Lífið

Rokkland í beinni frá Hróarskeldu

Óli Palli, forseti Rokklands, er með lausn fyrir þá tónlistarunnendur sem líður vel á tónlistarhátíðum, en geta þó ómögulega hugsað sér að fara í rigninguna á Hróarskeldu í ár. Hann ætlar nefnilega að senda beint út frá hátíðinni í Rokkland, þætti sínum á Rás 2, næstkomandi sunnudag. Þátturinn fer sem fyrr í loftið klukkan 16 og verður tveggja stunda langur. Þar mun Óli spila viðtöl og tónleikaupptökur frá helstu sveitum sem leika á hátíðinni blautu. Hann ætti að vera búinn að safna saman góðum lager, þar sem sunnudagurinn er síðasti dagur hátíðarinnar. Óli Palli fórnar sér fyrir vinnuna og fór út í gær til þess að vaða leðjuna á milli tónleikasviða. Bara til þess að þegnar Rokklands, geti fengið að upplifa stemninguna á Hróarskeldu heima í stofu, eða á rúntinum í bílnum. Lengi lifi forsetinn!





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.