Handbolti

Grótta fær danskan leikmann fyrir komandi átök

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Theis Koch Søndergård mun leika með Gróttu í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð.
Theis Koch Søndergård mun leika með Gróttu í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Facebook/Grótta handbolti

Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við danska handknattleiksmanninn Theis Koch Søndergård um að leika með liðinu á komandi tímabili í Olís-deild karla.

Søndergård kemur frá Álaborg þar sem hann hefur leikið með akademíu liðsins. Hann er tvítugur, fjölhæfur leikmaður sem getur spilap bæði sem skytta og leikstjórnandi.

Róbert Gunnarsson, nýráðinn þjálfari Gróttu, þekkir vel til í Álaborg, enda lék hann með liðinu í tvígang. Fyrst frá 2002 til 2005 og svo aftur frá 2016 til 2018. Þá var hann einnig aðstoðarþjálfari liðsins um skeið.

„Theis er spennandi ungur leikmaður sem verður gaman að sjá með okkur í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Hann er fjölhæfur leikmaður og ég hlakka mikið til að byrja að vinna með honum,“ sagði Róbert í yfirlýsingu frá Gróttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×