Handbolti

Ísak fer sömu leið Ómar Ingi: Samdi við Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hinn ungi og bráðefnilegi Ísak Gústafsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val.
Hinn ungi og bráðefnilegi Ísak Gústafsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val. Valur

Selfyssingurinn Ísak Gústafsson hefur samið við Valsmenn og gengur til liðs við Hlíðarendafélagið í sumar.

Ísak er tvítugur og spilar sem örvhent skytta. Hann er mjög efnilegur leikmaður sem hefur verið að gera góða hluti í Olís-deildinni. Valsmenn segja á miðlum sínum að hann hafi skrifað undir þriggja ára samning.

„Ísak er ein efnilegasta örvhenta skytta landsins en hann er fastamaður í u21-árs landsliði Íslands og hefur leikið afar vel með Selfyssingum í vetur og skorað 96 mörk í Olísdeildinni,“segir í frétt Valsmanna.

Ísak er uppalinn á Selfossi og er kominn til baka eftir slæm meiðsli á síðasta tímabili.

Ísak hefur eins og áður sagði spilað vel með Selfossi í vetur og er með 5,1 mark og 2,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í Olís deildinni.

Ísak er að fara sömu leið Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon en þeir spila sömu stöðu. Ómar Ingi fór frá Selfossi til Vals árið 2014 og var síðan farinn út í atvinnumennsku tveimur árum síðar.

Valsmenn eru möguleika að missa leikmenn í atvinnumennsku eftir frábært tímabil og einn af þeim er örvhenta skyttan Arnór Snær Óskarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×