Fleiri fréttir

Ólík hlutskipti gestgjafanna á HM í handbolta

Í dag var dregið í riðla fyrir HM í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Það má með sanni segja að hlutskipti gestgjafanna séu mjög ólík en Svíar eiga sigur í sínum riðli næsta vísan.

Ísland með Ungverjalandi í riðli á HM í handbolta

Dregið var í riðla fyrir HM í handbolta sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð í janúar á næsta ári. Íslendingar lentu meðal annars í riðli með Ungverjum þegar mótið verður haldið í 28. sinn.

Þorsteinn Leó tryggði Íslandi dramatískt jafntefli

Þorsteinn Leó Gunnarsson reyndist hetja U20 ára landsliðs Íslands þegar hann tryggði liðinu jafntefli, 35-35, með seinasta skoti leiksins er liðið mætti Svíþjóð í opnunarleik Opna Skandinavíumótsins í handbolta sem fram ferí Noregi.

Arna Sif til meistaranna

Handboltakonan Arna Sif Pálsdóttir hefur gert tveggja ára samning við Íslandsmeistara Fram.

Höfnuðu Degi en hleyptu Hollandi og Slóveníu á HM

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur nú tekið ákvörðun um það hvaða tvö landslið fá sérstök boðsæti (e. Wild Card) á HM karla sem fram fer í byrjun næsta árs, í Svíþjóð og Póllandi.

Grétar sá fjórði í efstu deild Frakklands

Nú er ljóst að hið minnsta fjórir íslenskir handboltamenn munu leika í efstu deild Frakklands á næstu leiktíð því markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson hefur samið við nýliða Sélestat.

Ómar Ingi lang­bestur í Þýska­landi

Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var í dag kjörinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta en hann leikur með Þýskalandsmeisturum Magdeburg.

„Ég fór hratt í djúpu laugina“

Goðsögnin Ólafur Stefánsson fór aftur út í þjálfun í vetur er hann gerðist aðstoðarþjálfari hjá þýska handknattleiksfélaginu Erlangen. Hann er að finna sig vel í nýja starfinu og verður áfram í Þýskalandi en hann samdi upprunalega við liðið í febrúar fyrr á þessu ári.

Ragnheiður heim í Hauka

Handknattleikskonan Ragnheiður Sveinsdóttir hefur samið við Hauka á nýjan leik eftir tveggja og hálfs árs dvöl hjá Val á Hlíðarenda. Hún varð bikarmeistari með Val á síðustu leiktíð en hefur nú ákveðið að snúa á heimaslóðir. 

Tvöfaldir Evrópumeistarar settir í bann

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í dag að norður-makedónska meistaraliðið Vardar mætti ekki taka þátt í Evrópukeppnum á næstu leiktíð.

„Hef ekki náð hátindi míns ferils“

Handknattleiksmaðurinn Aron Dagur Pálsson skrifaði undir samning við Íslands-, bikar- og deildarmeistara Vals í vikunni, en hann kemur til liðsins frá Noregsmeisturum Elverum. Aron segir nokkur tilboð hafa legið á borðinu, en honum hafi þótt Valur vera með mest spennandi verkefnið í gangi.

Sveinn til Skjern

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson hefur samið við danska félagið Skjern. Gildir samningurinn til eins árs.

„Tímabil sem byrjaði vel og endaði vel“

Aðalsteinn Eyjólfsson segist hafa lært mikið af þarsíðasta tímabili en hann stýrði liði sínu Kadetten til sigurs í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í ár. Aðalsteinn hefur þjálfað liðið frá 2020 en hann hefur verið þjálfari erlendis frá árinu 2008.

Aron Dagur semur við Val

Stórar fréttir voru að berast frá Hlíðarenda fyrir skömmu þegar Valsarar tilkynntu nýjasta liðsstyrkinn fyrir komandi leiktímabil, Aron Dag Pálsson.

Róbert fær liðsstyrk til Gróttu

Elvar Otri Hjálmarsson hefur gengið til liðs við Gróttu frá Fjölni. Elvar skrifaði undir tveggja ára samning við Gróttu.

Haukur ekki með í úrslitaleiknum

Haukur Þrastarson er ekki í 16 manna leikmannahóp Vive Kielce fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni gegn Barcelona seinna í dag.

Haukur mætir Barcelona í úrslitum

Barcelona vann nokkuð sannfærandi 34-30 sigur þegar liðið atti kappi við Kiel í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla í Lanxess-höllinni í Köln í dag.

„Kvíði því einna mest að vera þjálfari á móti Íslandi“

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, segist ekki útiloka heimkomu til Íslands þegar samningur hans við þýska handknattleikssambandið rennur út árið 2024. Alfreð segist þá hræddur við tilhugsunina að mæta Íslandi fram að þeim tímapunkti.

Efni­legur horna­maður í raðir FH

FH hefur samið við Arnar Stein Arnarsson, efnilegan hægri hornamann, sem spilaði áður með Víking. Arnar Steinn skrifar undir samning í Kaplakrika til þriggja ára. Frá þessu er greint á Facebook-síðu félagsins.

Ólafur til Sviss en meistararnir voru of seinir

Landsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson mun leika í Sviss næsta vetur en hann hefur samið við Amicitia Zürich um að spila með liðinu. Þar með bætist enn í hóp íslensks handboltafólks hjá félaginu.

Elvar Örn skot­fastastur í Þýska­landi

Íslenski landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson, leikmaður MT Melsungen, reyndist skotfastasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta á nýliðnu tímabili.

Ólafur Andrés yfir­gefur Montpelli­er

Ólafur Andrés Guðmundsson mun ekki leika með Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð. Hann er einn fjögurra leikmanna liðsins sem fær ekki áframhaldandi samning hjá félaginu.

Sveinn þurfti að fara aftur undir hnífinn

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson þurfti að gangast undir aðra aðgerð á hné vegna alvarlegra meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu með íslenska landsliðinu seint á síðasta ári.

Sjá næstu 50 fréttir