Andri: Fram er besta hraðaupphlaupslið á landinu Árni Gísli Magnússon skrifar 25. mars 2023 18:29 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, var svekktur með tap gegn Fram á heimavelli í dag en fann þó jákvæða punkta leik liðsins. „Svekktur vissulega því við unnum mikið í að koma til baka og vorum búin að hleypa þessu upp í hörkuleik í lokin, eitt mark, og þær voru í basli með okkur en við hefðum þurft að vera klókari síðustu einu og hálfa mínútuna og þá hefðum við getað klórað stig út úr þessu en auðvitað bara svekkjandi að tapa því að við lögðum mikið í þetta. Það sem við erum að klikka á er að við erum að fá á okkur gríðarlega mikið af mörkum í seinna tempóinu. Fram bara gerir þetta fáránlega vel, ég ætla gefa þeim það, en við engu að síður eigum að leysa þetta betur því við vorum oft á staðnum en það vantaði meiri klókindi í færslunum. Þórey er að fá alltof mikið af færum í seinna tempóinu þar sem við erum bara með lélegar færslur og við þurfum að laga það því mér finnst mjög líklegt að þessi lið mætist í úrslitkeppninni og það er bara áfram gakk.” KA/Þór er sem stendur í 4. sæti og Fram í því fimmta. Ein umferð er eftir af deildinni og þessi lið munu mætast í úrslitakeppninni ef þetta verður lokastaðan að deildarkeppninni lokinni. Hvernig ætlar Andri að nálgast það verkefni ef svo fer að liðin mætist í úrslitakeppninni? „Það kemur í ljós hvort við fáum þær en mér finnst það líklegt. Það er ekkert leyndarmál, það vita allir að Fram er besta hraðaupphlaupslið á landinu og við þurfum bara að halda áfram að skoða hvernig við lögum það því við fundum ekki lausnirnar í dag en engu að síður þá er ég ánægður með margt í leiknum hjá okkur. Mér fannst við vera taka ákveðið skref fram á við miðað við síðustu leiki en það er klárt að það eru áfram hlutir sem við erum að vinna í og við verðum að vera tilbúnar að bretta upp ermar og vinna þá vinnu.” Nathalia Soares og Rut Jónsdóttir skorar 17 af 25 mörkum liðins í dag. Þurfa ekki fleiri leikmenn að stíga upp sóknarlega? „Já klárlega. Við erum að tala um að það er plús á Rut allan leikinn og auðvitað er þetta oft svolítið hikst í kjölfarið að spila á móti svoleiðis vörn en engu að síður vorum við oft að spila okkur í ágætis stöður og ég var alveg ánægður með kerfin sem slík en við hefðum þurft að fara betur með færin og þurftum aðeins að finna betur hornin og línuna og þá hefðum við verið í betri málum.” Leikmenn og þjálfarar KA/Þór voru oft ósáttir með ákvarðanir dómara leiksins og létu óánægju sínu bersýnilega í ljós. Andri vildi þó ekkert tjá sig um það eftir leik. „Ég ætla segja no comment bara. Þeir eru að gera sitt besta og það er bara þannig”. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Fram Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
„Svekktur vissulega því við unnum mikið í að koma til baka og vorum búin að hleypa þessu upp í hörkuleik í lokin, eitt mark, og þær voru í basli með okkur en við hefðum þurft að vera klókari síðustu einu og hálfa mínútuna og þá hefðum við getað klórað stig út úr þessu en auðvitað bara svekkjandi að tapa því að við lögðum mikið í þetta. Það sem við erum að klikka á er að við erum að fá á okkur gríðarlega mikið af mörkum í seinna tempóinu. Fram bara gerir þetta fáránlega vel, ég ætla gefa þeim það, en við engu að síður eigum að leysa þetta betur því við vorum oft á staðnum en það vantaði meiri klókindi í færslunum. Þórey er að fá alltof mikið af færum í seinna tempóinu þar sem við erum bara með lélegar færslur og við þurfum að laga það því mér finnst mjög líklegt að þessi lið mætist í úrslitkeppninni og það er bara áfram gakk.” KA/Þór er sem stendur í 4. sæti og Fram í því fimmta. Ein umferð er eftir af deildinni og þessi lið munu mætast í úrslitakeppninni ef þetta verður lokastaðan að deildarkeppninni lokinni. Hvernig ætlar Andri að nálgast það verkefni ef svo fer að liðin mætist í úrslitakeppninni? „Það kemur í ljós hvort við fáum þær en mér finnst það líklegt. Það er ekkert leyndarmál, það vita allir að Fram er besta hraðaupphlaupslið á landinu og við þurfum bara að halda áfram að skoða hvernig við lögum það því við fundum ekki lausnirnar í dag en engu að síður þá er ég ánægður með margt í leiknum hjá okkur. Mér fannst við vera taka ákveðið skref fram á við miðað við síðustu leiki en það er klárt að það eru áfram hlutir sem við erum að vinna í og við verðum að vera tilbúnar að bretta upp ermar og vinna þá vinnu.” Nathalia Soares og Rut Jónsdóttir skorar 17 af 25 mörkum liðins í dag. Þurfa ekki fleiri leikmenn að stíga upp sóknarlega? „Já klárlega. Við erum að tala um að það er plús á Rut allan leikinn og auðvitað er þetta oft svolítið hikst í kjölfarið að spila á móti svoleiðis vörn en engu að síður vorum við oft að spila okkur í ágætis stöður og ég var alveg ánægður með kerfin sem slík en við hefðum þurft að fara betur með færin og þurftum aðeins að finna betur hornin og línuna og þá hefðum við verið í betri málum.” Leikmenn og þjálfarar KA/Þór voru oft ósáttir með ákvarðanir dómara leiksins og létu óánægju sínu bersýnilega í ljós. Andri vildi þó ekkert tjá sig um það eftir leik. „Ég ætla segja no comment bara. Þeir eru að gera sitt besta og það er bara þannig”.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Fram Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira