Andri: Fram er besta hraðaupphlaupslið á landinu Árni Gísli Magnússon skrifar 25. mars 2023 18:29 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, var svekktur með tap gegn Fram á heimavelli í dag en fann þó jákvæða punkta leik liðsins. „Svekktur vissulega því við unnum mikið í að koma til baka og vorum búin að hleypa þessu upp í hörkuleik í lokin, eitt mark, og þær voru í basli með okkur en við hefðum þurft að vera klókari síðustu einu og hálfa mínútuna og þá hefðum við getað klórað stig út úr þessu en auðvitað bara svekkjandi að tapa því að við lögðum mikið í þetta. Það sem við erum að klikka á er að við erum að fá á okkur gríðarlega mikið af mörkum í seinna tempóinu. Fram bara gerir þetta fáránlega vel, ég ætla gefa þeim það, en við engu að síður eigum að leysa þetta betur því við vorum oft á staðnum en það vantaði meiri klókindi í færslunum. Þórey er að fá alltof mikið af færum í seinna tempóinu þar sem við erum bara með lélegar færslur og við þurfum að laga það því mér finnst mjög líklegt að þessi lið mætist í úrslitkeppninni og það er bara áfram gakk.” KA/Þór er sem stendur í 4. sæti og Fram í því fimmta. Ein umferð er eftir af deildinni og þessi lið munu mætast í úrslitakeppninni ef þetta verður lokastaðan að deildarkeppninni lokinni. Hvernig ætlar Andri að nálgast það verkefni ef svo fer að liðin mætist í úrslitakeppninni? „Það kemur í ljós hvort við fáum þær en mér finnst það líklegt. Það er ekkert leyndarmál, það vita allir að Fram er besta hraðaupphlaupslið á landinu og við þurfum bara að halda áfram að skoða hvernig við lögum það því við fundum ekki lausnirnar í dag en engu að síður þá er ég ánægður með margt í leiknum hjá okkur. Mér fannst við vera taka ákveðið skref fram á við miðað við síðustu leiki en það er klárt að það eru áfram hlutir sem við erum að vinna í og við verðum að vera tilbúnar að bretta upp ermar og vinna þá vinnu.” Nathalia Soares og Rut Jónsdóttir skorar 17 af 25 mörkum liðins í dag. Þurfa ekki fleiri leikmenn að stíga upp sóknarlega? „Já klárlega. Við erum að tala um að það er plús á Rut allan leikinn og auðvitað er þetta oft svolítið hikst í kjölfarið að spila á móti svoleiðis vörn en engu að síður vorum við oft að spila okkur í ágætis stöður og ég var alveg ánægður með kerfin sem slík en við hefðum þurft að fara betur með færin og þurftum aðeins að finna betur hornin og línuna og þá hefðum við verið í betri málum.” Leikmenn og þjálfarar KA/Þór voru oft ósáttir með ákvarðanir dómara leiksins og létu óánægju sínu bersýnilega í ljós. Andri vildi þó ekkert tjá sig um það eftir leik. „Ég ætla segja no comment bara. Þeir eru að gera sitt besta og það er bara þannig”. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Fram Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira
„Svekktur vissulega því við unnum mikið í að koma til baka og vorum búin að hleypa þessu upp í hörkuleik í lokin, eitt mark, og þær voru í basli með okkur en við hefðum þurft að vera klókari síðustu einu og hálfa mínútuna og þá hefðum við getað klórað stig út úr þessu en auðvitað bara svekkjandi að tapa því að við lögðum mikið í þetta. Það sem við erum að klikka á er að við erum að fá á okkur gríðarlega mikið af mörkum í seinna tempóinu. Fram bara gerir þetta fáránlega vel, ég ætla gefa þeim það, en við engu að síður eigum að leysa þetta betur því við vorum oft á staðnum en það vantaði meiri klókindi í færslunum. Þórey er að fá alltof mikið af færum í seinna tempóinu þar sem við erum bara með lélegar færslur og við þurfum að laga það því mér finnst mjög líklegt að þessi lið mætist í úrslitkeppninni og það er bara áfram gakk.” KA/Þór er sem stendur í 4. sæti og Fram í því fimmta. Ein umferð er eftir af deildinni og þessi lið munu mætast í úrslitakeppninni ef þetta verður lokastaðan að deildarkeppninni lokinni. Hvernig ætlar Andri að nálgast það verkefni ef svo fer að liðin mætist í úrslitakeppninni? „Það kemur í ljós hvort við fáum þær en mér finnst það líklegt. Það er ekkert leyndarmál, það vita allir að Fram er besta hraðaupphlaupslið á landinu og við þurfum bara að halda áfram að skoða hvernig við lögum það því við fundum ekki lausnirnar í dag en engu að síður þá er ég ánægður með margt í leiknum hjá okkur. Mér fannst við vera taka ákveðið skref fram á við miðað við síðustu leiki en það er klárt að það eru áfram hlutir sem við erum að vinna í og við verðum að vera tilbúnar að bretta upp ermar og vinna þá vinnu.” Nathalia Soares og Rut Jónsdóttir skorar 17 af 25 mörkum liðins í dag. Þurfa ekki fleiri leikmenn að stíga upp sóknarlega? „Já klárlega. Við erum að tala um að það er plús á Rut allan leikinn og auðvitað er þetta oft svolítið hikst í kjölfarið að spila á móti svoleiðis vörn en engu að síður vorum við oft að spila okkur í ágætis stöður og ég var alveg ánægður með kerfin sem slík en við hefðum þurft að fara betur með færin og þurftum aðeins að finna betur hornin og línuna og þá hefðum við verið í betri málum.” Leikmenn og þjálfarar KA/Þór voru oft ósáttir með ákvarðanir dómara leiksins og létu óánægju sínu bersýnilega í ljós. Andri vildi þó ekkert tjá sig um það eftir leik. „Ég ætla segja no comment bara. Þeir eru að gera sitt besta og það er bara þannig”.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Fram Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira