Handbolti

Al­freð Gísla sér ís­lenska hand­bolta­lands­liðið berjast um verð­laun á næstu árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason þjálfar nú þýska landsliðið í handbolta.
Alfreð Gíslason þjálfar nú þýska landsliðið í handbolta. Getty/Marijan Murat

Alfreð Gíslason er einn sá reyndasti og sigursælasti í hópi handboltaþjálfara heimsins og hann hefur mikla trú á íslenska karlalandsliðinu í handbolta á næstu árum.

Alfreð þjálfar nú þýska landsliðið en hefur unnið marga titla í Þýskalandi með bæði Kiel og Magdeburg. Hann var mættur til gefa af sér á þjálfaranámskeiði Handknattleiksambandsins á dögunum.

Alfreð kenndi þar á MasterCoach námskeiði HSÍ þar sem margir af fremstu handboltaþjálfurum landsins mættu til að læra af honum í handboltafræðunum.

Íslenska karlalandsliðið hefur við á uppleið á undanförnum árum og liðið er mjög spennandi í dag enda enn ungt að árum.

Alfreð hrósar yngri flokka þjálfun hér heima á Íslandi.

„Þegar ég kem til Akureyrar þá fylgist ég með yngri flokka þjálfun og ég tal að þessi vinna í yngri flokka þjálfun sé einstaklega góð á Íslandi. Það er frábært hvernig klúbbarnir á Íslandi standa að þessu,“ sagði Alfreð Gíslason.

„Það er stórkostlegt hvað er gert fyrir börn og unglinga hér á Íslandi og það er grundvöllurinn fyrir þessari breidd sem við höfum og þessum gæðum sem við erum með í landsliðinu okkar þrátt fyrir fámenni,“ sagði Alfreð.

„Við sjáum það á hvernig þessi yngri leikmenn okkar eru að spila í Þýskalandi eins og Ómar Ingi (Magnússon), Gísli (Þorgeir Kristjánsson) og Bjarki (Már Elísson) og fleiri og fleiri eru að spila. Það er frábært að sjá þá og ég er gífurlega stoltur af því,“ sagði Alfreð.

Íslenska landsliðið náði sjötta sæti á síðasta Evrópumóti sem fór fram í janúar síðastliðnum. Alfreð sér fyrir sér að það sé stutt í það að íslenska liðið fari að spila um verðlaun á stórmótum.

„Íslenska landsliðið er á mjög góðri leið og ég sé þar lið sem kemur til með á næstu árum vera í baráttu um verðlaun,“ sagði Alfreð Gíslason eins og sjá má hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×