Handbolti

Mikkel Hansen valinn bestur á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikkel Hansen.
Mikkel Hansen. Mynd/AFP
Mikkel Hansen var valinn besti leikmaður HM í handbolta en valið var tilkynnt í hálfleik á úrslitaleik Spánverja og Dana þar sem Hansen og félagar í danska landsliðinu voru hreinlega niðurlægðir.

Danir eiga tvo aðra í úrvalsliði mótsins en það eru markvörðurinn Niklas Landin og hægri hornamaðurinn Hans Lindberg. Markahæsti maður keppninnar, Anders Eggert, komst ekki í lið mótsins.

Nýkrýndir heimsmeistarar Spánverja eiga tvo leikmenn í liðinu, vinstri skyttuna Alberto Entrerríos og línumanninn Julen Aguinagalde. Entrerríos var að spila sinn síðasta landsleik í kvöld.

Úrvalsliðið á HM 2013:

Markvörður

Niklas Landin, Danmörku

Vinstra horn

Timur Dibirov, Rússlandi

Línumaður

Julen Aguinagalde, Spáni

Hægra horn

Hans Lindberg, Danmörku

Vinstri skytta

Alberto Entrerríos, Spáni

Leikstjórnandi

Domagoj Duvnjak, Króatíu

Hægri skytta

László Nagy, Ungverjalandi

Mikilvægasti leikmaðurinn

Mikkel Hansen, Danmörku




Fleiri fréttir

Sjá meira


×