Handbolti

Wilbek skrópaði á blaðamannafundinn eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins.
Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins. Mynd/AFP
Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, var ekki tilbúinn í það að svara spurningum blaðamanna eftir neyðarlegt tap Dana á móti Spánverjum í úrslitaleik HM í handbolta í kvöld. Danir töpuðu leiknum með sextán marka mun, 19-35.

Valero Rivera, þjálfari Spánverjar, var mjög ósáttur með að Ulrik Wilbek mætti ekki á fundinn en í staðinn mættir danski blaðafulltrúinn Finn Tage Jensen og las upp stutt skilaboð frá Wilbek.

„Ég er mjög vonsvikinn með að Ulrik Wilbek sé ekki hér. Við töpuðum fjórum sinnum fyrir þeim og þá mættum við báðir á blaðamannafundinn. Svo þegar við vinnum þá mætir hann ekki. Þetta er ekki framkoma sem sæmir þjálfara ársins," sagði Valero Rivera á fundinum.

Danir hafa aldrei tapað stærra í sjö ára þjálfaratíð Ulrik Wilbek og þetta var stærsta tapið í úrslitaleik HM frá upphafi. Þetta var líka síðasti leikurinn sem Wilbek stjórnar danska landsliðinu í úrslitakeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×