Leikur liðanna fór fram í Szeged en Veszprem endaði í þriðja sæti A-riðils Meistaradeildarinnar á meðan Pick Szeged hafnaði í sjötta sæti B-riðils.
Yfirburðir Veszprem voru miklir í kvöld. Þeir komust í 4-0 og 10-2 strax í upphafi leiks og leiddu með hvorki meira né minna en þrettán mörkum í hálfleik, staðan þá 20-7.
Síðari hálfleikur var jafnaði þó svo að úrslit leiksins hafi verið löngu ráðin. Veszprem hélt forystunni en mest varð hún fimmtán mörk.
Lokatölur 36-23 og Veszprem svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslitin en liðin mætast á seinni leik umspilsins á fimmtudag í næstu viku.
Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum í leiknum.