Fleiri fréttir

Hverju breyta nýju mennirnir hjá Val?

Fyrsti leikur N1-deildar karla í handbolta eftir HM-hléið fer fram í Austurbergi klukkan 16.00 í dag þegar ÍR tekur á móti Val. Umferðin klárast síðan með þremur leikjum á mánudagskvöldið. Valsmenn sitja í botnsæti deildarinnar eftir að hafa náð aðeins í eitt stig í síðustu fimm leikjum ársins 2012 en ÍR-ingar gáfu líka aðeins eftir í síðustu leikjum fyrir jól.

Karabatic leystur undan samningi

Nikola Karabatic, einn besti handknattleiksmaður heims síðustu ár, er án félags eftir að Montpellier rifti samningi hans í gær.

Dómararnir báðust afsökunar

Handknattleiksdómararnir Hafsteinn Ingibergsson og Svavar Pétursson sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir báðust afsökunar á að hafa ekki farið eftir fyrirmælum.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 22-27

Valskonur unnu fimm marka sigur á Fram, 27-22 í toppslag íslenska kvennahandbolta í Safamýrinni í kvöld og náðu þar með tveggja stiga forskoti á Fram á toppi N1 deildar kvenna. Valskonur hafa líka "aukastig" því þær eru búnar að vinna báða innbyrðisleikina við Fram og verða því alltaf ofar séu liðin jöfn að stigum.

Tíu mikilvægustu leikmenn HM

Handboltavefsíðan Handball-planet.com hefur tekið saman lista yfir þá tíu leikmenn sem voru mikilvægastir fyrir sín landslið á HM í handbolta á Spáni.

Ólafur með þrjú í æfingaleik

Ólafur Gústafsson skoraði þrjú mörk þegar að lið hans, Flensburg, hafði betur gegn Kolding-Kobenhavn, toppliði dönsku úrvalsdeildarinnar, í æfingaleik í gær.

Wilbek greindist með magasár

Ulrik Wilbek hefur nú fengið skýringu á veikindum sínum síðustu daga heimsmeistarakeppninnar í handbolta.

Tilboð Wetzlar var ekkert ofan á brauð

Línumaðurinn sterki Kári Kristján Kristjánsson náði ekki samningum við félag sitt, Wetzlar, og þarf því að færa sig annað í sumar. Hann er með mörg járn í eldinum og segist ekki vera smeykur við framhaldið hjá sér og fjölskyldunni.

Toppsætið undir í Safamýri

Fram og Valur mætast klukkan 19.30 í kvöld í Framhúsinu í toppslag N1-deildar kvenna í handbolta. Í huga margra er leikur kvöldsins í Safamýrinni óopinber úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn.

Dýrt tap hjá liði Óskars Bjarna

Óskar Bjarni Óskarsson tapaði í kvöld sínum fyrsta leik sem þjálfari kvennaliðs Viborg. Liðið þurfti þá að sætta sig við tap, 24-25, í toppslag gegn Midtjylland.

Lærisveinar Kristjáns á toppinn

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar hjá GUIF komust í kvöld í toppsæti sænsku úrvalsdeildarinnar er liðið vann toppslaginn gegn Kristianstad, 26-24.

Eitt besta kvennahandboltalið heims spilar nú í pilsum

Norska landsliðskonan Heidi Löke og félagar hennar í ungverska stórliðinu Györ þurfa nú að spila í pilsum samkvæmt fyrirmælum frá yfirmönnum félagsins en liðið er líklegt til stórafreka í Meistaradeildinni í vor.

Koma Fer til Everton í hættu

Svo gæti farið að ekkert verði af því að Leroy Fer gangi til liðs við Everton vegna hnémeiðsla hans.

Vona að liðið þrauki með mér

Ólafur Stefánsson var í gær ráðinn þjálfari Vals en hann tekur við starfinu næsta sumar af Patreki Jóhannessyni, sem mun þá skipta yfir í Hauka. Ólafur er með nýstárlegar hugmyndir fyrir sitt fyrsta þjálfarastarf.

Patrekur: Ekki staðið við loforð hjá Val

Patrekur Jóhannesson var í gær ráðinn þjálfari Hauka og mun hann taka við starfinu í sumar. Hann tók við Val síðastliðið sumar og mun klára tímabilið að Hlíðarenda.

Ólafur: Ætla af afsanna gildi prófgráða

Ólafur Stefánsson var formlega kynntur til sögunnar sem næsti þjálfari Vals. Hann mun taka við liðinu næsta sumar en hann hefur gert tveggja ára samning við liðið.

Patrekur staðfesti ráðningu Ólafs til Vals

Patrekur Jóhannsson var í dag kynntur sem nýr þjálfari Hauka í N1-deild karla. Hann tekur við stafinu í sumar, þegar hann lætur af störfum hjá handknattleiksdeild Vals.

Ólafur ráðinn þjálfari Vals

Vísir fylgdist grannt með þróun mála en bæði Haukar og Valur héldu blaðamannafundi vegna ráðningu þjálfara fyrir næsta keppnistímabil.

Kári fer frá Wetzlar í sumar

Þýska úrvalsdeildarfélagið Wetzlar hefur nú staðfest að línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson fari frá félaginu að tímabilinu loknu.

Wilbek sagði danskri blaðakonu að halda kjafti

Ulrik Wilbek, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ekki átt góða daga að undanförnu eftir niðurlæginguna gegn Spánverjum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins á Spáni.

Þetta var ekki heppni

Einar Rafn Eiðsson tryggði FH sigur í deildarbikarnum í Strandgötu í gær þegar hann skoraði sigurmarkið í framlengingu á móti sínum gömlu félögum í Fram.

Söguleg rasskelling hjá Spánverjum

Spánverjar eru heimsmeistarar í handbolta 2013 eftir sextán marka sigur á Dönum, 35-19, í úrslitaleik í Barcelona í dag. Þetta er í annað skiptið sem Spánn verður heimsmeistari en liðið vann einnig titilinn á HM í Túnis 2005.

Aron gaf átta fleiri stoðsendingar en næsti maður

Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson var sá leikmaður sem gaf flestar stoðsendingar á HM í handbolta á Spáni og það þrátt fyrir að spila aðeins sex leiki og detta úr leik með íslenska landsliðinu í átta liða úrslitum keppninnar.

Wilbek skrópaði á blaðamannafundinn eftir leik

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, var ekki tilbúinn í það að svara spurningum blaðamanna eftir neyðarlegt tap Dana á móti Spánverjum í úrslitaleik HM í handbolta í kvöld. Danir töpuðu leiknum með sextán marka mun, 19-35.

Langstærsti sigur í úrslitaleik HM frá upphafi

Spánverjar settu nýtt met með því að vinna sextán marka sigur á Dönum, 35-19, í úrslitaleik HM í handbolta í Barcelona í kvöld. Þetta er langstærsti sigur liðs í úrslitaleik HM í handbolta frá upphafi.

Mikkel Hansen valinn bestur á HM

Mikkel Hansen var valinn besti leikmaður HM í handbolta en valið var tilkynnt í hálfleik á úrslitaleik Spánverja og Dana þar sem Hansen og félagar í danska landsliðinu voru hreinlega niðurlægðir.

Síðasta tækifærið hjá Wilbek

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, er búinn að gera frábæra hluti með liðið undanfarin sjö ár og hefur gert Dani meðal annars tvisvar sinnum að Evrópumeisturum. Hann á hinsvegar enn eftir að vinna HM með liðinu og í kvöld er síðasta tækifæri hans til þess þegar Danir mæta Spánverjum í úrslitaleiknum í Barcelona.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 28-27 | FH meistari

FH tryggði sér í dag Flugfélag Íslands-bikarinn með því að leggja Fram í framlengdum úrslitaleik, 28-27. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn i leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlenginu.

Danir í sömu stöðu og þegar þeir unnu gullið fyrir ári síðan

Danska handboltalandsliðið þekkir þá stöðu að mæta gestgjöfum í úrslitaleik á stórmóti. Danir mæta Spánverjum í úrslitaleik HM í handbolta á Spáni á í dag aðeins ári eftir að þeir unnu Evrópumeistaratitilinn eftir sigur á Serbum í úrslitaleik á EM í Serbíu.

Spennan magnast fyrir úrslitaleikinn á HM

Það verða Danir og Spánverjar sem mætast í úrslitaleik HM í handbolta í Barcelona á morgun en bæði lið unnu flotta sigra í undanúrslitaleikjum sínum á föstudagskvöldið.

Karen og Hildur úr leik í þýska bikarnum

Karen Knútsdóttir, Hildur Þorgeirsdóttir og félagar þeirra í HSG Blomberg-Lippe eru úr leik í þýska bikarkeppninni eftir sjö marka tap á heimavelli á móti Buxtehuder SV í kvöld, 25-32, í átta liða úrslitum keppninnar.

Króatar náðu bronsþrennunni - unnu Slóvena 31-26

Króatar tryggðu sér þriðja sæti á HM í handbolta á Spáni með því að vinna öruggan fimm marka sigur á nágrönnum sínum í Slóveníu, 31-26, í leiknum um 3. sætið í Barcelona í kvöld. Króatar hafa þar með unnið bronsverðlaun á þremur síðustu stórmótum því þeir voru einnig í 3. sæti á Ólympíuleikunum í London 2012 og á EM í Serbíu 2012.

Óskar Bjarni og Viborg-stelpurnar aftur á sigurbraut

Kvennalið Viborg átti ekki í miklum vandræðum með KIF Vejen í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en stelpurnar hans Óskar Bjarna Óskarssonar unnu níu marka sigur í leiknum, 31-22. Arna Sif Pálsdóttir og félagar í Aalborg DH þurftu að sætta sig við naumt tap.

Heimir Örn: Dómarar verða að fatta mannleg samskipti

"Það var haustbragur á þessu þó það eigi ekki að vera í lok janúar. Við vorum lengi í gang og þungir og við þurfum að drífa okkur að létta á okkur. Það er vika í alvöru leik heima," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar eftir 24-28 tap á móti FH í undanúrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins í Strandgötu í dag.

Sjá næstu 50 fréttir