Efast um að fá að hitta 50 Cent 29. júní 2004 00:01 "Ég hef ábyggilega verið svona tíu ára þegar ég byrjaði að hafa áhuga rappi og er því að fíla þetta alveg í tætlur," segir Egill Ólafur Thorarensen, nýjasti meðlimur hljómsveitarinnar Quarashi, sem er betur þekktur undir nafninu Tiny. "Ég var alltaf lítill miðað við aldur og því festist þetta nafn við mig. Fólk er þó ekkert að kalla mig þetta heldur er Tiny frekar svona sviðsnafn." Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi farið ungur að hlusta á rapp hafi hann þó alls ekki verið eitthvað á undan öllum öðrum í tónlistinni og átt allar nýjustu plöturnar heldur að hann hafi heillast strax og hiphop bylgjan byrjaði að ryðja sér braut. Egill Ólafur gekkst til liðs við Quarashi núna um áramótin og segir samstarfið ganga vel. "Ég er náttúrlega lang yngstur og minnstur en þeir láta mig ekkert finna fyrir því," segir Tiny og bætir við að nú loksins eftir að hafa verið lokaður inni í stúdíói í langan tíma með strákunum sé hann kominn með kjark til að svara þeim og þori að rífast meira við þá. "Hann Sölvi getur náttúrulega verið svolítil frekja en þá verður maður bara að vera enn þá frekari. Það þýðir ekkert að vera of hógvær ef maður ætlar að fá sínu framgengt." Ný plata með Quarashi kemur út í haust og smáskífa með laginu Stun Gun er væntanleg. "Vonandi klárum við upptökur á næstu tveimur vikum enda er þetta búið að vera þétt dagskrá. Á plötunni verða nokkur lög sem eru af gamla skólanum en afgangurinn verður meira í hiphop dúrnum," segir Egill Ólafur og bætir við að platan verði líklega gefin út í Bandaríkjunum einnig. Hljómsveitin mun hita upp fyrir rapparann 50 Cent sem mun halda tónleika hér á landi í byrjun ágúst. "Það er náttúrlega frábært að fá að hita upp fyrir svona main stream rappstjörnu frá Bandaríkjunum en ég efast þó um að fá að hitta hann enda kemur maðurinn alltaf með þvílíkt fylgdarlið með sér og hefur ábyggilega engan áhuga á að hitta einhverja íslenska rappara. En þetta er mjög gott tækifæri fyrir okkur og einnig tækifæri fyrir fólk að fá að heyra plötuna okkar og sjá mjög góða tónleika." Egill var nánast óþekktur þegar hann gekk til liðs við strákana í Quarashi og hafði einungis gefið út eitt lag. Hann var í MH og gæti hugsað sér að klára stúdentinn fljótlega, en hefur engan áhuga á að fara aftur í gamla starfið sitt sem var að selja tölvur í BT. Quarashi er á leiðinni til Japans um miðjan október. Egill Ólafur segir Japani líklega mestu og stærstu aðdáendur hljómsveitarinnar og hefur enga aðra útskýringu á því nema hvað þeir séu með góðan tónlistarsmekk. "Ég er mjög spenntur fyrir Japans-ferðinni. Síðast þegar við fórum spiluðum við fyrir 15 þúsund manns og vona að það verði eins góð mæting núna. Mér heyrist að fólk sé orðið spennt þannig að þetta verður ábyggilega frábært." Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
"Ég hef ábyggilega verið svona tíu ára þegar ég byrjaði að hafa áhuga rappi og er því að fíla þetta alveg í tætlur," segir Egill Ólafur Thorarensen, nýjasti meðlimur hljómsveitarinnar Quarashi, sem er betur þekktur undir nafninu Tiny. "Ég var alltaf lítill miðað við aldur og því festist þetta nafn við mig. Fólk er þó ekkert að kalla mig þetta heldur er Tiny frekar svona sviðsnafn." Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi farið ungur að hlusta á rapp hafi hann þó alls ekki verið eitthvað á undan öllum öðrum í tónlistinni og átt allar nýjustu plöturnar heldur að hann hafi heillast strax og hiphop bylgjan byrjaði að ryðja sér braut. Egill Ólafur gekkst til liðs við Quarashi núna um áramótin og segir samstarfið ganga vel. "Ég er náttúrlega lang yngstur og minnstur en þeir láta mig ekkert finna fyrir því," segir Tiny og bætir við að nú loksins eftir að hafa verið lokaður inni í stúdíói í langan tíma með strákunum sé hann kominn með kjark til að svara þeim og þori að rífast meira við þá. "Hann Sölvi getur náttúrulega verið svolítil frekja en þá verður maður bara að vera enn þá frekari. Það þýðir ekkert að vera of hógvær ef maður ætlar að fá sínu framgengt." Ný plata með Quarashi kemur út í haust og smáskífa með laginu Stun Gun er væntanleg. "Vonandi klárum við upptökur á næstu tveimur vikum enda er þetta búið að vera þétt dagskrá. Á plötunni verða nokkur lög sem eru af gamla skólanum en afgangurinn verður meira í hiphop dúrnum," segir Egill Ólafur og bætir við að platan verði líklega gefin út í Bandaríkjunum einnig. Hljómsveitin mun hita upp fyrir rapparann 50 Cent sem mun halda tónleika hér á landi í byrjun ágúst. "Það er náttúrlega frábært að fá að hita upp fyrir svona main stream rappstjörnu frá Bandaríkjunum en ég efast þó um að fá að hitta hann enda kemur maðurinn alltaf með þvílíkt fylgdarlið með sér og hefur ábyggilega engan áhuga á að hitta einhverja íslenska rappara. En þetta er mjög gott tækifæri fyrir okkur og einnig tækifæri fyrir fólk að fá að heyra plötuna okkar og sjá mjög góða tónleika." Egill var nánast óþekktur þegar hann gekk til liðs við strákana í Quarashi og hafði einungis gefið út eitt lag. Hann var í MH og gæti hugsað sér að klára stúdentinn fljótlega, en hefur engan áhuga á að fara aftur í gamla starfið sitt sem var að selja tölvur í BT. Quarashi er á leiðinni til Japans um miðjan október. Egill Ólafur segir Japani líklega mestu og stærstu aðdáendur hljómsveitarinnar og hefur enga aðra útskýringu á því nema hvað þeir séu með góðan tónlistarsmekk. "Ég er mjög spenntur fyrir Japans-ferðinni. Síðast þegar við fórum spiluðum við fyrir 15 þúsund manns og vona að það verði eins góð mæting núna. Mér heyrist að fólk sé orðið spennt þannig að þetta verður ábyggilega frábært."
Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira