Handboltavefsíðan Handball-planet.com hefur tekið saman lista yfir þá tíu leikmenn sem voru mikilvægastir fyrir sín landslið á HM í handbolta á Spáni.
Króatinn Domagoj Duvnjak var útnefndur mikilvægasti leikmaður keppninnar hjá Handball-planet.com en hann tók við hlutverki Ivano Balic sem leikstjórnandi króatíska liðsins og leiddi sitt lið til bronsverðlauna.
Duvnjak var sá leikmaður sem átti þátt í flestum mörkum í keppninni (67) en hann varð 9. markahæstur og í 2. sæti í stoðsendingum á eftir Aroni Pálmarssyni.
Danir eiga þrjá leikmenn á listanum þar á meðal markakónginn Anders Eggert en Heimsmeistarar Spánverja eiga tvo leikmenn, skytturnar Alberto Entrerrios og Jorge Maqueda.
Það vekur athygli að besti maður mótsins samkvæmt opinberu valnefndinni, Daninn Mikkel Hansen, kemst ekki inn á þennan tíu manna lista ekki frekar en þrír af sjö mönnum sem voru valdir í úrvalslið keppninnar; Julen Aguinagalde (Spáni), László Nagy (Ungverjalandi) og Hans Lindberg (Danmörku).
Tíu mikilvægustu leikmenn HM 2013:
1. Domagoj Duvnjak, Króatíu
2. Anders Eggert, Danmörku
3. Alberto Entrerrios, Spáni
4. Henrik Møllgaard, Danmörku
5. Jure Dolenec, Slóveníu
6. Niklas Landin, Danmörku
7. Jorge Maqueda, Spáni
8. Mirko Alilovic, Króatíu
9. Primoz Prost, Slóveníu
10. Timur Dibirov, Rússlandi
Tíu mikilvægustu leikmenn HM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið
Enski boltinn


Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld
Fótbolti

Chelsea búið að kaupa Garnacho
Enski boltinn

