Handbolti

Lærisveinar Kristjáns á toppinn

Heimir Óli Heimisson.
Heimir Óli Heimisson.
Lærisveinar Kristjáns Andréssonar hjá GUIF komust í kvöld í toppsæti sænsku úrvalsdeildarinnar er liðið vann toppslaginn gegn Kristianstad, 26-24.

Bæði lið voru jöfn í öðru til þriðja sæti fyrir leikinn. Topplið Lugi tapaði í kvöld og GUIF skaust því á toppinn.

Heimir Óli Heimisson skoraði 3 mörk fyrir GUIF og Haukur Andrésson 2. Ólafur Guðmundsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad.

Elvar Friðriksson skoraði svo 3 mörk fyrir Hammarby sem vann öruggan útisigur á VästeråsIrsta, 29-33. Hammarby siglir lygnan sjó um miðja deild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×