Handbolti

Frakkar og Svartfellingar í undanúrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Orlane Kanor var markahæst í liði Frakka í kvöld með fimm mörk.
Orlane Kanor var markahæst í liði Frakka í kvöld með fimm mörk. Henk Seppen/Orange Pictures/BSR Agency/Getty Images

Frakkland og Svartfjallaland eru á leið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í handbolta, en þjóðirnar unnu báðar sigra í kvöld.

Svartfellingar unnu nauman eins marks sigur gegn botnliði Rúmena er liðin mættust í fyrri leik kvöldsins í milliriðli tvö, 35-34. Með sigrinum tryggði liðið sér annað sæti riðilsins og þar með sæti í undanúrslitum.

Þá unnu Frakkar öruggan átta marka sigur gegn Þjóðverjum í seinni leik kvöldsins, 29-21. Liðið hafði þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum, en sigur kvöldsins þýðir að liðið hefur nú tryggt sér sigur í riðlinum.

Frakkar og Svartfellingar eru því á leið í undanúrslit ásamt norsku stelpunum hans Þóris Hergeirssonar, en á morgun kemur í ljós hvort það verði Danir, Svíar eða Slóvenar sem tryggja sér fjórða og seinasta sætið í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×