Fleiri fréttir

Árni Bragi valdi Aftureldingu fram yfir Val

Árni Bragi Eyjólfsson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu til næstu þriggja ára. Greint er frá þessu á Facebooksíðu Aftureldingar en Árni Bragi hafnaði tilboði frá Íslandsmeisturum Vals.

Umfjöllun: KA/Þór - Fram 25-28 | Fram sótti sigur til Akureyrar

Fram gerði góða ferð norður yfir heiðar í dag og vann sterkan 25-28 sigur á KA/Þór í næstsíðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Fram hafði yfirhöndina í leiknum en heimakonur náðu þó að gera leikinn spennandi í blálokin.

„Vonandi verður þetta gott skref fyrir mig“

„Þetta er búið að vera í samtali við þennan klúbb í einhverjar vikur. Endanlega í dag var þetta klárt,“ sagði Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta en í dag var staðfest að hann muni taka við sænska liðinu Skövde í sumar.

Sjáðu ó­trú­legu lokin sem Ás­geir sagði al­gjört fía­skó

„Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá,“ sagði afar óánægður Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir ótrúlegar lokasekúndur í hinum mikilvæga leik liðsins gegn Gróttu í Olís-deildinni í handbolta í gær.

Ásgeir Örn: Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá

Ásgeir Örn Hallgrímsson var virkilega ósáttur þegar liðið tapaði með einu marki á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar áttu erfitt uppdráttar allan leikinn en vafasamur dómur á loka mínútunni gerði útslagið.

Jónatan: Við erum að falla á tíma

„Ég er bara gríðarlega ósáttur“, sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir sex marka tap á móti Aftureldingu á heimavelli í kvöld.

Fyrsta tap Leipzig á árinu

Leipzig beið lægri hlut fyrir Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Arnór Þór Gunnarsson og samherjar hans í Bergischer unnu stórsigur á Hamm-Westfalen.

Kristján hættir hjá Guif

Kristján Andrésson hættir sem íþróttastjóri Eskilstuna Guif í vor. Hann er meðal þeirra sem hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands.

Tandri úlnliðsbrotinn

Tandri Már Konráðsson, handboltamaður í Stjörnunni, er úlnliðsbrotinn og verður frá keppni næstu vikurnar.

Allt jafnt fyrir síðari leikinn

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í Nantes gerðu jafntefli við pólska liðið Wisla Plock þegar liðin mættust í Póllandi í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld.

Elín Jóna spilaði í stóru tapi

Elín Jóna Þorsteindóttir og samherjar hennar í Ringköbing máttu þola ellefu marka tap þegar liðið tók á móti Ikast í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Sex íslensk mörk í tapi Volda

Volda beið lægri hlut gegn Bysåsen í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Rakel Sara Elvarsdóttir var markahæst í liði Volda í leiknum.

Aganefndin dæmdi Erling í bann en sleppti Mörtu

Marta Wawrzynkowska fær ekki leikbann eftir rauða spjaldið sem hún fékk í úrslitaleik bikarkeppninar í handbolta um helgina. Þjálfari karlaliðs ÍBV er hins vegar á leið í leikbann.

Vann bikar og Eddu sömu helgina

Helgin var vægast sagt eftirminnileg fyrir Blæ Hinriksson. Á laugardaginn varð hann bikarmeistari í handbolta með Aftureldingu og á sunnudaginn vann kvikmyndin Berdreymi, sem hann leikur í, verðlaun sem besta kvikmyndin á Edduverðlaunahátíðinni.

Sjá næstu 50 fréttir