Handbolti

"Íslenskur" leikmaður enn einu sinni í úrvalsliði stórmóts

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hand Lindberg.
Hand Lindberg. Mynd/AFP
Íslenska landsliðið átti ekki leikmann í úrvalsliðið HM í handbolta á Spáni líkt á undanförnum fimm stórmótum íslenska liðsins en samt er alveg hægt að segja að Íslendingar hafi átt sinn fulltrúa í úrvalsliði mótsins.

Daninn Hans Lindberg var valinn í úrvalsliðið í stöðu hægri hornamanns en báðir foreldrar hans eru íslenskir þótt að hann hafi alist upp í Danmörku og sé danskur ríkisborgari.

Hans Lindberg varð þrettándi markahæsti leikmaður HM en hann skoraði 34 mörk í 8 leikjum (4,4 í leik) og nýtti 77 prósent skota sinna. Lindberg skoraði reyndar aðeins 1 mark á þeim 30 mínútum sem hann spilaði í úrslitaleiknum.

Ísland var fyrir keppnina á Spáni búið að eiga leikmann í úrvalsliðinu á fimm stórmótum í röð.

Aron Pálmarsson var í úrvalsliðið Ólympíuleikanna í London 2012, Guðjón Valur Sigurðsson var í úrvalsliðið EM 2012 í Serbíu, Alexander Petersson var meðal bestu manna á HM 2011 í Svíþjóð og Ólafur Stefánsson var valinn í úrvalslið EM í Austurríki 2010.

Ólafur, Guðjón Valur og Snorri Steinn Guðjónsson voru síðan allir valdir í úrvalslið Ólympíuleikanna í Peking 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×