú loksins eftir að hafa verið lokaður inni í stúdíói í langan tíma með strákunum sé hann kominn með kjark til að svara þeim og þori að rífast meira við þá. "Hann Sölvi getur náttúrulega verið svolítil frekja en þá verður maður bara að vera enn þá frekari. Það þýðir ekkert að vera of hógvær ef maður ætlar að fá sínu framgengt." Ný plata með Quarashi kemur út í haust og smáskífa með laginu Stun Gun er væntanleg. "Vonandi klárum við upptökur á næstu tveimur vikum enda er þetta búið að vera þétt dagskrá. Á plötunni verða nokkur lög sem eru af gamla skólanum en afgangurinn verður meira í hiphop dúrnum," segir Egill Ólafur og bætir við að platan verði líklega gefin út í Bandaríkjunum einnig. Hljómsveitin mun hita upp fyrir rapparann 50 Cent sem mun halda tónleika hér á landi í byrjun ágúst. "Það er náttúrlega frábært að fá að hita upp fyrir svona main stream rappstjörnu frá Bandaríkjunum en ég efast þó um að fá að hitta hann enda kemur maðurinn alltaf með þvílíkt fylgdarlið með sér og hefur ábyggilega engan áhuga á að hitta einhverja íslenska rappara. En þetta er mjög gott tækifæri fyrir okkur og einnig tækifæri fyrir fólk að fá að heyra plötuna okkar og sjá mjög góða tónleika." Egill var nánast óþekktur þegar hann gekk til liðs við strákana í Quarashi og hafði einungis gefið út eitt lag. Hann var í MH og gæti hugsað sér að klára stúdentinn fljótlega, en hefur engan áhuga á að fara aftur í gamla starfið sitt sem var að selja tölvur í BT. Quarashi er á leiðinni til Japans um miðjan október. Egill Ólafur segir Japani líklega mestu og stærstu aðdáendur hljómsveitarinnar og hefur enga aðra útskýringu á því nema hvað þeir séu með góðan tónlistarsmekk. "Ég er mjög spenntur fyrir Japans-ferðinni. Síðast þegar við fórum spiluðum við fyrir 15 þúsund manns og vona að það verði eins góð mæting núna. Mér heyrist að fólk sé orðið spennt þannig að þetta verður ábyggilega frábært." Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
"Ég hef ábyggilega verið svona tíu ára þegar ég byrjaði að hafa áhuga rappi og er því að fíla þetta alveg í tætlur," segir Egill Ólafur Thorarensen, nýjasti meðlimur hljómsveitarinnar Quarashi, sem er betur þekktur undir nafninu Tiny. "Ég var alltaf lítill miðað við aldur og því festist þetta nafn við mig. Fólk er þó ekkert að kalla mig þetta heldur er Tiny frekar svona sviðsnafn." Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi farið ungur að hlusta á rapp hafi hann þó alls ekki verið eitthvað á undan öllum öðrum í tónlistinni og átt allar nýjustu plöturnar heldur að hann hafi heillast strax og hiphop bylgjan byrjaði að ryðja sér braut. Egill Ólafur gekkst til liðs við Quarashi núna um áramótin og segir samstarfið ganga vel. "Ég er náttúrlega lang yngstur og minnstur en þeir láta mig ekkert finna fyrir því," segir Tiny og bætir við að nú loksins eftir að hafa verið lokaður inni í stúdíói í langan tíma með strákunum sé hann kominn með kjark til að svara þeim og þori að rífast meira við þá. "Hann Sölvi getur náttúrulega verið svolítil frekja en þá verður maður bara að vera enn þá frekari. Það þýðir ekkert að vera of hógvær ef maður ætlar að fá sínu framgengt." Ný plata með Quarashi kemur út í haust og smáskífa með laginu Stun Gun er væntanleg. "Vonandi klárum við upptökur á næstu tveimur vikum enda er þetta búið að vera þétt dagskrá. Á plötunni verða nokkur lög sem eru af gamla skólanum en afgangurinn verður meira í hiphop dúrnum," segir Egill Ólafur og bætir við að platan verði líklega gefin út í Bandaríkjunum einnig. Hljómsveitin mun hita upp fyrir rapparann 50 Cent sem mun halda tónleika hér á landi í byrjun ágúst. "Það er náttúrlega frábært að fá að hita upp fyrir svona main stream rappstjörnu frá Bandaríkjunum en ég efast þó um að fá að hitta hann enda kemur maðurinn alltaf með þvílíkt fylgdarlið með sér og hefur ábyggilega engan áhuga á að hitta einhverja íslenska rappara. En þetta er mjög gott tækifæri fyrir okkur og einnig tækifæri fyrir fólk að fá að heyra plötuna okkar og sjá mjög góða tónleika." Egill var nánast óþekktur þegar hann gekk til liðs við strákana í Quarashi og hafði einungis gefið út eitt lag. Hann var í MH og gæti hugsað sér að klára stúdentinn fljótlega, en hefur engan áhuga á að fara aftur í gamla starfið sitt sem var að selja tölvur í BT. Quarashi er á leiðinni til Japans um miðjan október. Egill Ólafur segir Japani líklega mestu og stærstu aðdáendur hljómsveitarinnar og hefur enga aðra útskýringu á því nema hvað þeir séu með góðan tónlistarsmekk. "Ég er mjög spenntur fyrir Japans-ferðinni. Síðast þegar við fórum spiluðum við fyrir 15 þúsund manns og vona að það verði eins góð mæting núna. Mér heyrist að fólk sé orðið spennt þannig að þetta verður ábyggilega frábært."
Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira