Handbolti

Spennan magnast fyrir úrslitaleikinn á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verða Danir og Spánverjar sem mætast í úrslitaleik HM í handbolta í Barcelona á morgun en bæði lið unnu flotta sigra í undanúrslitaleikjum sínum á föstudagskvöldið.

Spennan er farin að magnast fyrir leikinn og í þættinum Þorsteinn Joð og gestir á föstudagskvöldið á Stöð Sport þá gerðu menn upp undanúrslitaleikina og sýndu myndband til heiðurs tveimur bestu liðunum á heimsmeistaramótinu. Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir ofan.

Danir hafa aldrei orðið Heimsmeistarar (2. sæti á HM 1967 og HM 2011) en Spánverjar unnu sinn fyrsta og eina Heimsmeistaratitil í Túnis 2005 þegar þeir lögðu Króata 40-34 í úrslitaleiknum.

Danir mæta Spánverjum í úrslitaleiknum klukkan 16.15 á morgun og leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×