„Það sem ég er ánægðastur með er frammistaðan“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 22:00 Bjarni Fritzson þjálfari ÍR, var sáttur með eitt stig gegn Aftureldingu í kvöld Vísir: Vilhelm „Þetta var virkilega góður handboltaleikur og ég er ánægður með mína stráka,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR sáttur eftir jafntefli gegn Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Við erum að spila á móti mjög góður liði og vorum að spila mjög góðan leik. Þeir fengu fimm sekúndur til að vera sjö á fimm og hann er náttúrulega frábær í horninu, Igor og gerði hrikalega vel. Þetta var kannski færi sem að mér sýndist ekki vera frábært en hann er í mjög háum gæðaklassa eins og flestir eru í Aftureldingarliðinu og náði að sækja þetta jafntefli fyrir þá.“ Í síðasta leik gegn Stjörnunni áttu ÍR-ingar erfitt uppdráttar varnarlega í fyrri hálfleik en það small í seinni hálfleik. Bjarni segir varnarleikinn líta betur út með hverjum deginum en það þurfi að fá betri lausnir í sóknarleikinn. „Í síðasta leik var ég ánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik og hann small vel hjá okkur. Það sem hefur verið seinustu tvo leiki á móti Selfoss og Stjörnunni, þá hef ég ekki verið ánægður með ákefðina og kannski lausnirnar sóknarlega, fyrir mig persónulega sjálfan. Við erum að leggja áherslu áfram á að þróa varnarleikinn sem að mér finnst líta betur og betur út með hverjum deginum. En við þurfum að fá betra tempó í sóknarleikinn og aðeins betri lausnir og líka betri árásir. Ég var sérsaklega ánægður með það því að ef þú ert að leggja hart að þér að það skili sér inn á gólfið, þá er það náttúrulega alltaf gott.“ Bjarni ætlar að leggja áherslu áfram á varnarleikinn og skoða það sem betur mátti fara varnarlega. „Þetta verður áframhaldandi vinna, þetta er eitt gott stig. Það sem ég er ánægðastur með er frammistaðan og að strákarnir fóru svolítið út úr skelinni eins og ég talaði um eftir síðasta leik. Þetta er þrotlaus vinna alla daga í öllu. Nú skoðum við að það er ýmislegt sem að við getum gert betur og við verðum betri í því.“ ÍR Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Afturelding 31-31| Jafntefli niðurstaðan í æsispennandi leik ÍR-ingar áttu erfitt verkefni að höndum er þeir tóku á móti Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar með forystu bróðurpart leiksins en misstu hana niður þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og 31-31 varð því niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. nóvember 2022 21:30 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
„Við erum að spila á móti mjög góður liði og vorum að spila mjög góðan leik. Þeir fengu fimm sekúndur til að vera sjö á fimm og hann er náttúrulega frábær í horninu, Igor og gerði hrikalega vel. Þetta var kannski færi sem að mér sýndist ekki vera frábært en hann er í mjög háum gæðaklassa eins og flestir eru í Aftureldingarliðinu og náði að sækja þetta jafntefli fyrir þá.“ Í síðasta leik gegn Stjörnunni áttu ÍR-ingar erfitt uppdráttar varnarlega í fyrri hálfleik en það small í seinni hálfleik. Bjarni segir varnarleikinn líta betur út með hverjum deginum en það þurfi að fá betri lausnir í sóknarleikinn. „Í síðasta leik var ég ánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik og hann small vel hjá okkur. Það sem hefur verið seinustu tvo leiki á móti Selfoss og Stjörnunni, þá hef ég ekki verið ánægður með ákefðina og kannski lausnirnar sóknarlega, fyrir mig persónulega sjálfan. Við erum að leggja áherslu áfram á að þróa varnarleikinn sem að mér finnst líta betur og betur út með hverjum deginum. En við þurfum að fá betra tempó í sóknarleikinn og aðeins betri lausnir og líka betri árásir. Ég var sérsaklega ánægður með það því að ef þú ert að leggja hart að þér að það skili sér inn á gólfið, þá er það náttúrulega alltaf gott.“ Bjarni ætlar að leggja áherslu áfram á varnarleikinn og skoða það sem betur mátti fara varnarlega. „Þetta verður áframhaldandi vinna, þetta er eitt gott stig. Það sem ég er ánægðastur með er frammistaðan og að strákarnir fóru svolítið út úr skelinni eins og ég talaði um eftir síðasta leik. Þetta er þrotlaus vinna alla daga í öllu. Nú skoðum við að það er ýmislegt sem að við getum gert betur og við verðum betri í því.“
ÍR Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Afturelding 31-31| Jafntefli niðurstaðan í æsispennandi leik ÍR-ingar áttu erfitt verkefni að höndum er þeir tóku á móti Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar með forystu bróðurpart leiksins en misstu hana niður þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og 31-31 varð því niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. nóvember 2022 21:30 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Afturelding 31-31| Jafntefli niðurstaðan í æsispennandi leik ÍR-ingar áttu erfitt verkefni að höndum er þeir tóku á móti Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar með forystu bróðurpart leiksins en misstu hana niður þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og 31-31 varð því niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. nóvember 2022 21:30