Handbolti

Áhorfendur ruddust inn á leikvöllinn og flugeldum skotið á loft innanhús

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Vardar voru um tíma eitt besta handboltalið Evrópu. Þessi mynd er frá þeim tíma.
Vardar voru um tíma eitt besta handboltalið Evrópu. Þessi mynd er frá þeim tíma. Axel Heimken/Getty Images

Toppslagurinn í norður-makedóníska handboltanum í dag fór rækilega úr böndunum og raunar ótrúlegt að leikurinn skuli hafa verið kláraður.

Í leiknum áttust við erkifjendurnir Vardar Skopje og Eurofarm Pelister en Vardar vann nokkuð öruggan sigur á heimavelli sínum í dag og steig þar með stórt skref í átt að titlinum.

Leiksins verður þó frekar minnst fyrir glórulausa hegðun stuðningsmanna beggja liða en eins og sjá má á myndböndum hér að neðan réðu umsjónaraðilar leiksins ekkert við það ástand sem skapaðist eftir að stuðningsmannahópur gestaliðsins ruddist inn á áhorfendapallana.

Sjón er sögu ríkari en nokkur myndbönd úr leiknum, sem kláraðist á rúmum tveimur klukkustundum, má sjá í Twitter þræðinum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×