Ómar Ingi í liði ársins annað árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2022 12:01 Ómar Ingi Magnússon átti frábært tímabil er Magdeburg varð þýskur meistari í handbolta. Ronny Hartmann/picture alliance via Getty Images Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er í liði ársins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta annað árið í röð. Ómar varð þýskur meistari með liði sínu, Magdeburg. Ásamt því var Ómar hársbreidd frá því að verja markakóngstitil sinn í deildinni, en hann skoraði 237 mörk á tímabilinu. Aðeins Hans Lindberg skorðaði fleiri mörk á tímabilinu, eða 242 mörk. Þá var Ómar einnig iðinn við að leggja upp fyrir liðsfélaga sína, en hann var þriðji stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 124 stykki. Ómar er eini Íslendingurinn sem kemst í lið ársins, og það sem meira er þá er hann eini leikmaðurinn úr meistaraliði Magdeburg sem kemst í liðið. Notast var við hina ýmsu tölfræðiþætti eftir hvern leik fyrir sig til að ákvarða lið ársins. Flensburg-Handewitt, lið Teits Arnar Einarssonar, á flesta fulltrúa í liðinu, eða fjóra talsins. Það eru þeir Kevin Möller, Hampus Wanne, Johannes Golla og Jim Gottfridson. Simon Jeppsson úr liði HC Erlangen er í stöðu vinstri skyttu og áðurnefndur Hans Lindberg er sjöundi maður liðsins í hægra horni. Þá gefst aðdáendum þýsku deildarinnar nú til boða að kjósa besta leikmann tímabilsins þar sem allir sjö leikmenn liðs ársins eru tilnefndir. Kosningunni lýkur á miðnætti næstkomandi sunnudag, en hægt er að kjósa með því að smella hér. Ómar Ingi Magnússon er eini leikmaður þýsku meistaranna sem kemst í lið ársins.liquimoly-hbl.de Þýski handboltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Ásamt því var Ómar hársbreidd frá því að verja markakóngstitil sinn í deildinni, en hann skoraði 237 mörk á tímabilinu. Aðeins Hans Lindberg skorðaði fleiri mörk á tímabilinu, eða 242 mörk. Þá var Ómar einnig iðinn við að leggja upp fyrir liðsfélaga sína, en hann var þriðji stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 124 stykki. Ómar er eini Íslendingurinn sem kemst í lið ársins, og það sem meira er þá er hann eini leikmaðurinn úr meistaraliði Magdeburg sem kemst í liðið. Notast var við hina ýmsu tölfræðiþætti eftir hvern leik fyrir sig til að ákvarða lið ársins. Flensburg-Handewitt, lið Teits Arnar Einarssonar, á flesta fulltrúa í liðinu, eða fjóra talsins. Það eru þeir Kevin Möller, Hampus Wanne, Johannes Golla og Jim Gottfridson. Simon Jeppsson úr liði HC Erlangen er í stöðu vinstri skyttu og áðurnefndur Hans Lindberg er sjöundi maður liðsins í hægra horni. Þá gefst aðdáendum þýsku deildarinnar nú til boða að kjósa besta leikmann tímabilsins þar sem allir sjö leikmenn liðs ársins eru tilnefndir. Kosningunni lýkur á miðnætti næstkomandi sunnudag, en hægt er að kjósa með því að smella hér. Ómar Ingi Magnússon er eini leikmaður þýsku meistaranna sem kemst í lið ársins.liquimoly-hbl.de
Þýski handboltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira