Fleiri fréttir

„Ósanngjarnt að við lendum í þessu“

„Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi.

Elvar: Alls konar tilfinningar í allan dag

Elvar Ásgeirsson fékk heldur betur eldskírn í dag þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik í handbolta, gegn sjálfum heimsmeisturum Danmerkur á EM, og komst vel frá sínu.

Lærisveinar Alfreðs og Erlings töpuðu stórt

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í handbolta máttu sætta sig við sex marka tap gegn Evrópumeisturum Spánar, 29-23. Á sama tíma töpuðu Hollendingar undir stjórn Erlings Richardssonar gegn Frökkum, 34-24.

Gísli Þorgeir líka smitaður

Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid.

Mótshaldarar rugluðu saman sýnum og Mandic er með

Króatar fengu að vita rétt fyrir leik sinn við Svartfjallaland, sem nú stendur yfir á EM í handbolta, að David Mandic mætti spila þrátt fyrir að hafa misst af síðasta leik vegna kórónuveirusmits.

Björgvin: Þetta var mikið sjokk

„Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid.

Segir ekkert vit í að halda EM áfram

Nú þegar yfir hundrað leikmenn sem spila áttu á Evrópumótinu í handbolta hafa frá áramótum smitast af kórónuveirunni telur sérfræðingur TV 2 í Danmörku að ekkert vit sé í að halda mótinu áfram.

Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin

Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna.

Íslensku dómararnir úr leik á EM vegna smits

Kórónuveiran hefur ekki aðeins hrellt íslenska landsliðsmenn á Evrópumótinu í handbolta, því íslenska dómaraparið á mótinu hefur einnig stimplað sig út vegna smits.

Aron og Bjarki líka með Covid

Strákarnir okkar fengu annan skell í morgun þegar í ljós kom að Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson séu með Covid. Fimm leikmenn liðsins eru því orðnir smitaðir.

Fram fór illa með botnliðið

Fram og Afturelding mættust í eina leik kvöldsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Heimakonur unnu sannkallaðan stórsigur en leiknum lauk með sextán marka sigri Fram, lokatölur 38-22.

Þrír smitaðir í íslenska liðinu

Það berast ekki góð tíðindi úr herbúðum strákanna okkar kvöldið fyrir fyrsta leik í milliriðli. Þrír leikmenn liðsins eru komnir með Covid.

Sveinar Erlings „reru“ sér vart fyrir kæti

Hollendingar komust með dramatískum hætti áfram með Íslendingum í milliriðlakeppnina á EM í handbolta í gær, í fyrsta sinn í sögunni, og fögnuður þeirra var ósvikin.

Alfreð Gísla um öll smitin: Þetta er búið að vera mjög skrautlegt

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, þurfti að vera með stórt leikmanna útkall í miðri riðlakeppni EM eftir að fjöldi leikmanna hans höfðu smitast af kórónuveirunni. Þrátt fyrir það tókst þýska liðinu að spila frábæran leik og vinna stóran sigur á Pólverjum.

Aron: Þetta er geggjað lið

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var himinlifandi með eins marks sigur liðsins gegn Ungverjum í lokaumferð riðlakeppni EM í gær. Hann segir það auðvelt að spila svona góðan sóknarleik með liðinu sem Ísland teflir fram í ár.

Skýrsla Henrys: Guttarnir hans Gumma orðnir fullorðnir

Maður hefur upplifað margt á mörgum stórmótum með landsliðinu en að rota Ungverja fyrir framan 20 þúsund manns og senda þá í frí á meðan Ísland fer með tvö stig í milliriðil er með því skemmtilegra. Þvílíkt kvöld í Búdapest!

Sjá næstu 50 fréttir