Handbolti

Arna Sif til meistaranna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arna Sif Pálsdóttir í baráttu við verðandi samherja sína í Fram.
Arna Sif Pálsdóttir í baráttu við verðandi samherja sína í Fram. vísir/bára

Handboltakonan Arna Sif Pálsdóttir hefur gert tveggja ára samning við Íslandsmeistara Fram.

Arna lék ekkert á síðasta tímabili vegna barneigna. Síðast lék hún með Val. Arna er uppalinn hjá HK og hefur einnig leikið með ÍBV hér á landi.

Hin 34 ára lék í níu ár sem atvinnumaður, í Danmörku, Frakklandi og Ungverjalandi. Hún er einn leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.

Fram varð Íslands- og deildarmeistari á síðasta tímabili en varð að sætta sig við silfur í Coca Cola-bikarnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.