Vona að liðið þrauki með mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2013 07:30 Í annarri heimsálfu. Ólafur ræddi við blaðamenn í gegnum Skype í gær.fréttablaðið/valli Ólafur Stefánsson var í gær ráðinn þjálfari Vals en hann tekur við starfinu næsta sumar af Patreki Jóhannessyni, sem mun þá skipta yfir í Hauka. Ólafur er með nýstárlegar hugmyndir fyrir sitt fyrsta þjálfarastarf. Ólafur Stefánsson var í gær kynntur sem nýr þjálfari Vals. Það var gert í gegnum Skype-samskiptaforritið þar sem Ólafur er staddur í Doha í Katar, þar sem hann spilar með Lakhwiya Sports Club út þennan vetur. Að því loknu leggur hann skóna á hilluna og tekur að sér starf þjálfara í fyrsta sinn með formlegum hætti. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hans fyrsti viðkomustaður á þjálfaraferlinum sé æskufélagið Valur. „Ég hef verið með þetta í hausnum í nokkurn tíma," sagði Ólafur. „Þegar ég svo heyrði að Patti [Patrekur Jóhannesson] væri að hætta þá fór ég að hugsa meira um þetta. Planið var svo sem ekki að fara í þjálfun en ég ákvað að reyna að halda mig við handboltann, sem ég kann eitthvað í."Ekki að eltast við titla strax Ólafur mun hvorki spila með Valsliðinu næsta tímabil né nýta sér tengsl sín á leikmannamarkaðnum í Evrópu. Ólafur ætlar þess í stað að einbeita sér að þeim efnivið sem er til staðar í félaginu og byggja upp til framtíðar. „Þetta snýst ekki um að vinna titla strax," sagði Ólafur en þess má geta að Valur er sem stendur í neðsta sæti N1-deildarinnar. „Ef við föllum lít ég á það sem næði til að búa til enn betri jarðveg. En þá er ég heldur ekkert að fara að banka upp á hjá Patta [þegar ég kem heim]," sagði hann í léttum dúr. Ólafur hefur ekki menntað sig í handboltaþjálfarafræðum og talaði um að hann gæti notað þetta tækifæri til að afsanna það sem hann kallaði „tröllatrú Íslendinga á prófgráðum". Hann viðurkennir samt fúslega reynsluleysi sitt, þó svo að hann hafi skýrar hugmyndir um hvað hann ætli sér að gera. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé góður þjálfari eða ekki. Valsarar eru samt tilbúnir að taka þá áhættu að fá mann inn sem hefur aldrei þjálfað áður. En það er ekki tryggt að maður sé góður kennari, þó svo að maður hafi sjálfur verið góður nemandi. En ég er viljugur að læra og vona að liðið þrauki með mér í allri þeirri vitleysu sem ég á eftir að bomba á þá. Þetta verður eintómt „experiment"," sagði landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi.Vona að leikmenn skemmti sér „Ég veit alveg hvað ég er að fara að gera. Ég vona bara að leikmenn skemmti sér á meðan," sagði Ólafur sem lýsti einnig ánægju sinni með að vera kominn aftur í sitt gamla félag. „Ég hef verið með samviskubit yfir því að hafa verið í burtu og er að koma til Íslands til að hjálpa þeim sem ég hef verið frá. Ég tel mig svo vera með eitthvað í hausnum sem verður að komast út. Margir munu vonandi hafa gott af því, og ég líka sjálfur," sagði Ólafur. Hann ætlar sér óhefðbundnar leiðir í þjálfuninni og setur ekki fyrir sig að blanda saman æfingum mismunandi aldursflokka. „Þetta verður allt saman eitt batterí. Æfingarnar mínar munu miða við að strákur úr fjórða flokki geti verið með á meistaraflokksæfingu. Annars vil ég hafa sem fæst orð um hvernig þetta verður. Viljinn til að vinna er góður, en viljinn til að undirbúa er mikilvægari. Þetta snýst um að vakna á hverjum degi og hafa sem minnst bil á milli þess sem maður stefnir að og það sem maður gerir. Ef það tekst, þá gerast góðir hlutir," sagði Ólafur. „Fyrst og fremst er ég fáránlega glaður með að vera á heimleið. Og það verður hverjum frjálst að kíkja í Valsheimilið. Það er alltaf heitt á könnunni." Olís-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Ólafur Stefánsson var í gær ráðinn þjálfari Vals en hann tekur við starfinu næsta sumar af Patreki Jóhannessyni, sem mun þá skipta yfir í Hauka. Ólafur er með nýstárlegar hugmyndir fyrir sitt fyrsta þjálfarastarf. Ólafur Stefánsson var í gær kynntur sem nýr þjálfari Vals. Það var gert í gegnum Skype-samskiptaforritið þar sem Ólafur er staddur í Doha í Katar, þar sem hann spilar með Lakhwiya Sports Club út þennan vetur. Að því loknu leggur hann skóna á hilluna og tekur að sér starf þjálfara í fyrsta sinn með formlegum hætti. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hans fyrsti viðkomustaður á þjálfaraferlinum sé æskufélagið Valur. „Ég hef verið með þetta í hausnum í nokkurn tíma," sagði Ólafur. „Þegar ég svo heyrði að Patti [Patrekur Jóhannesson] væri að hætta þá fór ég að hugsa meira um þetta. Planið var svo sem ekki að fara í þjálfun en ég ákvað að reyna að halda mig við handboltann, sem ég kann eitthvað í."Ekki að eltast við titla strax Ólafur mun hvorki spila með Valsliðinu næsta tímabil né nýta sér tengsl sín á leikmannamarkaðnum í Evrópu. Ólafur ætlar þess í stað að einbeita sér að þeim efnivið sem er til staðar í félaginu og byggja upp til framtíðar. „Þetta snýst ekki um að vinna titla strax," sagði Ólafur en þess má geta að Valur er sem stendur í neðsta sæti N1-deildarinnar. „Ef við föllum lít ég á það sem næði til að búa til enn betri jarðveg. En þá er ég heldur ekkert að fara að banka upp á hjá Patta [þegar ég kem heim]," sagði hann í léttum dúr. Ólafur hefur ekki menntað sig í handboltaþjálfarafræðum og talaði um að hann gæti notað þetta tækifæri til að afsanna það sem hann kallaði „tröllatrú Íslendinga á prófgráðum". Hann viðurkennir samt fúslega reynsluleysi sitt, þó svo að hann hafi skýrar hugmyndir um hvað hann ætli sér að gera. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé góður þjálfari eða ekki. Valsarar eru samt tilbúnir að taka þá áhættu að fá mann inn sem hefur aldrei þjálfað áður. En það er ekki tryggt að maður sé góður kennari, þó svo að maður hafi sjálfur verið góður nemandi. En ég er viljugur að læra og vona að liðið þrauki með mér í allri þeirri vitleysu sem ég á eftir að bomba á þá. Þetta verður eintómt „experiment"," sagði landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi.Vona að leikmenn skemmti sér „Ég veit alveg hvað ég er að fara að gera. Ég vona bara að leikmenn skemmti sér á meðan," sagði Ólafur sem lýsti einnig ánægju sinni með að vera kominn aftur í sitt gamla félag. „Ég hef verið með samviskubit yfir því að hafa verið í burtu og er að koma til Íslands til að hjálpa þeim sem ég hef verið frá. Ég tel mig svo vera með eitthvað í hausnum sem verður að komast út. Margir munu vonandi hafa gott af því, og ég líka sjálfur," sagði Ólafur. Hann ætlar sér óhefðbundnar leiðir í þjálfuninni og setur ekki fyrir sig að blanda saman æfingum mismunandi aldursflokka. „Þetta verður allt saman eitt batterí. Æfingarnar mínar munu miða við að strákur úr fjórða flokki geti verið með á meistaraflokksæfingu. Annars vil ég hafa sem fæst orð um hvernig þetta verður. Viljinn til að vinna er góður, en viljinn til að undirbúa er mikilvægari. Þetta snýst um að vakna á hverjum degi og hafa sem minnst bil á milli þess sem maður stefnir að og það sem maður gerir. Ef það tekst, þá gerast góðir hlutir," sagði Ólafur. „Fyrst og fremst er ég fáránlega glaður með að vera á heimleið. Og það verður hverjum frjálst að kíkja í Valsheimilið. Það er alltaf heitt á könnunni."
Olís-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira