Handbolti

Síðasta tækifærið hjá Wilbek

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ulrik Wilbek.
Ulrik Wilbek. Mynd/NordicPhotos/Getty
Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, er búinn að gera frábæra hluti með liðið undanfarin sjö ár og hefur gert Dani meðal annars tvisvar sinnum að Evrópumeisturum. Hann á hinsvegar enn eftir að vinna HM með liðinu og í kvöld er síðasta tækifæri hans til þess þegar Danir mæta Spánverjum í úrslitaleiknum í Barcelona.

Wilbek hefur ákveðið að hætta sem þjálfari danska karlalandsliðsins eftir EM í Danmörku á næsta ári og liðið verður því með nýjan þjálfara á HM í Katar 2015.

„Hjá mér snýst þetta um að hugsa ekki um að þetta sé síðasta tækifærið. Ég einbeiti mér að því að undirbúa liðið eins vel og ég get," sagði Ulrik Wilbek við Ekstrabladet.

Danir töpuðu fyrir Frökkum í úrslitaleiknum á HM í Svíþjóð fyrir tveimur árum en sá leikur fór alla leið í framlengingu.

„Þetta er fimmtíu-fimmtíu leikur. Við höfum spilað vel í þessu móti og eigum góða möguleika á því að verða heimsmeistarar. Það er samt klárt að það er ekki draumastaða að vera að spila á útivelli í úrslitaleik HM," sagði Ulrik Wilbek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×