Fleiri fréttir

12 dagar í EM í Serbíu

Frakkar eru núverandi Heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar og eiga nú mögleika á því að vinna fimmtu gullverðlaunin í röð á EM í Serbíu.

13 dagar til EM í Serbíu

Svíar hafa oftast allra orðið Evrópumeistarar í handbolta karla en þeir unnu gull á fjórum af fyrstu fimm Evrópukeppnunum þar af unnu Svíar þrjár keppnir í röð frá 1998 til 2002.

AG vill halda Ólafi út næsta tímabil

Jesper Nielsen, eigandi danska félagsins AG, staðfesti í kvöld að hann vildi framlengja samning félagsins við Ólaf Stefánsson til ársins 2013.

Per Carlen rekinn frá Hamburg

Þýsku meistararnir í Hamburg hafa ákveðið að reka sænska þjálfarann Per Carlen aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann tók við starfinu.

Onesta og Dagur berjast um efsta sætið

Nú stendur yfir kosning um þjálfara ársins á vefsíðunni handball-planet.com. Sem stendur eru þeir Claude Onesta og Dagur Sigurðsson að berjast um efsta sætið.

Ege ekki með Noregi á EM í Serbíu

Norðmenn, sem eru með Íslandi í riðli á EM í Serbíu, verða án markvarðarins Steinars Ege í keppninni en hann hefur nú lagt landsliðsskóna á hilluna.

Verður að binda endi á óvissuna hjá Löwen

Síðustu þrjú árin hefur danski skartgripasalinn "Kasi-Jesper" Nielsen lagt meira en tíu milljónir evra í þýska handboltafélagið Rhein-Neckar Löwen. Nú virðast tengsl hans við félagið að rofna og var fjallað um fjárhagslega framtíð Löwen í þýska dagblaðinu Mannheimer Morgen í gær.

Haukar völtuðu yfir FH - myndir

Hafnfirðingar troðfylltu gamla íþróttahúsið við Strandgötu í gær þegar Haukar og FH kepptu til úrslita í deildarbikar HSÍ.

Öruggt hjá Val gegn Fram

Valskonur lyftu deildarbikar HSÍ í Strandgötunni í gær. Þær unnu þá fyrirhafnarlítinn sigur á Fram.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 25-20

Haukar urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í handbolta með góðum fimm marka sigri, 25-20 á nágrönnum sínum í FH. Leikurinn var rafmagnaður og létu áhorfendur vel í sér heyra í þessum Hafnarfjarðarslag sem var haldinn í íþróttahúsinu að Strandgötu.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 30-25

Góður kafli í fyrri hálfleik tryggði Valsstúlkum deildarbikartitilinn annað árið í röð gegn Fram í Hafnafirðinum í kvöld en leiknum lauk með 30-25 sigri Valsstúklna.

Eiður Smári: Eins og að losna úr fangelsi að fara frá Stoke

"Þetta er tími sem ég er búinn að stroka út úr lífi mínu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þegar hann var spurður um Stoke "ævintýrið“ í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Landsliðsmaðurinn fór yfir samskipti hans við Tony Pulis knattspyrnustjóra Stoke en Eiður var í herbúðum liðsins veturinn 2010-2011.

FH skellti HK í framlengdum leik

Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í úrslitum deildarbikarsins í handbolta. FH vann HK í kvöld, 28-26, og mætir Haukum í úrslitum annað kvöld.

Haukar völtuðu yfir Framara

Haukar komust í kvöld í úrslit deildarbikars karla með ótrúlegum yfirburðasigri á Fram. Lokatölur 31-19 en hálfleikstölur voru 16-10.

Auðvelt hjá Fram gegn Stjörnunni

Fram er komið í úrslit deildarbikars HSÍ, Flugfélags Íslands bikarsins, eftir öruggan ellefu marka sigur, 36-25, á Stjörnunni í dag.

Þriðja tilraun við Hafnarfjarðarúrslitaleik

Undanúrslit í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum fara fram í Strandgötu í dag. Í karlaflokki mætast Haukar-Fram og FH-HK en hjá konunum keppa Valur-HK og Fram-Stjarnan um sætið í úrslitaleiknum.

Vandræðalaust hjá Degi og Alexander

Füchse Berlin átti ekki í vandræðum með Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Dagur Sigurðsson þjálfar Füchse Berlin sem vann með tólf marka mun 33-21. Alexander Petersson skoraði eitt mark í leiknum.

Kiel bætti metið - 18 sigrar í fyrstu 18 leikjunum

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel endurskrifuðu söguna í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar Kiel varð fyrsta liðið til að vinna átján fyrstu deildarleiki sína á tímabili.

Löwen vann Íslendingaslaginn

Rhein-Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar og Róbert Gunnarsson leikur með sigraði lið Rúnars Kárasonar BHC 06 örugglega 25-34 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Wilbek: Mikkel Hansen er besti handboltamaður í heimi

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, er betur settur í stöðu vinstri skyttu en flestir aðrir þjálfarar á EM í Serbíu í næsta mánuði. Hann gerir sér líka fullkomlega grein fyrir því ef marka má yfirlýsingar hans í dönskum fjölmiðlum.

Rúnar með fjögur í tapi Bergischer

Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk fyrir Bergischer HC sem tapaði í kvöld fyrir Balingen-Weilstetten í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 23-22.

Ólafur fer ekki á EM - Guðmundur búinn að velja 21 manna hóp

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 21 leikmann til undirbúnings fyrir EM í Serbíu og landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson er ekki í þessum hópi. Þar með er ljóst að Ólafur verður ekki með og missir því af sínu fyrsta stórmótið síðan 1993.

Myrhol: Hef afgreitt krabbann úr mínu lífi

Norðmaðurinn Bjarte Myrhol greindist með krabbamein í eistum fyrir aðeins fimm mánuðum. Engu að síður er hann byrjaður að spila handbolta í þýsku úrvalsdeildinni og hefur sagt skilið við veikindin.

Alfreð og Kiel í sögubækurnar

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu auðveldan sigur á botnliði Eintracht Hildesheim í þýsku úrvalsdeildinni í gær, 31-22. Sigurinn kom ekki á óvart en hann var engu að síður sögulegur.

Arnór með tólf mörk fyrir Bittenfeld

Arnór Gunnarsson var í aðalhlutverki þegar að lið hans, Bittenfeld, vann nauman útisigur á Leipzig, 32-31, í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.

Magdeburg steinlá fyrir meisturunum

Hamburg vann í kvöld öruggan sigur á Magdeburg, 32-23, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Frábær síðari hálfleikur meistaranna réði úrslitum.

Guðmundur gerir ekki ráð fyrir því að Ólafur verði með

Ólafur Stefánsson hefur gefið það út að afar litlar líkur séu á því að hann spili með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu í janúar. Það yrði mikið áfall fyrir landsliðið. Það er þó ekki enn búið að útiloka þátttöku Ólafs á mótinu og Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari mun skoða málið betur í kringum áramótin.

Guðmundur: Óttast ekki að missa starfið

Guðmundur Guðmundsson segir að starf sitt hjá Rhein-Neckar Löwen sé ekki í neinni hættu þó svo að ekki hafi gengið sem skyldi í vetur að hanga í bestu liðum Þýskalands. Löwen hefur orðið fyrir miklum áföllum og Guðmundur segir að liðið sé ekki eins sterkt

Kári Kristján syngur Let it Snow með stæl

Leikmenn þýska handknattleiksliðsins Wetzlar eru ólíkar persónur sem koma frá mörgum löndum. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt - þeir eru allir hörmulegir söngvarar.

Þórir: Ég á heilmikið í því sem áður hefur verið gert

Þórir Hergeirsson varð á sunnudagskvöldið fyrsti Íslendingurinn sem nær því að verða heimsmeistari í handbolta. Norska kvennalandsliðið hefur orðið bæði heims- og Evrópumeistari undir hans stjórn á síðustu tólf mánuðum og hann hefur verið í þjálfarateymi

Norsku tvíburasysturnar mikilvægar

Norsku tvíburasysturnar Kristine Lunde-Borgersen og Katrine Lunde Haraldsen voru lykilmenn í árangri norska kvennalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í handbolta í Brasilíu.

Norsku handboltalandsliðið hefur unnið tuttugu verðlaun frá 1986

Árangur norska kvennalandsliðsins í handbolta hefur á undanförnum áratugum verið stórkostlegur. Gullverðlaunin á HM í Brasilíu eru tuttugustu verðlaun kvennalandsliðsins á stórmóti frá árinu 1986 þegar liðið vann til sinna fyrstu verðlauna – brons á HM.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 16-21

Haukar unnu slaginn um Hafnarfjörðinn í kvöld, 21-16. Leikurinn var hræðilega spilaður lengstum en Haukar áttu ótrúlegan lokasprett sem skilaði þeim sigrinum.

Þórir: Ótrúlega ánægður, stoltur og algjörlega búinn á því

Þórir Hergeirsson varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að vera Heimsmeistari í handbolta þegar hann gerði norska kvennalandsliðið að meisturum á HM í Brasilíu. Norska liðið vann átta síðustu leiki sína í keppninni og úrslitaleikinn á móti Frökkum með átta marka mun, 32-34.

Sjá næstu 50 fréttir