Fleiri fréttir

ÍR og ÍBV byrja vel á Ragnarsmótinu

ÍR-ingar og Eyjamenn unnu sína leiki á Ragnarsmótið í handbolta en þetta árlega æfingamót á Selfossi hófst með tveimur leikjum í gær.

Snorri Steinn puttabrotinn

Snorri Steinn Guðjónsson byrjar tímabilið ekki vel í Danmörku en leikmaðurinn fór úr lið og virðist einnig hafa fingurbrotnað á æfingu hjá liði sínu GOG í vikunni.

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á risasigri

Ragnheiður Júlíusdóttir, sextán stelpa úr Fram, skoraði ellefu mörk þegar Íslandsmeistararnir hófu tímabilið á 31 marks sigri á Víkingi í Reykjavíkurmóti kvenna í handbolta í gær.

Þeir hjálpa mér að ná tökum á þýskunni

Bjarki Már Elísson tók skrefið í sumar og gerðist atvinnumaður í handbolta. Hann leikur í dag með þýska úrvalsdeildarliðinu Eisenach sem komst í vor upp í úrvalsdeildina.

Bjarki Már fékk væna sekt

Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson stendur í ströngu þessa daganna með þýska handboltaliðinu Eisenach en leikmaðurinn virðist samt sem áður vera gera eitthvað vitlaust í herbúðum liðsins.

Benedikt Reynir til FH

Handknattleiksdeild FH hefur gengið frá samningi við hornamanninn Benedikt Reyni Kristinsson. Benedikt kemur til liðs við FH frá Aftureldingu þar sem hann lék á síðasta tímabili.

Wilbek vill fá Færeying í danska handboltalandsliðið

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handbolta, hefur mikla trú á hægri hornamanninum Jóhan á Plógv Hansen sem spilar með Skanderborg. Wilbek vill að strákurinn spili fyrir danska landsliðið í framtíðinni.

Valtað yfir Aðalstein Reyni og félaga

Dagur Sigurðsson var ekki að sýna landa sínum, Aðalsteini Reyni Eyjólfssyni, neina linkind er þeir mættust með lið sín í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Öruggt hjá Löwen

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen unnu frekar þægilegan sigur, 34-23, á Wetzlar í þýska handboltanum í dag.

Kiel valtaði yfir Emsdetten

Þýskalandsmeistarar Kiel unnu afar auðveldan 25-40 sigur á nýliðum Emsdetten í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Haukar byrja undirbúningstímabilið vel

Haukar sigruðu Hafnarfjarðarmótið í handbolta en því lauk í dag. Haukar sigruðu FH í lokaleik á meðan Valur lagði norska liðið Kristiansund.

Handboltadómari með Superman-tattú

Bjarni Viggósson er einn af okkar reyndustu handboltadómurum og hann var á ferðinni í gærkvöldi á leik Hauka og Kristiansund í Hafnarfjarðarmótinu.

Grótta og Afturelding unnu sína leiki

Grótta og Afturelding eru efst eftir fyrsta daginn á UMSK móti karla sem fram fer um helgina í Digranesi. Fyrstu leikir mótsins fóru fram í kvöld.

FH-ingar unnu Val og eru með fullt hús á Hafnarfjarðarmótinu

FH-ingar hafa unnið báða leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta karla en þeir unnu nauman og dramatískan sigur á Val í kvöld, 25-24, með marki á síðustu sekúndunni. Valsmenn og Haukar hafa bæði unnið einn leik og tapað einum. Hafnarfjarðarmótið er orðin árlegur viðburður á undirbúningstímabilinu.

Hafnarfjarðarstelpurnar á sigurbraut

Hafnarfjarðarliðin unnu bæði sína leiki á fyrsta kvöldi UMSK-móts kvenna í handbolta sem fer fram í Digranesi um helgina. Konurnar byrjuðu í kvöld en karlarnir hefja síðan leik á morgun. Handboltinn er að byrja aftur eftir sumarfrí og er þetta eitt af undirbúningsmótunum.

Arnar Birkir með ellefu mörk í sigri ÍR-inga

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 11 mörk í kvöld þegar ÍR vann 30-21 sigur á Þrótti í Reykjavíkurmóti karla í handbolta í kvöld en ÍR-ingar eiga titil að verja.

Heiðdís Rún heim í Hafnarfjörðinn

"Mér fannst ég þurfa að spila meira til þess að koma mér upp úr þessum meiðslum," segir Heiðdís Rún Guðmundsdóttir nýjasti liðsmaður FH í handbolta.

Efast stórlega um að ná að spila handbolta í vetur

Gunnar Harðarson mun að öllum líkindum ekki leika meiri handbolta á þessu ári og óvíst er hvort næsta tímabil er í hættu hjá leikmanninum. Gunnar hefur síðustu ár verið á mála hjá Valsmönnum og leikið þar stórt hlutverk í varnarleik liðsins sem og verið ákveðinn leiðtogi innan vallar. Hann hefur oft og tíðum verið fyrirliði liðsins.

Strákarnir hans Dags óþekkjanlegir í seinni hálfleik

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin töpuðu 23-28 á útivelli á móti MT Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en leikur refanna frá Berlín hrundi hreinlega í seinni hálfleiknum. Ólafur Gústafsson og félagar í Flensburg unnu á sama tíma 25-24 sigur á Frisch Auf Göppingen eftir frábæran endasprett.

Sér um að hausinn á dómurum sé í lagi

Jóhann Ingi Gunnarsson, íþróttasálfræðingur og fyrrum handknattleiksþjálfari, stendur fyrir námskeiði fyrir evrópska handknattleiksdómara með því markmiðið að bæta leiðtogahæfileika þeirra og sjálfstraust.

Arnar og Svavar orðnir IHF-dómarar

Ísland eignaðist nýtt IHF-dómarapar í dag þegar alþjóða handknattleikssambandið, IHF, útnefndi þá Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson sem IHF-dómara.

Davíð samdi við Alstermo

Markvörðurinn Davíð Svansson, sem varið hefur mark karlalið Aftureldingar í handbolta undanfarin ár, hefur náð samkomulagi við sænska b-deildarfélagið Alstermo. Skrifað verður undir samninginn í vikunni.

Þórir kjörinn þjálfari ársins

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson var um helgina kjörinn handknattleiksþjálfari ársins af stuðningsmönnum, fjölmiðlamönnum og nefnd á vegum Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF.

Mun selja mig dýrt á móti KA-manni

Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Berghischer, leikur sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag þegar lið hans mætir þýsku meisturunum í Kiel.

Guðrún Ósk samdi við FH

Handknattleiksmarkvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir snýr aftur á handboltavöllinn í vetur en hún er búin að semja við FH.

Árni Þór með flottan leik í þýska bikarnum

Árni Þór Sigtryggsson skoraði átta mörk og var markahæstur þegar EHV Aue komst áfram í þýska bikarnum í handbolta í kvöld. Íslendingaliðin TV Emsdetten, GWD Minden og Bergischer HC komust líka áfram í bikarnum í kvöld.

Lærisveinar Dags sekúndum frá sigri

Füchse Berlin og HSV Hamburg gerðu 30-30 jafntefli í fyrri leik liðanna um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta í kvöld en seinni leikurinn fer fram í Hamburg á föstudagskvöldið.

Þriggja ára bann og 88 milljóna króna sekt

Hollensk landslið fá ekki að keppa í keppnum á vegum Evrópska handknattleikssambandsins næstu þrjú árin. Þá þarf hollenska sambandið að greiða 88 milljónir króna í sekt fyrir að hætta skyndilega við að halda Evrópumót kvennalandsliða á síðasta ári.

Heimir Örn spilar með Hömrunum

Hamrarnir á Akureyri hafa samið við Heimi Örn Árnason um að spila með liðinu í 1. deild karla í vetur. Heimir hefur verið lykilmaður í liði Akureyrar undanfarin ár en hann þjálfar nú liðið eftir að hafa lagt skóna á hilluna frægu eftir síðasta tímabil.

Peningarnir úr kvennaliðinu settir í karlaliðið

Eyjamenn eru stórhuga fyrir komandi vetur í handboltanum og hafa sankað að sér sterkum leikmönnum. Peningar sem hafa farið í kvennaliðið undanfarin ár fara nú í karlaliðið. Reksturinn er ekki mikið dýrari í ár.

Framarar æfa með KR

Guðjón Drengsson, Haraldur Þorvarðarson og Magnús Erlendsson æfa þessa dagana með meistaraflokki KR. Liðið leikur í 1. deild á næstu leiktíð en meistaraflokkurinn var endurvakinn hjá Vesturbæingum á vormánuðum.

Sjá næstu 50 fréttir