Handbolti

Davíð samdi við Alstermo

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Davíð Svansson.
Davíð Svansson. Mynd/Valli
Markvörðurinn Davíð Svansson, sem varið hefur mark karlalið Aftureldingar í handbolta undanfarin ár, hefur náð samkomulagi við sænska b-deildarfélagið Alstermo. Skrifað verður undir samninginn í vikunni.

Davíð segist í samtali við Morgunblaðið vera mjög spenntur fyrir vistaskiptunum. Gengið verði frá samningi í vikunni og svo flytji hann út í byrjun september.

Davíð er ekki ókunnugur atvinnumennsku en hann lék í tvö ár með norska liðinu Nötteröy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×