Fleiri fréttir

„Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum“

Seinni bylgjan tók sérstaklega fyrir þjálfara Haukakvenna í síðasta þætti sínum en það leit út fyrir að reynsluboltinn Ragnar Hermannsson hefði verið allt of seinn að bregðast við þegar Haukar misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik.

Elliði framlengir hjá Gummersbach

Landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við þýska úrvalsdeildarfélagið VfL Gummersbach.

Íslendingalið Fredericia fékk skell

Íslendingaliðið Fredericia, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og með Einar Þorstein Ólafsson innanborðs, mátti þola átta marka tap er liðið heimsótti Skanderborg til Árósa í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 33-25.

„Einn mesti stormur í vatnsglasi sem ég hef upplifað“

Hrannari Guðmundssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, finnst Valsmenn vera full viðkvæmir þessa dagana og bendir á viðbrögð þeirra við umræðunni um Tryggva Garðar Jónsson og styrk Ferencváros sem Valur sigraði í Evrópudeildinni.

„Það sem ég er ánægðastur með er frammistaðan“

„Þetta var virkilega góður handboltaleikur og ég er ánægður með mína stráka,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR sáttur eftir jafntefli gegn Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 

Leikbann Alexanders dregið til baka

Leikbannið sem Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, var dæmdur í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Benidorm í Evrópudeildinni 1. nóvember hefur verið dregið til baka. Hann getur því spilað gegn Flensburg í næstu viku.

Darri fær nagla í ristina á föstu­dag

Darri Aronsson, leikmaður Ivry í Frakklandi, fer í aðgerð á föstudaginn kemur þar sem settir verða naglar í rist leikmannsins vegna ristarbrots sem hann varð fyrir í júlí á þessu ári. Þó Darri hafi verið í spelku síðan þá sem og endurhæfingu þá er hann enn á sama stað í dag og skömmu eftir brot.

Frakkar hirtu toppsætið | Jafnt hjá Hollendingum og Spánverjum

Tveir leikir fóru fram í milliriðli tvö á Evrópumóti kvenna í handbolta í kvöld. Hollendingar og Spánverjar gerðu jafntefli í fyrri leik kvölsins, 29-29, og Frakkar unnu öruggan átta marka sigur gegn Svartfellingum í toppslag riðilsins, 27-19.

Rúnar að snúa gengi Leipzig við

Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson var markahæsti maður vallarins með níu mörk er Leipzig vann öruggan tíu marka sigur gegn botnliði Hamm-Westfalen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 33-23. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur liðið nú unnið tvo leiki í röð eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við liðinu.

Botnliðið lét Fram hafa fyrir sér

Toppbaráttulið Fram þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti stigalausa Harðverja í Olís-deild karla í handbolta í dag. Gestirnir unnu þó að lokum nauman eins marks sigur, 31-32, og heldur sér því í öðru sæti deildarinnar.

Teitur og félagar stukku upp í þriðja sætið

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg stukku upp í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta er liðið vann góðan tveggja marka sigur gegn HC Erlangen í kvöld, 31-29.

Norðmenn og Danir deila toppsætinu

Noregur og Danmörk deila toppsæti milliriðils eitt eftir leiki kvöldsins á Evrópumóti kvenna í handbolta. Danir unnu öruggan níu marka sigur gegn Króatíu, 26-17, og Norðmenn höfðu betur gegn Svíum, .

„Við drápum leikinn með fyrstu bylgju hraðaupphlaupum“

Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörunnar, var sáttur með frammistöðu sinna kvenna er þær unnu fimm marka sigur 36-31 á Haukum í Olís-deild kvenna í kvöld. Stjarnan náði forystu strax á fyrstu mínútum leiksins og hélt henni til leiksloka. 

Öruggt hjá Fram á Akur­eyri

Fram gerði góða ferð til Akureyrar í Olís deild kvenna og vann ellefu marka sigur á KA/Þór, lokatölur 24-35.

Umfjöllun: ÍBV - Grótta 34-31 | Rúnar dró vagninn gegn Seltyrningum

Eyjamenn tóku á móti Gróttu í níundu umferð Olís deildar karla en Eyjamenn höfðu fyrir leik tapað tveimur deildarleikjum í röð og unnu síðast í deildinni fyrir meira en mánuði síðan. Leikurinn í dag var leikinn af krafti og endaði með þriggja marka sigri ÍBV, 34-31.

Ála­borg marði Ribe-Esb­jerg án Arons

Íslendingaliðin Álaborg og Ribe-Esbjerg mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Heimamenn voru án Arons Pálmarsson en það kom ekki að sök þar sem þeir unnu eins marks sigur, 29-28.

Flautu­mark tryggði Rúmeníu sigur

Rúmenía vann Spán með minnsta mun í milliriðli Evrópumóts kvenna í handbolta. Sigurmarkið kom í þann mund sem lokaflautið gall. Fyrr í dag vann Þýskaland sannfærðan sigur á Hollandi.

Slóvenía vann stórsigur og Danir kreistu fram sigur gegn Ungverjum

Keppni í milliriðlum Evópumóts kvenna í handbolta hófst í kvöld með tveimur leikjum. Slóvenía vann öruggan átta marka sigur gegn Króötum, 26-18, og Danir þurftu að hafa fyrir hlutunum gegn Ungverjum, en unnu að lokum nauman tveggja marka sigur, 29-27.

Viggó fór á kostum í fyrsta leik Rúnars | Gummersbach hafði betur í Íslendingaslag

Nýliðar Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar og með þá Elliða Snæ Vignisson og Hákon Daða Styrmisson innanborðs, unnu virkilega sterkan tveggja marka sigur er liðið tók á móti Teiti Erni Einarssyni og félögum hans í Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-29. Þá fór Viggó Kristjánsson á kostum er Leipzig vann nauman eins marks sigur gegn Wetzlar í fyrsta leik liðsins undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar.

Sjá næstu 50 fréttir