Handbolti

Danir og Slóvenar gerðu líka jafntefli - öll liðin jöfn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ulrik Wilbek, þjálfari Dana.
Ulrik Wilbek, þjálfari Dana. Mynd/Nordic Photos/Getty
Danmörk og Slóvenía gerðu 29-29 jafntefli í seinni leik dagsins á fjögurra þjóða æfingamóti, Total Kredit Cup, sem fram fer í Danmörku um helgina. Ísland og Pólland gerðu 31-31 jafntefli fyrr í dag og eru því öll fjögur liðin með eitt stig eftir fyrstu umferðina.

Danir voru 16-12 yfir í hálfleik og héldu ágætri forystu fram í miðjan seinni hálfleik en gátu síðan þakkað markverði sínum Marcus Cleverly fyrir að halda öðru stiginu. Cleverly varði meðal annars tvisvar frá Slóvenum í lokasókn leiksins.

Lars Christiansen skoraði jöfnunarmark Dana í leiknum en Slóvenar jöfnuðu leikinn tíu mínútum fyrir leikslok og voru komnir yfir í 29-28 í lok leiksins.

Ísland mætir Slóveníu á morgun en Danir mæta þá Pólverjum. Ísland og Danmörk mætast síðast á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×