Handbolti

Sví­þjóð heldur í vonina um að komast í undan­úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jamina Roberts var frábær í kvöld.
Jamina Roberts var frábær í kvöld. David Aliaga/Getty Images

Svíþjóð vann góðan fimm marka sigur á Ungverjalandi á EM kvenna í handbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Svíþjóð á enn möguleika á að komast í undanúrslit.

Svíþjóð þurfti sigur í kvöld til að halda vonum sínum á lífi og það gekk eftir. Liðið spilaði frábæran sóknarleik í fyrri hálfleik og magnaða vörn í þeim síðari. Fór það svo að Svíþjóð vann leikinn með fimm marka mun, 30-25.

Jamina Roberts var allt í öllu sóknarlega hjá Svíum en hún skoraði níu mörk í kvöld. Sigur kvöldsins þýðir að Svíþjóð er með fjögur stig í þriðja sæti milliriðils I. Noregur hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum en Danmörk, sem mætir Noregi á miðvikudag, er í öðru sæti.

Svíþjóð þarf því að treysta á sigur Noregs sem og Svíar þurfa að vinna sinn leik gegn Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×