Aron, Bjarki, Orri og Viktor fá að spila í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2022 17:01 Bjarki Már Elísson spilar í Meistaradeild Evrópu með Veszprém eins og búast mátti við. EPA-EFE/Tibor Illyes Sjö leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta munu leika í Meistaradeild Evrópu í handbolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst í dag þegar Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út hvaða lið fengju keppnisrétt. Dregið verður í tvo átta liða riðla Meistaradeildarinnar í Vínarborg á föstudaginn. Af liðunum sextán sem verða með í vetur eru sex lið með Íslendinga innanborðs. Fyrir daginn í dag var öruggt að Magdeburg frá Þýskalandi (Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson) og pólska liðið Vive Kielce (Haukur Þrastarson) yrðu með í Meistaradeildinni ásamt GOG frá Danmörku, Barcelona frá Spáni, PSG frá Frakklandi, Kiel frá Þýskalandi, Pick Szeged frá Ungverjalandi, Porto frá Portúgal og Dinamo Búkarest frá Rúmeníu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Aron og Hansen saman í Meistaradeildinni Í dag bættust svo sjö lið í hópinn, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar EHF sem byggði á áliti matsnefndar. Þar af eru fjögur Íslendingalið. Álaborg frá Danmörku, sem tefla mun fram Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni á næstu leiktíð, er þar á meðal þrátt fyrir að hafa misst af danska meistaratitlinum til Viktors Gísla Hallgrímssonar og félaga í GOG. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar. Fáir þekkja Meistaradeild Evrópu betur en Aron Pálmarsson sem unnið hefur keppnina þrisvar sinnum.Getty Franska liðið Nantes, sem Viktor Gísli fer til í sumar, fékk einnig inngöngu sem og Veszprém, nýja liðið hans Bjarka Más Elíssonar. Hið sama á við um Elverum frá Noregi sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með en Aron Dagur Pálsson leikur ekki með liðinu því hann samdi við Val á dögunum. Hin þrjú liðin eru svo Zagreb frá Króatíu, Wisla Plock frá Póllandi og Celje Lasko frá Slóveníu. Lið Aðalsteins og Óðins komst ekki inn Á meðal þeirra liða sem var hafnað sæti í Meistaradeildinni eru svissnesku meistararnir í Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika með. Hin voru Granollers frá Spáni, Sporting frá Portúgal, Minaur Baia Mare frá Rúmeníu, Ystad frá Svíþjóð og Motor frá Úkraínu. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Dregið verður í tvo átta liða riðla Meistaradeildarinnar í Vínarborg á föstudaginn. Af liðunum sextán sem verða með í vetur eru sex lið með Íslendinga innanborðs. Fyrir daginn í dag var öruggt að Magdeburg frá Þýskalandi (Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson) og pólska liðið Vive Kielce (Haukur Þrastarson) yrðu með í Meistaradeildinni ásamt GOG frá Danmörku, Barcelona frá Spáni, PSG frá Frakklandi, Kiel frá Þýskalandi, Pick Szeged frá Ungverjalandi, Porto frá Portúgal og Dinamo Búkarest frá Rúmeníu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Aron og Hansen saman í Meistaradeildinni Í dag bættust svo sjö lið í hópinn, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar EHF sem byggði á áliti matsnefndar. Þar af eru fjögur Íslendingalið. Álaborg frá Danmörku, sem tefla mun fram Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni á næstu leiktíð, er þar á meðal þrátt fyrir að hafa misst af danska meistaratitlinum til Viktors Gísla Hallgrímssonar og félaga í GOG. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar. Fáir þekkja Meistaradeild Evrópu betur en Aron Pálmarsson sem unnið hefur keppnina þrisvar sinnum.Getty Franska liðið Nantes, sem Viktor Gísli fer til í sumar, fékk einnig inngöngu sem og Veszprém, nýja liðið hans Bjarka Más Elíssonar. Hið sama á við um Elverum frá Noregi sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með en Aron Dagur Pálsson leikur ekki með liðinu því hann samdi við Val á dögunum. Hin þrjú liðin eru svo Zagreb frá Króatíu, Wisla Plock frá Póllandi og Celje Lasko frá Slóveníu. Lið Aðalsteins og Óðins komst ekki inn Á meðal þeirra liða sem var hafnað sæti í Meistaradeildinni eru svissnesku meistararnir í Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika með. Hin voru Granollers frá Spáni, Sporting frá Portúgal, Minaur Baia Mare frá Rúmeníu, Ystad frá Svíþjóð og Motor frá Úkraínu.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira