Róbert: Ég er ekki sáttur við mína stöðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2012 10:45 Róbert Gunnarsson á æfingu íslenska landsliðsins nú á dögunum. Mynd/Stefán Róbert Gunnarsson hefur undanfarin ár gegnt algjöru lykilhlutverki í íslenska landsliðinu í handbolta. Það mun hann sjálfsagt gera áfram en hann hefur þó fengið lítið að spila með félagsliði sínu, Rhein-Neckar Löwen, í Þýskalandi að undanförnu. „Ég er auðvitað ekkert sáttur við sjálfan mig og mína stöðu. Maður vill helst spila 60 mínútur í hverjum einasta leik," segir Róbert. „En ég vissi að ég myndi þurfa að deila mínútunum með öðrum þegar ég gekk til liðs við félagið á sínum tíma. Svo hefur þeim bara fækkað," segir hann og brosir. „Maður verður bara að taka því og læra af mótlætinu. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram að æfa vel og vera tilbúinn þegar kallið kemur." Öðruvísi á þýskuRóbert er í þeirri óvenjulegu stöðu að þjálfari hans hjá félagsliðinu er einnig landsliðsþjálfari hans. Hann segir að það skipti þó litlu sem engu máli. „Ég kynntist þessu þegar ég var með Alfreð [Gíslason] á báðum stöðum líka. Þetta er vissulega skrýtið því félagsliðsþjálfarinn Guðmundur og landsliðsþjálfarinn Guðmundur er ekki sami maðurinn. Hann er öðruvísi á íslensku heldur en á þýsku og þetta tvennt er í raun alveg aðskilið." Róbert segist þó ekki óttast að hann sé ekki í nógu góðu leikformi fyrir landsliðið en viðtalið var tekið áður en landsliðið hélt utan til Danmerkur þar sem það spilar á æfingamóti um helgina. „Ég skil vel að það skuli vera einhverjar efasemdir um það en það verður þá bara að koma í ljós. Nú fáum við þrjá leiki í Danmörku til að fínpússa okkar leik og þá munu allir leikmenn sjá hvar þeir eru staddir. En það hjálpar mér eins og öðrum hversu lengi flestir okkar í landsliðinu hafa spilað saman. Ef maður ætti að passa inn í eitthvað lið þá væri það þetta. Ég mun einbeita mér að því jákvæða." Sjálfur hefur Guðmundur ekki áhyggjur af því að Róbert sé ekki í nægilega góðu standi fyrir landsliðið. Hann sagði við Fréttablaðið í desember síðastliðnum að þrátt fyrir allt hafi Róbert fengið sínar mínútur. „Robbi er í fínu standi en það er við ramman reip að draga þegar maðurinn sem hann er að keppa við [Bjarte Myrhol] er að spila mjög vel," sagði Guðmundur. Sama spurningamerkiðRóbert segir erfitt að meta stöðu liðsins þar til að EM hefst í Serbíu. „Þegar janúar hefst finnst mér alltaf vera þetta sama spurningamerki yfir liðinu," segir Róbert. „Æfingarnar ganga vel og menn leggja sig fram. Svo þegar út í alvöruna er komið sjá menn fyrst hvernig þeir standa." Þess má svo geta að samningur Róberts við Rhein-Neckar Löwen rennur út í sumar. Hvað tekur við er óvíst en Róbert hefur ekki átt í viðræðum við önnur lið að undanförnu. „Það er ekkert í gangi eins og er og þannig verður það þangað til að mótinu lýkur í Serbíu. Menn vilja sem minnst hugsa um svona mál í miðju stórmóti í handbolta," segir Róbert. Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Róbert Gunnarsson hefur undanfarin ár gegnt algjöru lykilhlutverki í íslenska landsliðinu í handbolta. Það mun hann sjálfsagt gera áfram en hann hefur þó fengið lítið að spila með félagsliði sínu, Rhein-Neckar Löwen, í Þýskalandi að undanförnu. „Ég er auðvitað ekkert sáttur við sjálfan mig og mína stöðu. Maður vill helst spila 60 mínútur í hverjum einasta leik," segir Róbert. „En ég vissi að ég myndi þurfa að deila mínútunum með öðrum þegar ég gekk til liðs við félagið á sínum tíma. Svo hefur þeim bara fækkað," segir hann og brosir. „Maður verður bara að taka því og læra af mótlætinu. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram að æfa vel og vera tilbúinn þegar kallið kemur." Öðruvísi á þýskuRóbert er í þeirri óvenjulegu stöðu að þjálfari hans hjá félagsliðinu er einnig landsliðsþjálfari hans. Hann segir að það skipti þó litlu sem engu máli. „Ég kynntist þessu þegar ég var með Alfreð [Gíslason] á báðum stöðum líka. Þetta er vissulega skrýtið því félagsliðsþjálfarinn Guðmundur og landsliðsþjálfarinn Guðmundur er ekki sami maðurinn. Hann er öðruvísi á íslensku heldur en á þýsku og þetta tvennt er í raun alveg aðskilið." Róbert segist þó ekki óttast að hann sé ekki í nógu góðu leikformi fyrir landsliðið en viðtalið var tekið áður en landsliðið hélt utan til Danmerkur þar sem það spilar á æfingamóti um helgina. „Ég skil vel að það skuli vera einhverjar efasemdir um það en það verður þá bara að koma í ljós. Nú fáum við þrjá leiki í Danmörku til að fínpússa okkar leik og þá munu allir leikmenn sjá hvar þeir eru staddir. En það hjálpar mér eins og öðrum hversu lengi flestir okkar í landsliðinu hafa spilað saman. Ef maður ætti að passa inn í eitthvað lið þá væri það þetta. Ég mun einbeita mér að því jákvæða." Sjálfur hefur Guðmundur ekki áhyggjur af því að Róbert sé ekki í nægilega góðu standi fyrir landsliðið. Hann sagði við Fréttablaðið í desember síðastliðnum að þrátt fyrir allt hafi Róbert fengið sínar mínútur. „Robbi er í fínu standi en það er við ramman reip að draga þegar maðurinn sem hann er að keppa við [Bjarte Myrhol] er að spila mjög vel," sagði Guðmundur. Sama spurningamerkiðRóbert segir erfitt að meta stöðu liðsins þar til að EM hefst í Serbíu. „Þegar janúar hefst finnst mér alltaf vera þetta sama spurningamerki yfir liðinu," segir Róbert. „Æfingarnar ganga vel og menn leggja sig fram. Svo þegar út í alvöruna er komið sjá menn fyrst hvernig þeir standa." Þess má svo geta að samningur Róberts við Rhein-Neckar Löwen rennur út í sumar. Hvað tekur við er óvíst en Róbert hefur ekki átt í viðræðum við önnur lið að undanförnu. „Það er ekkert í gangi eins og er og þannig verður það þangað til að mótinu lýkur í Serbíu. Menn vilja sem minnst hugsa um svona mál í miðju stórmóti í handbolta," segir Róbert.
Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira