Fleiri fréttir

Einn af tólf ára guttunum sem stofnuðu HK á sínum tíma

Einar Þorvarðarson var ekki bara lykilleikmaður íslenska handboltalandsliðsins í langan tíma og framkvæmdastjóri HSÍ í enn lengri tíma. Hann á mikinn þátt í stofnun eins af félögunum sem nú skipa Olís deild karla í handbolta.

Kínverjar drógu sig úr keppni vegna smits

Kínverska kvennalandsliðið í handbolta dró sig úr keppni síðastliðinn föstudag á HM sem fram fer á Spáni um þessar mundir eftir að einn leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna.

Spánverjar og Danir tryggðu sér sigur í milliriðlunum

Spánn og Danmörk tryggðu sér sigur í milliriðlum þrjú og fjögur á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta með sigrum í leikjum sínum í kvöld. Danir fóru illa með Þjóðverja og unnu 16 marka sigur og Spánverjar unnu sterkan þriggja marka sigur gegn Brasilíu.

Kristján Örn skoraði níu í öruggum sigri

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson átti flottan leik í liði PAUC Aix er liðið vann öruggan sjö marka sigur gegn St. Raphael í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-25.

Aron skoraði sex og lagði upp fjögur í naumum sigri

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg unnu nauman tveggja marka sigur er liðið tók á móti Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 32-30, en Aron kom með beinum hætti að tíu mörkum heimamanna.

Óðinn Þór lánaður til Gum­mers­bach

Handknattleiksdeild KA hefur samið við þýska B-deildarfélagið VfL Gummersbach um að lána þeim hornamanninn Óðinn Þór Ríkharðsson út desembermánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KA sendi frá sér í dag.

Danir og Spánverjar flugu inn í átta liða úrslitin

Danir og Spánverjar unnu leiki sína er seinustut tveir leikir dagsins fóru fram á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Danir unnu öruggann 15 marka sigur gegn Tékkum og Spánverjar unnu fjögurra marka sigur gegn Króötum.

Valsmenn höfðu betur gegn Gróttu í hörkuleik

Valsmenn unnu í kvöld nauman sigur gegn Gróttu í Olís-deild karla í handbolta, 25-24. Gestirnir frá Seltjarnarnesi fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni, en allt kom fyrir ekki og stigin tvö fara því til Valsmanna.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 28-28 | Allt á suðupunkti í Krikanum

FH og Selfoss skildu jöfn 28-28 þegar liðin mættust í Kaplakrika í Olísdeild karla í handbolta . FH jafnaði metin á lokasekúndunni og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. Ragnar Jóhannsson skoraði 8 mörk fyrir Selfoss en besti maður FH var Einar Örn Sindrason, einnig með 8 mörk.

Halldór Jóhann: “Rændur tækifærinu að vinna leikinn”

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, hafði ýmislegt að segja um seinustu andartök leiksins í viðureign FH og Selfoss í Olís-deild karla í kvöld. Honum þótti dómarar leiksins ræna sína menn tækifærinu á að vinna leikinn.

Umfjöllun og viðtöl: KA-HK 33-30 |  KA á sigurbraut

KA vann mikilvægan sigur á HK í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 33-30 eftir spennuleik þar sem bæði lið áttu sína kafla. KA er því komið með tvo sigra úr síðustu tveimur leikjum og fara upp í 8 stig í deildinni.

Frábær viðsnúningu Japana | Öruggt hjá Ungverjum

Nú rétt í þessu lauk tveimur leikjum í milliriplum Heimsmeistaramóts kvenna í handbolta. Japan vann virkilega góðan sigur gegn Austurríki eftir að hafa verið fimm mörkum undir snemma í seinni hálfleik og Ungverjar unnu sannfærandi átta marka sigur gegn Kongó.

Óvænt tap Kielce gegn botnliðinu

Pólska liðið Lomza Vive Kielce tapaði óvænt gegn botnliði Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Kielce er enn á toppi riðilsins, en þetta var annað tap liðsins í keppninni í röð.

Stórsigur Frakka og risasigur Svía

Hinum tveim leikjum kvöldsins í milliriðlunum á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta er nú lokið. Frakkar unnu öruggan tíu marka sigur gegn Pólverjum, 26-16, og Svíar gjörsamlega kafsigldu Kasakstan og unnu 35 marka sigur, 55-20.

Teitur skoraði fjögur er Flensburg lagði Veszprém

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur gegn ungverska liðinu Telekom Veszprém, 30-27, er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Serbar snéru taflinu við og sóttu mikilvæg stig | Risasigur Noregs

Tveim leikjum var nú rétt í þessu að ljúka í milliriðlum Heimsmeistaramóts kvenna, en leikið var í fyrsta og öðrum riðli. Serbar néru taflinu við gegn Svartfjallalandi og unnu tveggja marka sigur, 27-25, og á sama tíma unnu Norðmenn vægast sagt öruggan sigur gegn Púertó Ríkó, 43-7.

Heimsmeistararnir björguðu sér fyrir horn

Heimsmeistarar Hollands sluppu heldur betur með skrekkinn þegar liðið vann Rúmeníu, 31-30, á HM í handbolta kvenna á Spáni. Rúmenar gerðu slæm mistök á lokamínútunni.

„Hún er stórkostlegasta manneskja sem ég hef kynnst“

Alfreð Gíslason segir að síðustu mánuðir hafi verið afar erfiðir. Eiginkona hans til rúmlega fjörutíu ára, Kara Guðrún Melstað, lést í lok maí. Alfreð lýsir henni sem stórkostlegustu manneskju sem hann hafi kynnst.

Lugu til um þyngd leikmanna Þóris

Norska handknattleikssambandið sendi inn falskar upplýsingar um þyngd leikmanna kvennalandsliðsins sem spilar á HM á Spáni. Alþjóða sambandið, IHF, hefur verið gagnrýnt fyrir að upplýsingum um þyngd leikmanna sé dreift á heimasíðu mótsins og í sjónvarpi, enda sé slíkt óþarfi.

Stjarnan og Selfoss þurfa að endurtaka leikinn eftir dóm HSÍ

Ungmennalið Stjörnunnar og Selfoss þurfa að mætast á ný í Grill66 deild kvenna í handbolta. Þetta er niðurstaða dómstóls HSÍ eftir að handknattleiksdeild Selfoss kærði framkvæmd leiks liðanna sem fram fór í Garðabænum þann 28. nóvember síðastliðinn.

Sjá næstu 50 fréttir