Aganefndin dæmdi Erling í bann en sleppti Mörtu Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2023 18:00 Marta Wawrzynkowska fékk umdeilt rautt spjald í bikarúrslitaleiknum um helgina. Vísir/Diego Marta Wawrzynkowska fær ekki leikbann eftir rauða spjaldið sem hún fékk í úrslitaleik bikarkeppninar í handbolta um helgina. Þjálfari karlaliðs ÍBV er hins vegar á leið í leikbann. Marta Wawrzynkowska fékk umdeilt rautt spjald þegar ÍBV mætti Val í bikarúrslitaleik kvenna í handknattleik um helgina. Spjaldið fékk hún eftir árekstur við Theu Imani Sturludóttur leikmann Vals en þrátt fyrir að missa Mörtu af velli tryggði ÍBV sér bikarmeistaratitilinn með 31-29 sigri. Aganefnd HSÍ fundaði í gær og í úrskurði nefndarinnar, sem birtur er á heimasíðu HSÍ, kemur fram að Marta Wawrzynkowska hafi í leiknum hlotið útilokun með skýrslu. Einnig kemur fram að dómarar leiksins hafi metið að brotið falli undir reglu 8:5 b) sem beitt er þegar leikmaður ræðst með „sérstaklega öflugri aðgerð gegn hluta líkama mótherja, sérstaklega andliti, hálsi eða hnakka.“ Niðurstaða nefndarinnar er þó sú að aðhafast ekki frekar vegna málsins. Marta er í leikmannahópi ÍBV gegn KA/Þór en leikur liðanna hófst í Eyjum klukkan 17:30. Á fundi aganefndarinnar í gær var einnig tekið fyrir mál Erlings Richardssonar, þjálfara karlaliðs ÍBV, sem hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar eftir leik Harðar og ÍBV á Ísafirði í síðustu viku. Niðurstaða nefndarinnar er að Erlingur er dæmdur í eins leiks bann og verður hann því ekki á hliðarlínunni þegar ÍBV mætir Fram í Eyjum á laugardag. Eyjamenn ættu þó ekki að vera í vandræðum með afleysingu því Magnús Stefánsson, aðstoðarþjálfari liðsins, verður aðalþjálfari ÍBV á næstu leiktíð eins og fram kom hér á Vísi á dögunum. Þá var einnig úrskurðað í málum Skarphéðins Ívars Einarssonar, leikmanns KA, og Þráins Orra Jónssonar, leikmanns Hauka, en báðir hluti þeir útilokun í leikjum sinna liða í síðustu umferð. Aganefndin ákvað þó að hvorugur leikmannanna fengi bann og verða þeir því klárir í slaginn í næstu umferð. Olís-deild kvenna Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Marta Wawrzynkowska fékk umdeilt rautt spjald þegar ÍBV mætti Val í bikarúrslitaleik kvenna í handknattleik um helgina. Spjaldið fékk hún eftir árekstur við Theu Imani Sturludóttur leikmann Vals en þrátt fyrir að missa Mörtu af velli tryggði ÍBV sér bikarmeistaratitilinn með 31-29 sigri. Aganefnd HSÍ fundaði í gær og í úrskurði nefndarinnar, sem birtur er á heimasíðu HSÍ, kemur fram að Marta Wawrzynkowska hafi í leiknum hlotið útilokun með skýrslu. Einnig kemur fram að dómarar leiksins hafi metið að brotið falli undir reglu 8:5 b) sem beitt er þegar leikmaður ræðst með „sérstaklega öflugri aðgerð gegn hluta líkama mótherja, sérstaklega andliti, hálsi eða hnakka.“ Niðurstaða nefndarinnar er þó sú að aðhafast ekki frekar vegna málsins. Marta er í leikmannahópi ÍBV gegn KA/Þór en leikur liðanna hófst í Eyjum klukkan 17:30. Á fundi aganefndarinnar í gær var einnig tekið fyrir mál Erlings Richardssonar, þjálfara karlaliðs ÍBV, sem hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar eftir leik Harðar og ÍBV á Ísafirði í síðustu viku. Niðurstaða nefndarinnar er að Erlingur er dæmdur í eins leiks bann og verður hann því ekki á hliðarlínunni þegar ÍBV mætir Fram í Eyjum á laugardag. Eyjamenn ættu þó ekki að vera í vandræðum með afleysingu því Magnús Stefánsson, aðstoðarþjálfari liðsins, verður aðalþjálfari ÍBV á næstu leiktíð eins og fram kom hér á Vísi á dögunum. Þá var einnig úrskurðað í málum Skarphéðins Ívars Einarssonar, leikmanns KA, og Þráins Orra Jónssonar, leikmanns Hauka, en báðir hluti þeir útilokun í leikjum sinna liða í síðustu umferð. Aganefndin ákvað þó að hvorugur leikmannanna fengi bann og verða þeir því klárir í slaginn í næstu umferð.
Olís-deild kvenna Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira